Sæstrengur

Sæstrengur 

Mikið er talað og ritað um að flytja raforku til Evrópu, með sæstreng.  

Sagt er að hátt orkuverð í Evrópu geti skilað arði til Íslands. 

Þetta háa orkuverð er að knésetja Evrópu.  

Þarna eru aðilar á Íslandi að ímynda sér að Evrópa muni sætta sig við

okur verð á orku. 

 Í dag keppa olíuríki Miðausturlanda og Bandaríkin við Ísland, um orku til álvera.  

Það er þekkt að undir Bretlandseyjum og hafinu þar um kring,

eru setlög full af  jarðgasi. 

 Þá virðis mega reikna með að íbúar Evrópu hafi manndóm, 

til að nýta þetta jarðgas, sér og öðrum til gagns.  

Ef sjálfbjargarviðleitni er í íbúum Evrópu, verða þeir búnir að virkja þetta jarðgas

á  næstu 5 til 10 árum.  

Þá lækkar orkuverð hjá þeim eftir 5 til 10 ár.  

Eftir reynslu undanfarandi ára af fjármálakerfinu,

er ekki ólíklegt að þá verði svokallaðir fjárfestar,

búnir að færa allar eignir út úr sæstrengsfyrirtækjunum,

og koma skuldunum á ríkið, fólkið í löndunum,

það er á íslendinga og evrópubúa.  

Þá yrði að sjálfsögðu komið 30% lægra verð á rafmagn selt í gegn um strenginn,

en það verð sem fæst í sölu til álvera.  

Þetta er mynd af hugsanlegri þróun.  

Er ekki mun gáfulegra að setja á fullt rannsóknir og vinnslu á jarðgasi í Evrópu.  

Nýtum orkuna á Íslandi til að framleiða vörur fyrir veröldina.  

Einnig tökum við fullan þátt í gasvinnslunni.  

Það virðist betra að hyggja að því hvað gáfulegt er að gera. 

Við íslendingar viljum ekki hallda orkuverði uppi í Evrópu,

og gera evrópubúa þar með áfram ósjálfbjarga  og atvinnulausa.  

Evrópa hefur hrært í pappírum og nú í seinni tíð í rafeindum í tölvunum,

sem framleiðir ekkert.  

Við leggjum niður fjárfesta og treystum tæknifesta. 

Egilsstaðir, 06.07.2013  Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband