Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
Kreppuflétta Tómasar Jefferssonar
30.3.2015 | 07:26
Halldór Jónsson skrifar:
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/1678576/
ooo
29.3.2015 | 17:07
Gunnlaugssonar á Egilsstöðum sem skoða má á síðu hans eru gagnlegar í einfaldleika sínum því þær sýna hvað gerðist og er að gerast enn í dag.
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1410571/
Myndir Jónasar lýsa í raun því sem gerðist sem afleiðing af því að leyfa hinum óprúttnustu að leika lausum hala í bankakerfinu.
Frosti Sigurjónsson hefur eiginlega einn íslenskra stjórnmálamanna sagt sannleikann um peningaprentun bankanna og birtingarmynda hennar.
En talað mest fyrir daufum eyrum, bæði vegna útbreidds skilningsleysis stjórnmálamanna á hagfræði og ofurveldis peninganna.
Þær lýsa því hvernig var farið að með hjálp þess að peningavaldið gat nánast keypt almenningsálitið með sér í gegn um fjölmiðlaeign sína og með fleðulátum við fyrirmenn sem flugu á vængjum vindanna í hrifningu sinni á útrásarvíkingunum.
Man nokkur fjölmiðlalögin fyrstu og viðbrögð Baugsmiðlanna við þeim?
Þess vegna eru skýringarmyndir Jónasar með tunnurnar sem fyllast með bláum og rauðum vökva gagnlegar.
Til dæmis fyrir þá viðskiptamenn Lýsingar sem nú eru í óða önn að skila aleigunni til fyrirtækisins samkvæmt haganlegum dómum Hæstaréttar.
Jónas bendir á að Tómas Jefferson var búinn að lýsa þessari atburðarás fyrir tvöhundruð árum.
En Tómas sagði amerísku þjóðinni að hún myndi stefna í glötun ef hún fæli einkabönkum myntsláttuna.
( Thomas Jefferson sagði okkur þetta allt saman. )
Lýsingu Tómasar má nota óbreytta til að lýsa því sem gerðist hér hjá okkur og er sem óðast að endurtaka sig.
Kreppuflétta bændahöfðingjans frá Egilsstöðum er vel þess virði að lesa.
29.3.2015 | 17:07
Þakka góð orð, fyrir að hafa einhvern tíman mokað flór og að vera snúningastrákur í búskapnum.
Þegar 100 apar skilja Kreppufléttuna þá fer vitneskjan í yfirvitundina og þá skilja hana allir.
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1266402/
Egilsstaðir, 30.03.2015 Jónas Gunnlaugsson
Bloggar | Breytt 4.4.2015 kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjármálin, peningabókhaldið.
30.3.2015 | 07:19
Sett á blogg hjá Halldóri Jónssyni verkfræðingi.
ooo
Hverjir töpuðu spyrð þú Halldór Jónsson.
Ég spyr, hversvegna tökum við ekki höndum saman, og hættum að láta spila með okkur.
Thomas Jefferson sagði okkur þetta allt saman.
Þetta er auðskilið.
Bólur, "KLIKK, PIKK, BRELLA, BRELLA."
Það eru engi höft á heiðarleg viðskipti.
Flestir töpuðu.
Egilsstaðir, 29.03.2015 Jónas Gunnlaugsson
Og Halldór Jónsson kommenterar:
Jónas
Kreppufléttan sem þú setur fram er háarrétt enda maður þaullesinn í fræðum Tómarsar Jeffersonar sem lýsir hliðstæðri hættu fyrir tvöhundruð árum.
Þið eruð báðir með kórréttan skilning á því sem gerðist og það sem meira er gátuð sagt þetta fyrir
Ætli viðskiptamenn Lýsingar geti ekki kvittað upp á þetta. Nú er búið að dæma Lýsingu í öllum rétti þegar þeir seldu samkvæmt síðustu súlunni en eigandinn fékk ekkert.
(smá skilning, já. jg)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maðurinn, hann veit ekkert?
26.3.2015 | 21:08
Forvitnilegt.
Egilsstaðir, 26.03.2015 Jónas Gunnlaugsson
Rúnar Kristánsson skrifar.
Rétttrúnaðarelíta hvers tíma hefur alltaf hrópað út yfir samtíð sína í upphöfnum hroka sjálfsins:
Við höfum náð hæsta punkti mannlegs þroska, við höfum staðsett okkur nákvæmlega þar og verðum þar áfram !
En ekkert af mannsins hálfu - eins og sér - er eða getur verið varanlegt.
Það liggur í sjálfu sér ljóst fyrir því maðurinn er ekki varanlegt fyrirbrigði og getur aldrei orðið það í eigin mætti.
Tilvera mannsins er honum jafn mikill leyndardómur í dag og hún hefur alltaf verið.
Hann veit ekkert með vissu um tilgang tilveru sinnar !
Hann kemur og veit ekki hvaðan,
hann er og veit ekki hversvegna,
hann fer og veit ekki hvert ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður öllum til góðs að laga fjármálakerfið.
2.3.2015 | 06:35
Það verður öllum til góðs að laga fjármálakerfið.
Um leið og bloggararnir okkar fara að kynna KREPPUFLÉTTUNA
þá skilja hana allir.
Þá losnum við úr álögum.
Af hverju eigum við að vera hræddir við að viðurkenna
að við höfum látið spila með okkur?
Egilsstaðir, 02.03.2015 Jónas Gunnlaugsson
ooo
Hér er blogg frá Halldóri Jónssyni
Ooo
Ég setti athugasemd.
Þarna brást mér bogalistin, einu sinni enn,
vinsamlega henntu þessu út.
(Þarna klúðraði ég athugasemd)
Þetta átti að vera svona.
Greinum "KREPPUFLÉTTUNA" strax.
Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2015 kl. 05:37
ooo
Hér er annað blogg, frá Halldóri Jónssyni
Ooo
Ég setti aðra athugasemd.
Við lagfærum fjármálakerfið strax, með ástúð og umhyggju.
Byrjum núna.
Það er ekki hægt að halda þessum skollaleik (ráni?) áfram.
Skilningur á fjármálunum er að aukast.
Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2015 kl. 05:57
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
gróðurhúsaáhrif
1.3.2015 | 00:33
Þakka þér kennsluna,
Að flýta ísöldinni 4. útgáfa endurskoðuð
Höfundur Vilhjálmur Eyþórsson
fróðleg lesning.
Er hugsanlegt að Suðurskautsjökullinn verði svo þykkur, að hann geti orsakað möndulveltu.?
Getur þrýstingurinn orðið svo mikill að jökullinn verði meira fljótandi neðst við bergrunninn?
Gætu einhverjar orku sveiflur í sólkerfinu á nokkur þúsund, eða tugþúsund ára frest ýtt við ísnum?
Mundi þessi ísmassi, þessi kæligeymsla, þá skríða út í hafið og við bráðnunina kæla höfin,
og orsaka ísöld?
Trúlega mundi berggrunnurinn rísa þegar fargið minnkar, og Yfirborð hafana mundi hækka.
Við höfum lesið um að þegar hraun á hnettinum hafa storknað, á mismunandi tímum í jarðsögunni, virðist segulstefnan vera breytileg.
Þetta virðist benda til að segulpólarnir hafi færst til. Einnig höfum við lesið um að í gömlum ritum og sögnum, að skugginn á sólúrinu hafi færst framm, eða aftur.
Til dæmis: Síraksbók 48:23 Á dögum hans færðist sólin aftur og hann lengdi líf konungs.
Jósúabók 10
13Og sólin stóð kyrr og tunglið stöðvaðist uns þjóðin hafði hefnt sín á óvinum sínum. Þetta er skráð í Bók hins réttláta. Sólin stóð kyrr á miðjum himni og nær heill dagur leið þar til hún settist. 14Aldrei hefur slíkur dagur komið.
Ég er víst búinn að spyrja að þessu í tví eða þrí gang.
Egilsstaðir, 01.03.2015 Jónas Gunnlaugsson
Kveður fast að orði.jg
ooo
Að flýta ísöldinni 4. útgáfa endurskoðuð
Höfundur Vilhjálmur Eyþórsson
....Blása á ruglið. Gróðurhúsamenn, Sameinuðu þjóðirnar, þeir vísindamenn sem lögðu nafn sitt við IPCC og ekki síst stjórnmálamenn, safnast saman öðru hvoru til að bjarga plánetunni. Raunverulegur tilgangur þeirra er að þenja út eigin völd, leggja á nýja skatta og allra helst leggja drög að einhvers konar alheimsstjórn þar sem þeir sjálfir hafi völdin. Um þessar samkundur er best að hafa orð Ólafs pá í Laxdælu: Það vil eg að þeir ráði sem hyggnari eru. Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna ráð er þeir koma fleiri saman.
H.C. Andersen misskildi almenning gjörsamlega þegar hann segir að fólkið hafi farið lúpulegt heim eftir að barnið hrópaði. Þetta er rangt. Fólkið hefði ráðist að barninu, skammað það og svívirt. Síðan hefði drengurinn hlaupið grátandi heim meðan fólkið hélt áfram að hylla keisarann berrassaða. Þannig var a.m.k. um okkur sem reyndum að benda fólki á í kalda stríðinu, hvers kyns föt það voru sem vefararnir Marx og Lenín höfðu saumað á keisarana í Kreml. Það kostaði einungis fasistastimpil. Ástandið nú er ekki ósvipað. Það stríðir gegn pólitískri rétthugsun að malda í móinn gegn gróðurhúsablaðri umhverfisverndarsinna og er raunar álíka viðsjárvert og að hallmæla konum, hommum, svertingjum, dvergum, feitu fólki eða öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni. En í þessu máli eins og þá mun tíminn leiða í ljós hver hefur á réttu að standa....
Bloggar | Breytt 2.3.2015 kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)