Hvítir hrafnar

Hvítir hrafnar

Það var einu sinni maður að nafni Sigbjörn, sem var á gangi í hádeginu.

Þá sá Sigbjörn hrafn sem hafði komist í hveitipoka, og var hrafninn allur hvítur.

oooo

Þegar Sigbjörn kom í kaupfélagið, þá sagði hann viðstöddum

að hann hefði séð hvítan hrafn.

Þarna voru allir að flýta sér, svo að hann gat ekki klárað söguna.

oooo

Það vildi svo til að Sigbjörn var í pólitík, og nú sögðu andstæðingar hans,

að Sigbirni væri ekki treystandi, hann hefði sagt að hrafnar væru hvítir,

en allir vissu að hrafnar væru svartir.

ooo

Þegar Sigbjörn fór í viðtöl hjá fjölmiðlum sem voru undir áhrifum „“áhrifafesta,““

þá var Sigbjörn stanslaust minntur á að, „þú sagðir að hrafninn væri hvítur,“

þannig að þér er ekki treystandi.

oooo

Þá reyndi Sigbjörn að segja alla söguna, en spyrjendur voru trúir „áhrifafestum,“

og gripu stanslaust fram í fyrir honum til að hlustandinn skildi ekki sannleikann í málinu.

oooo

 „Áhrifafestar“ sem fjármagna fjölmiðla, til að geta stýrt skoðunum fólksins,

stýrt því sem fólkið telur rétt og satt, eru aðeins að gera það

sem þeir hafa alltaf gert.

oooo

Það að Ríkisútvarpið, „ÚTVARP ALLRA LANDSMANNA“

skuli taka þátt í þessum leik er óþolandi.

oooo

Þurfum við að vita hverjir voru stjórnendur þessarar ófrægingar herferðar

hjá RÚV, það er Ríkiútvarpinu, til að svona geti ekki endurtekið sig.

Við látum þá stjórna með ástúð og umhyggju að leiðarljósi.

oooo

Þessir sömu aðilar segjast ekki vilja að Ríkisútvarpið sé pólitískt,

en vilja svo sjálfir ráðskast með skoðanir fólksins.

oooo

Trúlega er betra að Útvarpsráð sé pólitískt eins og áður var.

oooo

Núna virðist myndast klíka í RÚV,

sem hikar ekki við að reyna að beita Ríkisútvarpinu

til að koma sínum áhugamálum á framfæri.

oooo

Stýringin ætti helst að vera sú að Ríkisstjórn á hverjum tíma,

hefði málgagn þar sem hún gæti komið stefnu sinni

á framfæri við landsmenn.

oooo

Einnig væri gerð grein fyrir öðrum sjónarmiðum,

til dæmis sjónarmiðum stjórnarandstöðu.

oooo

Ég viðurkenni að þetta getur verið erfitt.

oooo

Ef til vill ættu fréttamenn og pólitíkusar að skrá allar boðsferðir

á vegum hagsmunaaðila.

oooo

Egilsstaðir, 04.03.2014  Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband