Verðtryggð lán, 04.12.2008

Sent á Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmann,

sigmarg@ruv.is,

vegna viðtals við Vésteinn Gauta Hauksson.

Lánið hefur hækkað í verðminni krónum, en í raun ekki neitt.

Það er krónan sem hefur fallið.

Hann fékk lánað, eina spýtu, einn sementspoka og eina vinnustund.

Vísitalan er aðeins flóknari .

Húsverð núna er ekki alveg að marka.

Launakostnaður hefur ekki fylgt útlendum kostnaði,

en það breytist trúlega á nokkrum árum.

Gott væri að láta verktaka meta, hvað kostar að byggja

samskonar hús í dag.

Eftir tvö ár gæti verðið, verið komið aftur í samræmi við byggingakostnað.

Í dag er trúlega verið að kaupa húsin eða íbúðirnar, undir byggingakostnaði.

Staðsetning lóða hefur alltaf áhrif á verð fasteignar, fyrr, nú og í framtíðinni.

Afborgun ætti trúlega að miða eitthvað í átt að launum.

Ef til vill ættu fyrstu 100 þúsund krónurnar, að vera verðtryggðar, lágmarkslaun,

og sníða svo ofan af öllum öðrum launum þegar kreppir að.

Þú ert í góðum málum, VGH, en bankinn verður að láta þig fá

greiðsludreifingu sem þú ræður við.

Að sjálfsögðu verðum við að nýta alla möguleika til að fólkið fái tekjur,

virkja sem mest af þeim gæðum sem Ísland býður upp á,

með ástúð og umhyggju að leiðarljósi.

Glæsilegar virkjanir, háspennulínur sem eru úti lystaverk,

í sólskini glampar á línurnar eins og kóngulóarvefi.

Vera jákvæð.

Þessi nýting okkar, færir veröldinni hreina orku, okkur og öðrum í veröldinni til góðs.

Ekki virðist það gáfulegt að heimta allt af öðrum, járn, olíu, og svo framvegis,

en tíma ekki að nýta auðlindirnar okkar, okkur og öðrum til gagns.

Við vitum hvers vegna við erum hálf blind, og skiljum ekki neitt, og lentum í kreppunni.

Þetta þarf að skýra aðeins betur. Jg 04.12.2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband