Fjármálin

Fjármálin

 

Ég hef verið að reyna að lesa mér til á internetinu.

Ég las þessa færslu hjá þér Einar Björn Bjarnason

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1307554/

Þessi blogg um fjármálin auka vonandi þekkinguna.

 

Þú segir í athugasemdum:

 

„Það sem gagnrýnendur líta framhjá er að nútímahagkerfið

hefur skapað mestu velferðaraukningu sem mannkyn hefur séð

nokkru sinni - - ekki bara mestu tækniaukningu allra tíma“.

 

Þetta er alveg rétt.

 

Ég þakka kennsluna.

 

***

 

Síðan má velta vöngum um hvort gáfulegt sé að 97% af fjármagni í umferð

sé búið til með því að pappírast, það er að selja verðbréf og versla með gjaldeyri

fram og til baka, sem svo skapar engar vörur og litla þjónustu.

 

Þetta 97% fjármagn býr til verðbólgu.

 

***

 

Síðan notum við 3% af fjármagni í umferð til alls annars, framleiðslu, þjónustu,

og að byggja fasteignir og innviði þjóðfélagsins.

 

Að sjálfsögðu er maður áhyggjufullur um að margir skilji ekki,

að ef til er hönd og hugur án vinnu, þá má búa til pening

til að nýta höndina og hugan til að gera gagn.

 

Eins hefur komið í ljós í gegn um tíðina að þeir sem njóta kosta gamla kerfisins

hafa leift sér að plata lýðinn til að búa til of lítið fjármagn,

þannig að fólkið fái ekki atvinnu við að búa til

vörur og þjónustu.

 

Þá höfum við atvinnuleysi og minna af vörum og þjónustu til að nýta.

 

Það leiðir til óánægju sem hægt er að nota til að ná tökum á fjármálakerfinu aftur.

 

***

 

Hér í eru þrjár slóðir sem mér þótti áhugaverðar,

Eg. 30.07.2013 jg

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1306696/

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1306684/

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1250017/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband