Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Eldur og brennisteinn

Ég hitti Kolbein kaptein í morgun.

Hann sagði „eldur og brennisteinn“ og urraði gríðarlega.

 

Þú ætlar ekki að láta þér segjast og láta af heimskunni.

Hvaða læti eru þetta maður, sagði ég.

 

Það stendur í Dagblaðinu, þann 11.06.2015 að Kröfuhafar gefi eftir mörg hundruð miljarða,

og að „Stöðugleikaskattur“ myndi skila 850 miljörðum.

Einnig er sagt að skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um þriðjung.

Og svo kom þetta venjulega hjá Kolbeini kapteini, „eldur og brennisteinn, urr.

 

Þetta eru ekki skuldir ríkisjóðs, þetta eru skuldir einkabankana sem voru settar yfir á ríkið.

 

Nú þykjast einkabankarnir ætla að greiða í skatt upp á 850 miljarða, „eldur og brennisteinn.“

 

Banki getur aldrei greitt skatt, fjármálastofnunin skrifar bara bókhaldstölu, sem er ávísun á þína vinnu og þinn gjaldeyrir, „eldur og brennisteinn.“

 

Þú ert þöngulhaus, „eldur og brennisteinn.“

 

Ég Kolbeinn kafteinn sjálfur, leit í DV frá því ´12.-15.06.2015, og þar stendur.

000

Framlag „hrægammasjóða“ til ríkissjóðs, allt að 700 miljarðar, „eldur og brennisteinn.“

Hvernig getur „hrægammasjóður“ sem hringlaði í peningabókhaldi, og hugarskilningi þínum, borgað eitthvað, með bókhaldi, sem er ávísum á þinn gjaldeyrir og þína vinnu, „eldur og brennisteinn.“

000

Ekki nóg með það.

Þú seldir einnig „Hrægammasjóðunum“ bankana og þá gátu „Hrægammasjóðirnir búið til bókhald sem var ávísun á þína vinnu og þinn gjaldeyrir, þú kallar það „peninga,“ „eldur og brennisteinn.“

000

Þarna skrifuðu bankarnir, „hrægammasjóðirnir“ hundruð eða þúsundir miljarða bókhald fyrir þig, til að leggja veg, byggja höfn, byggja fjölda hótela, og öll voru þessi verkefni harla góð, „eldur og brennisteinn.“

000

Allt þetta „peningabókhald“ varð þá eign bankana, sem þú „seldir,“ gafst hrægammasjóðunum.

000

Þú getur aldrei selt banka, hann skrifar töluna aðeins í bókhaldið, og krónutalan er aðeins ávísun á þína vinnu og þínar eignir.

Og síðan heldur bankinn áfram að prenta bókhald, og vill að sjálfsögðu fá allan gjaldeyri sem þú getur skapað með sjávarútveginum, ferðaþjónustunni, stóriðjunni og líka allan gjaldeyri sem þú tekur að láni.

000

Þú ættir að þekkja þetta.

Það var allt hirt af þér 2008.

000

Skuldir einkabankana voru settar á ríkið.

Eignir heimilanna og fyrirtækjanna voru hirtar með Kreppufléttunni.

000

Kreppufléttan, endurtekið

Hvað þarf ég að tyggja þetta lengi í þig, „eldur og brennisteinn“

000

Æ, heyrðu mig Kolbeinn kapteinn.

Ég skal reyna að læra þetta, og ég skal líka fara með faðirvorið mitt og biðja um meiri skilning.

Urr, urr, „eldur og brennisteinn.“

Laga seinna.

Egilsstaðir, 12.06.2015 Jónas Gunnlaugsson

 


Breytum fjármálakerfinu.

Breytum fjármálakerfinu.

Björn Jónsson skrifar.

Skjaldborg um spilaborg

Þarna virðast einkafjármálafyrirtæki hafa neytt almenning í hinum ýmsu löndum til að taka á sig skuldir einkafjármálafyrirtækjanna.

Skuldirnar voru til komnar vegna svindl verðbréfa sem einkafjármálafyrirtækin höfðu selt fram og til baka.

Það voru engin verðmæti á bakvið bréfin, þau voru aðeins leikflétta, það er spilapeningar.

000

Til viðbótar við verðbréfasvindlið, beitti fjármálakerfið svika kreppufléttunni sem Tómas Jeffersson, skýrði fyrir okkur, til að ná eignum heimila og fyrirtækja.

Kreppufléttan, endurtekið

Þetta hefur orðið til þess að margir hafa lesið sér til um fjármálakerfið, og skilja það betur en áður.

000

Nú sjáum við að vel er hægt að breyta fjármálakerfinu þannig að það vinni fyrir fólkið, en ekki fyrir einhver brask fyrirtæki.

000

Þá bregður svo við að einkafjármálafyrirtækin segjast geta skrifað tölur í bankabókhaldið,* sem við getum notað til að greiða skuldir sem einkafjármálafyrirtækin svindluðu á ríkiskassa þjóðanna, það er fólkið.

000

Þetta er að sjálfsögðu gert til að reyna að koma í veg fyrir,

að við breytum núverandi svindl kerfi.

000

Auðvitað breytum við fjármálabókhaldinu.

Frost Sigurjónsson virðist vera eini þingmaðurinn sem hefur tekið upp hanskann fyrir fólkið í landinu.

000

Nú skulum við öll læra um fjármálasvindlið, og breyta svo fjármálakerfinu.

Hugsa fyrst vel og vandlega og breyta svo.

000

Peningakerfið, peningabókhaldið er mjög einfalt.

Ég flæki það af ásettu ráði til að enginn skilji það.

000

Ungmennafélagsvitundin, breytti ýmsu á Íslandi.

Við eigum að nota sama anda til að endurskapa fjármálakerfið á Íslandi.

 

Egilsstaðir, 12.06.2015 Jónas Gunnlaugsson

*Við vitum að peningur er aðeins bókhald.


Evrópa verður að fá "íslenskt orkuverð," ekki okurverð frá Íslandi

Athugasemd sett við „þanka“ Péturs Blöndal í internets pistlum Morgunblaðsins.

Einhverra hluta vegna, gengur mér illa að koma þessari athugasemd inn.

Athuga það á morgun hjá Morgunblaðinu.

http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/peturb/1789108/

Evrópa verður að fá "íslenskt orkuverð," ekki okurverð frá Íslandi

Við verðum að taka með í reikninginn að hátt orkuverð í Evrópu er að setja Evrópu á hausinn.

Evrópsk heimili og fyrirtæki, vöruframleiðslan í Evrópu, verður að fá "íslenskt orkuverð " það er orku á lágu verði.

Evrópa í rústum eftir skammsýna fjárfesta, borgar ekki hátt raforkuverð til framtíðar.

Evrópa á að setja sína hugsuði, sína "skapara" í að hugsa upp nýja Evrópu.

"Skaparinn," hugsuðurinn skapar gnægð með mun minni tilkostnaði.

Fjárfestinum nægir oftast að skapa sér meira "bókhald" með tölutilfærslum.

Stundum er það kallað að selja verðbréf fram og til baka.

Þessir þankar eins og Pétur Blöndal kallar sína umfjöllum eru bráð nauðsynlegir, til að við gleymum ekki að skapa heiminn sem við viljum búa í.

Egilsstaðir, 10.06.2015 Jónas Gunnlaugsson

 


Ég hirti af þér allar eignir í landinu.

Ég hirti af þér allar eignir í landinu.

Ég skrifaði bókhaldstölu 1000 miljónir króna.

Ég vil að þú látir mig hafa gjaldeyrir fyrir þessar 1000 miljarða króna.

Ég vil fá gjaldeyririnn sem þú færð fyrir fiskinn, orkuna og ferðaþjónustuna.

Nú segi ég þér að þú getir fengið skatt frá mér upp á 1000 milljarða í krónum.

Þá er ég að segja þér að ég skrifa 1000 miljarða tölu á tölvuna.

Þessi tala er bókhaldstala.

Þessi bókhaldstala er ávísun á þína vinnu og þínar auðlindir.

Það er, ég þykist borga þér skatt, með því að ávísa á þig.

Skilur þú þetta ekki?

Þá skalt þú fara með faðirvorið þitt og biðja um skilning.

Ég hef sagt þér þetta allt áður og hér ættu að koma slóðir.

Hef ekki tíma.

000

Ég fjárfestirinn, tók allar eignirnar með „KREPPUFLÉTTUNNI“ hans Tómasar Jefferssonar.

Kreppufléttan, endurtekið

Ég hef peningaprentunina í bönkunum, fjármálastofnunum.

Ég keypti bankana, Landsbankann með láni, bókhaldi frá Búnaðarbankanum og Búnaðarbankann með láni, bókhaldi frá Landsbankanum.

Þá skuldar Búnaðarbankinn Landsbankanum og Landsbankinn Búnaðarbankanum sömu upphæð.

Með öðrum orðum, ég jafna það í huganum, það er að það er engin skuld.

Skuldin, bókhaldið fyrir bankakaupin er fyrir þig, til að þú trúir að ég hafi greitt fyrir bankana.

Ég spila alltaf á þig.

Ert þú sáttur?

Kanntu ekki að skammast þín?

Er ég þú eða ert þú ég?

 Ekki fyrir löngu hafði fjármálafyrirtæki "grætt" 12 eða 13 miljarða USD

(13 billion)

á svindli með verðbréf, og greiddi svo 550 miljónir USD í sekt.

Þarna hafði verið velt vöngum um að þeir væru ekki sóttir til saka fyrir svindl.

Þeir drifu því í því að láta sekta sig, til að sýna að þeir yrðu líka að fara eftir lögunum.

Að vísu var sekti aðeins brot af gróðanum, svindlinu.

Bankinn bjó til bókhaldstöluna úr engu á augnabliki og borgaði sektina með því að leggja hana, 550 miljónir dollara inn á reikning stílaðan á trúlega ríkið.

Þá gat bankinn að sjálfsögðu eftir lögunum lánað upphæðina inn á reikninga annarra viðskiptavina, og svo annarra og svo annarra, og áfram endalaust.

Ég á þetta einhversstaðar og ætla að leita.

SLÓÐIR

Aflátssala, vegna stóru bankanna 

Heimsbankarnir??

 

Egilsstaðir, 09.06.2015 Jónas Gunnlaugsson


Landsvirkjun er - samvinnufyrirtæki - fólksins í landinu.

 

Landsvirkjun er “samvinnufyrirtæki“ fólksins í landinu.

000

Sett á bloggið: Bjarni Már Gylfason

http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/bjarnigylfason/1767225/

000

Landsvirkjun skapar fólkinu og fyrirtækjunum sem fólkið vinnur í, raforku á „kostnaðarverði“ + endurnýjunar og framþróunarkostnað.

Ef við ætlum að gera svonefndum “fjárfestum“ mögulegt að bæta svo sem 30% ofan á okkar íslenska orkuverð , þá minnka ráðstöfunartekjur fólksins, heimilanna og fyrirtækjana.

Heimilin yrðu að kaupa minni bíl eða spara á öðrum sviðum.

Fyrirtækin yrðu að spara, til dæmis í launum, og lækka laun í landinu á móti hækkun á orkuverði.

Þá væri komið sama ástand á Íslandi og í Evrópu, það er svo hátt orkuverð að hlutar af framleiðslunni flyttist út úr landinu.

Það þekkist að heilu kynslóðirnar lifi á bótum, og hafi aldrei fengið atvinnu.

Aldrei að borga fjárfestum fyrir að skrifa tölu, bókhald, við gerum það sjálfir.

Kennum Evrópu að vera sjálfbjarga með orkuvinnslu, og að fá íslenskt verð á orkuna.

Við verðum að sjálfsögðu að bjóða samkeppnishæft orkuverð.

Evrópa verður einnig að bjóða samkeppnishæft orkuverð.

Það er enginn orkuskortur,

Orka, vistvæn.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1698882/

Það er enginn orkuskortur, ef við notum heilann, hugsunina, andann.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1384696/

Egilsstaðir, 03.06.2015 Jónas Gunnlaugsson


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband