Ríkisúrvarpið, sýndi fréttamann CNN ræða skattaskýrslur og slökkti, þegar Trump vísaði þessum fréttamanni frá. Ég átti von á að Trump segði okkur sína skoðun og framtíðarhugmyndir. Mega Íslendingar ekki heyra hvað forseti Bandaríkjanna leggur til?

Ég fór og fylgdist með kvöldfréttunum hjá RUV, Ríkisútvarpinu, þann 07.11.2018 og ætlaði að sjá hvað forseti Bandaríkjanna hefði að segja. 

Þá sýndi Ríkisúrvarpið, fréttamann CNN reyna að koma umræðunum yfir í tal um  skattaskýrslur. 

Ég átti von á að Trump segði okkur sína skoðun og framtíðarhugmyndir.

Ríkisútvarpið slökkti á fréttinni, þegar Trump hafði vísað þessum fréttamanni frá. 

Af hverju mega Íslendingar ekki heyra hvað forseti Bandaríkjanna leggur til málefnanna? 

Ég nálgast 84 ára aldur, og hefði getað nýtt íslenskan texta á ræðu forsetans.

Hefur Ríkisútvarpið fengið fyrirmæli um, að fá aðeins umsagnir frá andstæðingum Bandaríkja forseta?

Er Ríkisútvarpið okkar virkilega að falsa fréttir, getur það verið? 

Sagt var í viðtölum, í Kastljósi, að Trump Bandaríkja forseti væri ekki vinsæll í skoðanakönnunum. 

Hvernig getum við á Íslandi sem heyrum alltaf fréttir frá andstæðingum forsetans en ekkert frá þeim sem standa með honum, gefið honum jákvæða umsögn.

Um helmingur kjósenda styður forsetann, af hverju fáum við ekki að heyra að minsta kosti helming af jákvæðum fréttum um forsetann? 

Ríkisútvarpið flutti fréttir af því að Trump hefði kastað kastað pappírsrúllum í fólkið í Costaríka.

slóð

Hér er Trump að kasta rúllunni sem konan bað hann að kasta til sín. Þarna var verið að dreifa hjálpargögnum. Við munum hvernig heimspressan, og jafnvel Ríkisútvarpið, sögðu eitthvað á þessa leið. Hugsið ykkur, hann kastaði rúllum í fólkið í Costa Rika.

Trump fór sjálfur að afhenda hjálpargögn, og þá hrópaði kona út í hópnum, kastaðu til mín, kastaðu til mín. Trump svaraði að bragði, og kastaði rúllu sem hann var með í hendinni til konurnar. Hví reynir the "Corporate controled Media, að niðurlægja Trump?

Öll umræða um skatta er til lítils fyrr en stjórnsýsla Bandaríkjana, hefur skýrt málefnið. 

Ríkisútvarpið getur haft sér umræðu um skattaskýrslur, en þær verða aðeins útkljáðar með stjórnvalds rannsókn. 

Egilsstaðir, 08.11.2018  Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónas.

Ræðuna finnur þú hér:

https://www.youtube.com/watch?v=dqAqHgD60Ro

Til að fá hana yfir á íslensku:

CC > hjól > velja subtitle > velja autotranslate fyrir neðan.

Trú þú engum svo
að þú trúir ekki sjálfum þér betur,
því margur er vandsénn, segir í Grettissögu!

Þarna getur þú sjálfur sannfærst um hvað sagt var og
þarft ekki aðra til að segja þér eitt né neitt í því efni.

Lifðu heill!

Húsari. (IP-tala skráð) 8.11.2018 kl. 04:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, vinur, í hverri viku sem líður er Ríkisútvarpið "okkar "virkilega að falsa fréttir! Þess vegna eru tvenn Facebókar-samtök helguð eftirliti með þeim brotamálum þessa eina Rúv! Þau nefnast: 

Eftirlit með hlutleysi RÚV = https://www.facebook.com/groups/230776955164/ (1.156 meðlimir)

og þau nýrri: Eftirlit með hlutdrægni rúv = https://www.facebook.com/EMHRUV/ (362 líkar við þá Fb-síðu)

Látum þau, sem lögðu undir sig þjóðarútvarpið (einkum Fréttastofu Rúv), ekki komast upp með þessa misnotkun þess öllu lengur!

PS. Misnotkunin kemur fram í svo mörgu, m.a. í ljótu myndavali af þeim, sem Rúvurum er illa við (m.a.s. Fréttablaðið stendur sig mun betur í þessu) og oft í geðþóttafullu vali á tilvitnunum í viðkomandi, sem gjarnan eru þá gerðir afkáralegir eða út úr kú og fá sjaldan að njóta sín. Trump er þar líklega algengasta skotmarkið.

Jón Valur Jensson, 8.11.2018 kl. 04:40

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er verulega gott að hlusta á þessa ræðu Trumps, sem Húsari miðlaði hér, https://www.youtube.com/watch?v=dqAqHgD60Ro

og að stækka skjámyndina. Þar sjá menn öfgalausan forsetann fara yfir málin og alls ekki víkja nánasarlega að demókrötum, pólitískum andstæðingum sínum (t.d. Pelosi).

Jón Valur Jensson, 8.11.2018 kl. 06:03

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skv. vefsíðu N.Y. Times (nytimes.com) virðast Repúblikanir vissari en Demókratar með sigur í kosningum til Öldungadeildarinnar í Florida og Arizona. Í báðum ríkjum er búið að telja 99% atkvæða.

Í Florida eru Rep. komnir með 4.063.095 atkv., 49,7%,

en Demókratar með 4.016.131 atkv. eða 49,1%.

Í Arizona eru Rep. komnir með 856.848 atkv., 49,4%,

en Demókratar með 839.775 atkv. eða 48,4%.

Jón Valur Jensson, 8.11.2018 kl. 06:10

5 Smámynd: Már Elíson

Þú skalt nú ekki vera manískur útí RÚV eins og JVJ og svoleiðis mannkerti. Það er eðlilegt í öllum fréttatímum og eða fréttapistlum að einhversstaðar sé klippt á. Sérstaklega þegar um dusilmenni og mannleysu eins og Trump er að ræða. Hann mun ekki fegra forstesögu USA og er í reynd alversti forseti USA frá upphafi. Hann komst ekki þarna inn vegna mannkosta og það vita þeir menn sem hafa eitthvað annað en hafragraut í hausnum á sér.

Már Elíson, 8.11.2018 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband