Eignirnar

Eignirnar

Ég plata þig alltaf.

Nú segi ég þér að ekki sé hægt að fella niður lán.

Þú átt að muna að eignin þín í húsinu fór ekki neitt, eignin er í húsinu ennþá.

Mundu einnig að bankinn lánaði þér ekki neitt.

Bankinn skrifaði aðeins tölu.

Og mundu að fjármálakerfið bjó til peninga 3% fyrir alla starfsemi í veröldinni,

og 97% sem sem hafði aðeins pappír á bakvið sig, en engin verðmæti.

Þetta er dæmisaga.

Þú seldir íbúðina þína, og lagðir 20 miljónir í íbúðarhús.

Þú áttir hálft húsið.

Þá hrærði ég aðeins í gildi peninganna, og lét húsið lækka um helming.

Þá sagði ég þér að eignin þín væri horfin.

Þú gaptir af undrun, klóraðir þér í kollinum og sagðir.

Er það virkilega rétt?

Á ég ekkert?

Jæja þá, það eru meiri vandræðin.

Hvaða vilt þú gera í málinu?

---

Bankinn segir þér að einhver lífeyrissjjóður í útlandinu hafi lánað þér,

og þú hafir farið illa að ráði þínu.

Bankinn taldi öllum trú um að veðin væru einskis virði.

Bankinn var keyptur á slikk, til dæmis 5%, af einhverjum „vogunarsjóðum“

Bankinn tók veðið sem var fyrir þessu svokallaða útlenda láni.

Þá sýnist þessi lífeyrissjóður hafa misst þatta veð.

---

Allt er þetta gert til að ná þinni eign.

Það er hringlað í þínum hugmyndaheimi.

og þú veist ekki hvað þú átt að gera.

Kollurinn á þér er ruglaður, á sama máta og þegar tölva er frosin.

------

Við endurræsum tölvuna.

Á sama hátt endurræsir þú hugann.

Það gerir þú með bæn og hugleiðslu, að minnsta kosti einu sinni í viku.

Bænin og hugleiðslan* er til þess að losa úr huga þér trénaðar rangar hugmyndir.

Þessar trénuðu hugmyndir eru oft kallaðar vísindi.

Ég veit alveg að þú stjórnast af, mig langar í, hugmyndum, við erum jú smíðaðir á líkan máta.

Nú er kominn tími til að láta hugan,  vitið, stjórna, og að sjálfsögðu með ástúð og umhyggju að leiðarljósi.

Þá þarf heilinn að vera laus við trénaðar hugsanir og búinn að leggja niður að hugsa eingöngu um, mig langar, girndirnar.

---

*Ég nota orðið hugleiðsla, við eigum erfiðara með að viðurkenna bænina, en það er bænin sem er málið.

Þetta er gert í flýti með uppvaskinu, laga seinna.

Egilsstaðir, 16.10.2013  Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef banki á helminginn í húseign væri þá ekki réttlát að bankinn borgaði helminginn af fasteignarsköttunum af húseignini?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband