Reykjavíkurflugvöllur, upprifjun

 

Reykjavíkurflugvöllur

Upprifjun.

Mikill minnihluti Reykvíkinga samþykkti að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni.

ooo

Það mættu aðeins 18,35 %,      það er 14.913     kjósendur,

sem vildu flugvöllinn burt, af 81.258  kjósendum. 

ooo

Einnig mættu aðeins, 14.529 af þeim sem vildu hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni.

ooo

„Það munaði aðeins 384 atkvæðum

ooo

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrir kosningar,

að þær yrðu ekki bindandi nema,

að þrír fjórðu á kjörskrá í Reykjavík

greiddu atkvæði.

ooo

Þetta leiddi til þess að upp kom sú hugmynd að best væri að hunsa kosninguna,

en þegar í ljós kom,

að borgarstjórnin fór ekki eftir þessari samþykkt,

var ljóst,

það að kjósa ekki,

voru mikil mistök.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1310267/

ooo

Hér fyrir neðan er sýnishorn og slóð á grein um málið.

Ég undirstrka og reyni að setja smá áherslur.

Í dag er svo mikið áreiti að betra er að vekja athyggli á einhverjum orðum eða setningum, þegar lesendur reyna að renna augunum yfir texta til að sjá hvort eitthvað markvert er þar að sjá.

Egilsstaðir, 10.11.2014 Jónas Gunnlaugsson

ooo

Úr grein eftir Björn Bjarnason 18.03.2001

http://www.bjorn.is/pistlar/2001/03/18/nr/652

Þegar dró að kosningunni samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, að niðurstaða kosningarinnar skyldi vera bindandi tækju að minnsta kosti þrír fjórðu hlutar atkvæðisbærra manna þátt ( það er um 60.000 manns) í kosningunni eða ef einsýnt væri, að helmingur atkvæðisbærra manna (rúmlega 40.000 manns) greiddu öðrum hvorum kostinum, sem um yrði kosið, atkvæði sitt. Því fer víðs fjarri, að kosningin sé bindandi á þessum forsendum, því að aðeins 30219 af 81258 á kjörskrá kusu eða 37,2%., þar af vildu 14.529 eða 48,1% áfram flugvöllinn en 14.913 eða 49,3% að flugvöllurinn færi, það munaði aðeins 384 atkvæðum. Hitt lá ljóst fyrir, áður en gengið var til atkvæða, að kosningin mundi ekki binda hendur neinnar borgarstjórnar fram til 2016 nema þeirrar, sem nú situr. Eftir að úrslitin liggja fyrir segir borgarstjóri, að af þeim megi draga þá ályktun, að Reykvíkingar vilji hafa flugvöllinn á höfuðborgarsvæðinu en þó ekki í Vatnsmýrinni. Erfitt er að sjá heila brú í þessari röksemdafærslu miðað við það, sem borgarstjóri sagði fyrir kosninguna um þennan þátt málsins. Ef fá hefði þessa niðurstöðu, hvers vegna var ekki spurt um það, hvort menn vildu flugvöll í Vatnsmýrinni eða einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu? Þegar tölurnar liggja fyrir gefur borgarstjóri einnig til kynna, að þær séu á einhvern hátt bindandi. Þegar talin voru atkvæði í bandarísku forsetakosningunum, þurfti hæstarétt Bandaríkjanna til að benda mönnum í Flórída á það, að í kosningum breyttu menn ekki leikreglunum eftir að leiknum væri lokið til að fá þá niðurstöðu, sem þeir sjálfir vildu. Svipuð ábending á við við, þegar hlustað er á það, hvernig borgarstjóri ræðir niðurstöðu flugvallarkosningarinnar. Borgarstjóri getur ekki fyrir kosningar sagt, að þær séu bindandi ef meira en 60.000 manns koma á kjörstað eða meira en 40.000 velji annan kostinn, en eftir þær sagt niðurstöðuna bindandi, þegar aðeins um 30.000 komu á kjörstað og innan við 15.000 völdu annan kostinn.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meirihluti þeirra sem tóku þátt í kosningunum vildu flugvöllinn burt....það er niðurstaðan og hana ber að virða.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband