Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

Landsbankahús við Hörpu.

Landsbankahús við Hörpu.

Grín.

Ef bankinn byggir 10 miljarða hús, þá aukast eignir bankans um 10 miljarða.

Bankinn „lánar“ það er bannkinn skrifar bókhald, tölu í „Sjóð-0“

SJÓÐUR "0"

000

Reglur Seðlabankans eru breytilegar, en þjóna fyrst og fremst eigendum bankanna.

Við hugsum okkur aðgerðirnar í augnablikinu svona.

000

Bankinn „lánar,“ skrifar aðeins töluna, úr sjóði-0.“

og leggur 10 miljarða inn á reikning fasteignafélags bankans, í bankanum.

Þá getur bankinn „lánað út“ prentað út ca. Tífalda þá upphæð, eftir reglunum.

Þessa peninga færir bankinn síðan á reikning byggingafélagsins sem byggir bankann, og þá er hægt að lána þá upphæð út 10 sinnum aftur.

Síðan þegar byggingin er full kláruð er komin eign á móti „skuldinni,“ sem var aðeins skrifuð tala.

Trúlega er bókfærslan 10 miljarða „skuld“ aðeins tala, og svo eign á 10 miljarða.

Tíu miljarðar skuld, það er mínus og eignin 10 miljarðar plús.

10-10= 0 sama sem engin skuld.

Bankinn hefur aðeins eignina.

Trúlega verður skuldin látin standa í bókhaldinu, á móti eigninni.

Að sjálfsögðu er þetta grín.

Getur einhver skýrt þetta fyrir mér.

Egilsstaðir, 28.07.2015 Jónas Gunnlaugsson

Hef ekki tíma til að gera þetta verð að hlaupa.


Aðeins að haga sér skinsamlega.

Aðeins að haga sér skinsamlega.

000

Sett á bloggið hjá Bjarna Jónssyni

Raforkumál landsins í ólestri

000

Þú nefnir að við töpum miljörðum á því að byggja ekki háspennulínur.

Ef við hefðum Háspennulínu frá Kárahnjúkum í efstu virkjun í Þjórsá, þá gætum við sent orku til og frá Þjórsársvæðinu og Kárahnjúkum, eftir því hvar þarf að fylla í lón, eða hvar þarf að hleypa vatni fram hjá virkjun.

Þessa háspennulínu má svo taka niður eftir 50-100 ár eftir því sem tæknin breytist.

Að sjálfsögðu leggjum við einnig góðan veg frá Kárahnjúkum yfir á Sprengisand.

Þá minnkar utanvega akstur og vetrar umferðin um hálendið fer beint af snjónum yfir á veginn.

Þegar gýs næst í Holuhrauni, getum við nálgast gosið, bæði að austan og að vestan.

Ekki skaðar, að ef að hraun fer yfir hringveginn, þá er þetta varaleið.

Við skulum ekki gleyma því að við erum hluti af náttúrunni líka.

Orkubyltingin

Egilsstaðir, 20.07.2015 Jónas Gunnlaugsson


Endurskipuleggja strax, en hugsa þrisvar.

Endurskipuleggja strax, en hugsa þrisvar.

Ekki fara í gamla úrelta tækni.

"Allavega, fara líka í það sem þú hefur ekki leitt hugann að núna???"

Hér er flest í “Nú-staðreynda-trúarmanna stíl, sem er mjög gott, en ekki má gleyma „Sköpurunum.“

Ath. samhliða Orkubyltingin ,.

Þarna á "TED," er fullt af slóðum á forvitnilegt efni.

Einhverjir ættu að skoða þetta og kenna okkur hinum.

Egilsstaðir, 16.07.2015  Jónas Gunnlaugsson

000

A 40-year plan for energy

TEDSalon NY2012 · 27:10 · Filmed Mar 2012 Subtitles available in 21 languages View interactive transcript

http://www.ted.com/talks/amory_lovins_a_50_year_plan_for_energy

 


Orkubyltingin

Orkubyltingin

Breytan

Kjartan Garðarsson skrifar í Morgunblaðið, bls. 27, 11.07.2015.

000

Þarna skrifar Garðar um lausnir „Skaparanna,“ í stað stöðnunar eða afturfarar hjá „Nú staðreynda trúar fólkinu. *jg

Fleiri slóðir

Skapararnir og Nú staðreynda trúar fólkið. Jg

Það er enginn orkuskortur, ef við notum heilann, hugsunina, andann. jg

Ég hefði helst viljað birta greinina í heild, fyrir þá sem hafa ekki tækifæri til að lesa, það frábæra blað, Morgunblaðið. jg

000

Garðar skrifar:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1560116/?item_num=0&searchid=83286e794b827655c96e959a88ffbb191f960949

„Orkubyltingin mikla er að hefjast.“

Það sem er sérstakt við þessa kjarnaofna er að þeir geta notað þóríum, úran og plútón sem eldsneyti og breyta allt 99% orkunnar í varma í stað 2-3% nýtingar eins og hún er í dag.

Og það þarf ekki að auðga úranið.

Það þýðir að þessir kjarnaofnar eru allt að 100 sinnum betri en þeir sem notaðir eru í dag og margfalt umhverfisvænni.

Úrganginn frá þeim þarf einungis að geyma í fáeina áratugi í stað tugþúsunda ára.

Og það sem meira er:

Úrganginn frá núverandi kjarnaofnum ásamt kjarnorkuvopnum má vel nýta sem eldsneyti.

Það er stórt, vistvænt framfaraskref út af fyrir sig.“

***

Breytt staða

Frumefnið þóríum heitir í höfuðið á norræna þrumuguðinum Þór.

Það er kannski táknrænt að þóríum mun væntanlega hafa mikil áhrif hér á Sögueyjunni.

Í mínum huga er það þannig að við höfum um þrjú ár til að fá hingað orkusækinn iðnað.

Eftir það fer varla nokkur norður í Ballarhaf til að ná sér í orku.

Enginn veit því fyrir víst í hvaða stöðu við verðum til að semja um raforkuverð eftir nokkur ár.“

Þetta skrifar Kjartan Garðarsson.

000

slóð

Frosti Sigurjónsson

Þóríum kjarnorka

http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/frostisig/1248624/

000

* Við erum vonandi allir,  með báða þessa eiginleika,

"Skaparann" og "Nú staðreyndatrúar" manninn.

Egilsstaðir, 13.07.2015 Jónas Gunnlaugsson


Fé almennings, fé í lífeyrissjóði.

Fé almennings, fé í lífeyrissjóði.

Sett á bloggið hjá Ómari Ragnarssyni

Andi Hrunsins aftur kominn á kreik?

000

Fé almennings, fé í lífeyrissjóði.

„Og núna fyrir fé almennings,“

fé er bókhald,

Allir peningar eru bókhald,

Bókhaldið er ávísun á vinnu og hugsun fólksins,

og náttúruauðlindir.

000

„Fé í lífeyrissjóði“

Fé, bókhaldstala í lífeyrissjóði er aðeins bókhald.

Með öðrum orðum, lífeyrissjóðurinn er aðeins hugmynd, tala í tölvu.

Það eina sem getur (greitt þér lífeyri,) annast þig,

er þróttmikið þjóðfélag, þar sem fólkið framleiðir vörur og veitir þjónustu.

Þá er eitthvað til fyrir þetta bókhald, það er lífeyrissjóðinn, til að ávísa á.

Egilsstaðir. 11.07.2015 Jónas Gunnlaugsson


Eiga lífeyrissjóðir að eiga álver?

Eiga lífeyrissjóðir að eiga álver?

Ég veit það ekki, og ég er hugsi.

000

Þegar útlendur aðili kemur og byggir álver, fyrir sína peninga, sitt bókhald, verður sjálfur að standa skil á endurgreiðslu, þá reynir aðilinn að láta verksmiðjuna vera í rekstri.

Ef íslenskur lífeyrissjóður lánar í verksmiðjuna, og það kemur erfitt rekstrartímabil, þá er trúlegt að erlendi aðilinn reyni frekar að halda sinni verksmiðju í útlandinu gangandi.

Ekki er ólíklegt að sagt yrði við íslenska lífeyrissjóðinn.

Þú getur hirt verksmiðjuna, eða lækkað skuldirnar og vextina.

Þitt er valið.

Egilsstaðir, 11.06.2015 Jónas Gunnlaugsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband