Íbúðalánasjóður í varnarstöðu. " Árás?"
27.11.2012 | 20:06
Alltaf erum við plataðir.
http://www.herad.is/y04/1/2012-11-27-ibudalan-platadir.htm
Margir segja í dag að verðtryggð lán séu varhugaverð.
Margir hafa farið frá Íbúðalánasjóði, sjóðurinn er með verðtryggð lán.
Verðtrygging var talin gáfulegust, en í dag er óverðtryggðalánið
talið gáfulegast.
Þetta er ekki rétt, óverðtryggðalánið er mun verra.
Hér er aðeins verið að eyðileggja Íbúðalánasjóð.
Aðilar sem skilja hvorki upp né niður í fjármálum,
eru að skýra þessi mál.
Hverjir heldur þú að eigi fjölmiðlana.
Eftir að búið er að auglýsa þessar skýringar,
þá komum við í fjármálageiranum og björgum fólkinu
frá verðtryggingunni.
Þá kemur bankinn og segir.
Við þjónum alltaf viðskiptavininum,
gerðu svo vel hér er óverðtryggt lán.
Bankanum er alveg sama hvað lánið heitir.
bankinn vill aðeins fá öll verðmæti sem verða til í þjóðfélaginu.
Allir sem skilja lánin vita að af tvennu illu eru verðtryggðu lánin betri.
En í svona kreppu, bankafléttu
sem er gerð til að hirða allar eignir í þjóðfélaginu,
verðum við að læra að skilja hvernig eignirnar
eru færðar frá lántakendum.
Ámynning - Eignirnar færðar úr fasteigninni yfir í töluna sem bankinn skrifaði í tölvuna hjá sér.
Hér þarf að setja 5 ára lán 20 milljónir, verðtryggt og óverðtryggt.
Einfaldan útreikning.
Töflu.
Ef við hugsum 20 ára lán.
Í 100% verðbólgu greiðist óverðtryggt lán upp á tveim árum.
Lánið er þá í raun aðeins til eins eða tveggja ára.
Þá verður nánast enginn vaxtakostnaður.
Venjulegur lántakandi getur ekki greitt skuldina.
Þá er betra að eiga góðan að til að borga.
Þeir sem reikna út kostnað við lánið,
finna út að það er mun ódýrara,
enda aðeins til eins eða tveggja ára
Í 100% verðbólgu greiðist verðtryggða lánið með jöfnum greiðslum á 20 árum.
Hér er lánið í raun til 20 ára og vextirnir eru samsvarandi hærri.
Lánið hækkar alltaf í krónum en það eru alltaf
verð minni krónur með hverju árinu.
Skuldin lækkar með hverri greiðslu.
Að sjálfsögðu er þetta svo flókið að þetta er ónothæft.
En af hverju á ég að vera að eyða tíma í þessa útskýringu,
þegar að það er Fjármálakerfið sem er sökudólgurinn.
Verð að hætta.
Egilsstaðir, 27.11.2012 jg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.