Ég er fjármálakerfið

Ég er fjármálakerfið.

 

1.    VERÐBÓLGAN

2.     

Ég segi við fólkið hjá þjóðunum.

Verið þið dugleg og byggið upp heiminn.

Hér er ég fjárfestirinn með peningana.

Ég skrifa trilljónir í tölvuna og lána hverjum sem er.

Þú átt aðeins að búa til verðmæti.

Þegar þú byggir meira en þú ræður við þá skiptir það mig engu máli.

Ég fæ þá stærri og dýrari eign.

Á meðan þú byggir eignirnar, spana ég upp verðbólgu,

Mest með sölu á verðbréfum og gjaldeyri sem framleiðir ekkert.

Einnig margfalda ég laun fyrirmanna, sem geta þá boðið tvöfalt í eignir sem þeir girnast.

Þú ert svo grænn að þú heldur að ég sé með eitthvert verðmæti.

Ég held þér grænum áfram með því að mennta þig ekki.

-

2. VERÐHJÖÐNUN

 

Þegar þú ert búinn að byggja upp heiminn, svo að mér líki,

ákveð ég að færa allar eignir til mín.

Þá hætti ég að lána út, það er að ég loka á alla fyrirgreiðslu frá fjármálastofnunum.

þannig að allir,  verða blankir.

Þá verða allir að selja eignir til að geta borgað skuldir.

En engin getur keypt, ég veiti enga fyrirgreiðslu.

Þú reynir að selja á 80% og svo 50% verði, en engin fær fyrirgreiðslu hjá mér,

fjármálastofnuninni.

Ég læt meta eignirnar á 50% af upprunalega uppsprengda verðinu.

Nú segi ég að ykkar eign sé farinn, þið áttuð til dæmis, 10% til 50% í eigninni.

 

3. UPPSKERAN

Þar næst tek ég fjármálafyrirtækið eignirnar til mín á svona 3 til 4 árum.

Þarna hef ég tryggt mér eignarhaldið á eignunum.

Nú læt ég endurmeta eignirnar, upp í 100% verð.

Næst sendi ég tilkynningu til fjölmiðla að eignir fjármálafyrirtækja hafi aukist um nokkur þúsund milljarða á síðustu 5 árum.

Af hverju skilur þú ekki neitt?

Hvar misstir þú vitið?

Hvað sögðu gömlu spekingarnir?

Nú förum við öll að læra strax í dag.

Þegar við skiljum þessa hluti, er ekki hægt að segja um okkur,

að sjáandi, sjáum við ekki og heyrandi, heyrum við ekki.

Þá segjum við, sjáandi sjáum við og heyrandi heyrum við.

 Kreppufléttan, endurtekið

Þegar ég segi þetta.

Þetta er slóð

Egilsstaðir, 22.11.2013  Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband