Skapararnir og Nú staðreynda trúar fólkið.

 

„Skapararnir og Nú staðreynda trúar fólkið.“

Baráttan, stendur ekki á milli hægri og vinstri.

Baráttan stendur á milli „Skaparanna“ og „Nústaðreyndatrúarmanna.“

Þetta skiljum við betur, þegar við skoðum hrossaskítsvandamálin í stórborgunum um aldamótin 1900.

Þá reiknuðu menn út að á 10 til 15 árum, væri hrossaskíturinn komin upp á aðra hæð á húsunum í borgunum.

Verum fulltrúar gnægta, lausna.

USA, sýna athygli, vera viðbúinn

„Nústaðreyndatrúarmenn“ töldu að það yrði að minka umsvifin, það er að fækka fólkinu, það væri ekki til nóg handa svo mörgu fólki.

„Skapararnir“ héldu áfram eins og þeir gera alltaf, og leituðu lausna.

Skapararnir smíðuðu „vél“ sem gekk fyrir olíu, og hættu að nota hestana.

Þá var hrossaskítsvandamálið úr sögunni.

Árið 1900 gat pósturinn frá Egilsstöðum á Seyðisfjörð, borið ca. 30 kíló og var 10 klukkustundir á leiðinni.

Í dag fer fluttningabílstjórinn með 49 tonn, það er 49000 kíló, á 30 mínútum.

Þarna höfðu „Skapararnir“ hugsað nýjar málmblöndur, nýjar skrúfur og hin ýmsu tól, og smíðað fluttningabíl, og margfölduðu afköstin hjá „póstinum,“ flutningabílstjóranum.

Meira seinna.

Egilsstaðir, 28.06.2015 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband