Verðtrygging, 19.01.2009

Verðtrygging, 19.01.2009

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/0-verdtr/verdtrygging.htm

Sett á blogg til upplýsingar

Verðtrygging

Lánin lækka við hverja einustu greiðslu.

Verðtryggt lán er verðtryggt við krónuna, daginn,

sem þú tekur lánið.

Þú tekur að láni eina spýtu, einn sementspoka og eina vinnustund,

á verðinu sem er á lántökudaginn, að vísu fleiri vörur,

til að ekki sé reynt að greiða niður vísitöluvörurnar.

Þegar þú greiðir af láninu, er greiðslan ein spýta, einn sementspoki,

og ein vinnustund, á verði greiðslu dagsins, í 20, 30 eða 40 ár.

Þegar sagt er að lánið hafi hækkað, þá hefur krónufjöldinn aukist,

en í verðminni krónum.

Vandamál lántakenda er, að núna í kreppunni, hækka launin,

í verðminni krónum, en ekkí í samræmi við verðhækkanir.

Eftir tvö til fjögur ár má búast við að launin hafi náð verðtryggingunni.

Hjálpin getur falist í því að greiðslurnar miðist við launin,

og færist aftur fyrir.

Árið 1983-4, hækkuðu launin um 50% en verðtryggðu lánin um 90%.

Þá fengu lántakendur hjálp og eins ætti að gera nú.

Einhver fékk 90000 kr útborgaðar á mánuði og fór það allt í lánin.

Konan vann fyrir matnum.

Hjálpin miðist við fjölskyldur, tekjur, og aðstæður. Örugg heimili og húsin,

eignirnar, í notkun.

Kaupgreiðslurnar í verðminni krónum, verða til þess,

að atvinnuleysi er mun minna.

Ef við lítum til Evrópu þar sem Evran er gjaldmiðill,

þá er atvinnuleysi að staðaldri 5-10-15 %.

Ef litið er á aldurinn 18 til 30 ára, þá er atvinnuleysið 15-20-25%.

Sumir hafa aldrei haft vinnu, lifa í óöryggi og eru hættir að þora að eignast börn.

Heyrist, að 50% af íbúum einhverra landa séu 50 eða 60 ára,

komnir úr barneign, þeim fækkar.

Það er hálf broslegt að þeim væri fyrir bestu að fá okkar krónu,

til að geta haft alla, fleiri, í vinnu.

Þessar tölur eru eftir minni, og ber að líta það þeim augum.

19.01.2009, jg



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband