Ítrekuð alvarleg atvik vegna hælisleitenda í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti þögguð niður. Vopnaburður og hótanir af hálfu hælisleitenda við skólann hafi að minnsta kosti verið í sjö skipti í haust og foreldrar aldrei látnir vita.

 slóð

Ítrekuð alvarleg atvik vegna hælisleitenda í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti þögguð niður

Ritað þann 26. janúar 2024 af Ritstjórn Útvarps Sögu í flokkinn Fréttir, Innlent  Ítrekuð alvarleg atvik vegna hælisleitenda í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti þögguð niður - Útvarp Saga (utvarpsaga.is) 

 

Foreldrar nemenda við Fjölbrautarskólann í Breiðholti gagnrýna þöggun um ítrekuð alvarleg atvik þar sem hælisleitendur af arabískum uppruna sem eru nemendur við skólann hafa hótað nemendum og ógnað fólki meðal annars með vopnaburði.

Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Norræn karlmennska þar sem þáttastjórnandi fer yfir samtal sitt við foreldri nemanda við skólann eftir umsátursástandið sem þar skapaðist í gær. Eins og kunnugt er varðar atvikið þrjá hælisleitendur sem höfðu í hótunum um skotárás í skólanum og tvo þeirra sem fóru á staðinn íklæddir lögregluvestum og vopnaður gervibyssum. Sá þriðji hafði sett hótanirnar meðal annars á samfélagsmiðla.

Nemendur læstir inni skólastofunni og látnir leggjast á gólfið

Foreldrið lýsir í samtalinu að barn þess hafi haft samband við sig þegar ástandið skapaðist og lýst því sem var að eiga sér stað. Nemendur voru læstir inni í kennslustofunum, ljós slökkt, gardínur dregnar fyrir glugga og nemendum sagt að leggjast á gólfið. Lýsir foreldrið hvernig barn þess varð vitni að því að nemendur hringdu í foreldra sína og sögðu þeim að þeim hefði verið sagt að skotárás á skólann væri yfirvofandi og þau væru að fela sig fyrir árásarmönnunum og greindi nemandinn einnig frá því að við þessi símtöl hafi foreldrar brotnað saman af hræðslu og ótta um börn sín.

Kennarar sögðu nemendum ósatt um atburði í fyrstu

Í samtalinu er einnig rakið að í fyrstu hafi kennarar ekki sagt nemendum satt um hvað væri að gerast og báru við að það væri eitthvað vesen úti á bílaplani við skólann. Nemendur hafi hins vegar áttað sig á eitthvað alvarlegra væri í gangi og gengið á kennarana sem þá viðurkenndu hvers var.

Reynt að koma í veg fyrir að málin rötuðu í fjölmiðla

Foreldrið segir að eftir þetta atvik hafi komið í ljós að atvik sem varða meðal annars vopnaburð og hótanir af hálfu hælisleitenda sem stunda nám við skólann hafi að minnsta kosti átt sér stað í sjö skipti frá því haust og hafi foreldrar aldrei verið látnir vita um þau tilvik. Í öllum tilvikum þurfti aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Þá segir foreldrið að um væri að ræða hóp hælisleitenda sem telji á bilinu fjóra til tíu einstaklinga sem ítrekað koma fram með þessum hætti og valda ótta annara nemenda. Þá kemur fram í máli foreldrisins að lögregla og stjórnendur skólann hafi unnið markvisst að því að málin kæmust ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum.

Horfa má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Fyrir mörgum árum síðan var byrjað að vara við svona.

Þeir sem það gerðu voru bara kallaðir rasistar, og eru enn kallaðir rasistar.

Þeir sem notuðu orðið rasistar þarna forðum, hamast nú við að láta ekkert fréttast, svo þeir geta haldið áfram að kalla fólk rasista. 

Vonandi liggja þeir dýpst í súpunni sem kveiktu undir henni.

Loncexter, 26.1.2024 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband