Heimskan

Heimskan

 

Forustu menn fjármálakerfisins, hamast við

að ""bjarga"" tölunum í tölvunum,

sem eru ekkert.

 

Þú getur hent öllum tölunum  í dag,

og búið þær til aftur eftir viku.

 

Einhver segir, það er minn lífeyrissjóður.

 

Ég segi, þú étur ekki tölur í tölvu.

 

Á sama tíma er fólkið látið hætta að vinna,

 við að búa til vörur og þjónustu

með huga og höndum.

 

Vinna huga og handa og landsins gæði,

er það eina, sem verður verðmæti.

 

Vel rekið þjóðfélag þar sem allir framleiða vörur og þjónustu

og nýta landsins gæði, getur greitt lífeyri.

 

Tölurnar í fjármálakerfinu eru einskins virði,

ef við stöðvum dugnað Jóns og Gunnu.

 

Jón og Gunna geta ekki séð um þig,

ef þú rænir þau og leyfir þeim ekki að framleiða

vörur og þjónustu fyrir okkur öll.

 

Einhversstaðar stendur, þú skalt ekki múlbinda uxan

 þegar hann þreskir. **

 

Það vantar ekki að það er löngu búið að segja okkur þetta

en nú virðist sem það sé tíska að lesa sér ekki til

og fara ekki eftir reynslu aldanna.

 

Það hlægir mig að ef við göngum ekki gömlu (reynslu) göturnar,

þá stöndum við sem glópar og skiljum ekki neitt.

 

http://www.herad.is/y04/1/2012-02-18-1916-hugsanaferli.htm

 

**Fyrra bréf Páls til Korintumanna

 

Egilsstaðir, 04.04.2013 jg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband