Velt vöngum um Bíblíuna. Tönn fyrir tönn. Fyrirgefning fyrir fyrirgefningu. EINFALT

Sett á bloggið

http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/1761898/#comments

hjá Halldóri Jónssyni

Þið veltið vöngum um Bíblíuna.

000

Fyrst skoðum við Gamla testamenntið.

Þar finnið þið boðunina, „tönn fyrir tönn.“

000

Næst skoðum við Nýja testamenntið, og finnum þetta.

Matteusarguðspjall 5

17Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. 18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram. 19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki. 20Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea komist þér aldrei í himnaríki.

000

Og síðast skoðum við Faðirvorið.

Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, 10til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. 11Gef oss í dag vort daglegt brauð. [1]

Eða: brauð vort til dagsins á morgun.

12Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. 13Og eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu. [2]

Eða: frá hinum vonda. [Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.] [3]

Vantar í sum handrit.

000 14Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. 15En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

000

Þegar við skoðum þetta í samhengi, sjáum við að lögmálið er alltaf hið sama.

Það er , „tönn fyrir tönn.“ og

14Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. 15En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

 

Það er, ef við fyrirgefum öllum allt, þá er okkur fyrirgefið allt.

Ef við fyrirgefum ekki öllum allt, þá er okkur ekki fyrirgefið allt.

Það er, við dæmum okkur sjálfir.

000                   

Hatur fals og ílska kemst ekki inn í Himnaríki.

Hvað gerum við þá, fullir af hatri ílsku og falsi?

000 Lúkasarguðspjall 18:27 24Jesús sá það og sagði: „Hve torvelt er þeim sem auðinn hafa að ganga inn í Guðs ríki. 25Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“ 26En þeir sem á hlýddu spurðu: „Hver getur þá orðið hólpinn?“ 27Hann mælti: „Það sem mönnum er um megn, það megnar Guð.“

000

Er þetta eðlisfræði, að eiginleikar haturs, ílsku og fals, komist ekki inn í Himnaríki?

Egilsstaðir, 28.05.2015 Jónas Gunnlaugsson

Jóhannesarguðspjall, Kafli 14, vers 6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband