Leitað lausna

Leitað lausna 

Þakka þér Húsari.

Ýtarlegra svar.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1424864/#comments

Margt bendir til að engin af „okkur“ með jarðarbúa þroska,

geti komist á áfangastað vegna réttlætis, eða verka.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229554/

Þess vegna sagði hann:

Jóhannesarguðspjall 14:6
Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.

oooo

Þetta hér sýnist mér að sé alfa og omega.

Jesaja 58:6-11

Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok,

það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð.

Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér.

Þá munt þú kalla á Drottin, og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: "Hér er ég!" Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum,

10 ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur.

11 Þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðja þig, þótt þú sért staddur á vatnslausum stöðum, og styrkja bein þín, og þá munt þú verða sem vökvaður aldingarður og sem uppsprettulind, er aldrei þrýtur

Egilsstaðir, 11.08.2014  Jónas Gunnlaugsson

http://www.herad.is/y04/1/2013-01-01-ljos-skina.htm

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónas.

"Margt bendir til að engin af „okkur“ með jarðarbúa þroska,
geti komist á áfangastað vegna réttlætis, eða verka."

Þetta sjónarmið þitt er rækilega undirstrikað í fyrstu þremur köflum Rómverjabréfsins; menn eru ekki réttlættir af lögmálinu, verðskuldan er ekki þar eða stjórnast af verkum, heldur fyrir trú.

Þannig upphefur Nýja lögmálið það sem var í skilningi GT.

(Rómverjabréfið er augljóslega skrifað af löglærðum manni,
þar er kjarni kristninnar sóttur og varinn af krafti og minnir
um margt á lagaflækjur í Íslendingasögum en sá samanburður
er þó ósannur og ekki marktækur því ljós þess (Rómverjabréfsins) stendur hátt á ljóstikunni og veitir yfirsýn sem í raun fáum ef nokkrum er gefin)

Geri hlé á skriftum að sinni!

Lifðu heill!

 

Húsari. (IP-tala skráð) 12.8.2014 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband