Slaufukenningin.

Slaufukenningin.

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/bowtheory/slaufukenningin-06.html

Slaufukenningin.

The Bow Theory

Til að gera okkur óháð peningum, gjaldmiðli,

sem einhver mið banki býr til.

Til að gera okkur óháð bankakerfi veraldarinnar.

Til að gera okkur óháð skuldum sem einhver reynir að þvinga upp á okkur.

Við útbúum form, sem býður upp á greiðsluslaufur,

í nánd, í fjarlægð, og milli landa.

Þetta þarf að gerast þannig að hver maður,

geti boðið sína starfsgetu inn í slaufu, slaufur.

Ef gjaldeyriskerfi heimsins, eða hugmyndaheimur okkar,

getur ekki boðið öllum að lifa og starfa í þjóðfélögunum,

þá er eitthvað að.

Þá verðum við að breyta kerfinu, þessum hugmynda heimi,

þannig að allir geti verið með.

Þú átt að búa til formið.

Meira seinna.

Egilsstaðir, 16.09.2009

JG

---------------------------------------------------

Hér fyrir neðan er slaufa, bow.

Hvað er gjaldeyrir, hvað gerir gjaldeyrir

og til hvers er gjaldeyrir. (hér peningur)

Gjaldeyrir er verkfæri,

til að létta mönnum að koma framleiðslu sinni í verð,

það er í aðra framleiðslu, vöru eða þjónustu.

Klukkan 13:00

Gengill kom í Gistihúsið á Egilsstöðum, og greiddi herbergi fyrir tvo í 10 daga, á

200.000 kr

Klukkan 13:15

Gistihúsið notaði þessar upphæð til að greiða skuld hjá Mjólkurbúinu á Egilssöðum,

200.000 kr

Klukkan, 13:30

Mjólkurbúið greiddi Húsasmiðjunni á Egilsstöðum byggingavöru skuld, að upphæð

200.000 kr

Klukkan 13:45

Húsasmiðjan borgaði ógreidda gistingu, á Gistihúsinu á Egilsstöðum,

200.000 kr

Klukkan 14:00

Gengill kom og, sagðist þurfa að fara á fund á Akureyri, og hvort hann gæti ekki hætt við,

og fengið endurgreiðslu, sem hann og fékk,

200.000 kr

Þarna kom Gengill með 200.000 kr í eina klukkustund, og veldur því,

að aðilar geta greitt hver öðrum skuldir sínar.

Allir sæmilega ánægðir.

Þú getur einnig sagt að Gistihúsið hafi fengið lán í bankanum klukkan 13:00

og greitt það aftur klukkan 14:00,.

Þá tekur bankinn að vísu vexti.

Gjaldeyrir er verkfæri,

til að létta mönnum að koma framleiðslu sinni í verð,

það er í aðra framleiðslu, vöru eða þjónustu.

Egilsstaðir, 25.07.2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband