Athuga vel

Athuga vel

 

Jesaja 55:7

Sá sem vill komast til geimstöðvarinnar verður að vera eins og lítið barn,

sem þyggur hjálp móður

 

Ef hann hefur 100 kg af rusli hangandi utan á huglíkamanum og sálinni,

kemmst hann einfaldlega ekki með Himnaríkisfarinu.

 

Þeir sem virðast hafa möguleika eru jafnvel nefndir,

"hinn guðlausi" og "íllmennið með vélráðum sínum."

 

Lúkasarguðspjall 23:39-43

Í Lúkasarguðspjallinu viðurkennir ræninginn sekt, sýnir

yðrun og biður um hjálp.

 

Hann verður að laga sig að reglunum í alvöru.

 

Til að fara með Soyus geimfarinu þarf að æfa sig og læra.

 

Þarna virðist þú sjálfur verða að vilja losa þig við misgjörðirnar,

sem hanga í sálar og huglíkama.

 

Ekki virðist duga að vilja sjálfur, heldur verður að gefa frá sér eigin réttlætingar og þiggja hjálp Jesú.

 

Það eru aðrir mun færari en ég að skýra þetta.

 

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229554/

 

Jesaja 55:7-9

 

7Hinn guðlausi láti af breytni sinni
og illmennið af vélráðum sínum
og snúi sér til Drottins svo að hann miskunni honum,
til Guðs vors því að hann fyrirgefur ríkulega
.


8Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir
og yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn.


9Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni
eru mínir vegir hærri yðar vegum
og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum.


Lúkasarguðspjall 23:39-43

 

39Annar þeirra illvirkja sem krossfestir voru hæddi hann og sagði: „Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!“


40En hinn ávítaði hann og sagði: „Hræðist þú ekki einu sinni Guð og ert þó undir sama dómi?

 

41Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gerðir okkar en þessi hefur ekkert illt aðhafst.“

 

42Þá sagði hann: „Jesús, minnst þú mín þegar þú kemur í ríki þitt!“


43Og Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband