Jóhannesarguðspjall, Kafli 14, vers 6 - Velt vöngum um Bíblíuna. Tönn fyrir tönn. Fyrirgefning fyrir fyrirgefningu. EINFALT
16.4.2017 | 09:57
Reglurnar eru allar í gildi
Klikka á slóðina.
Jóhannesarguðspjall, Kafli 14, vers 6
18.3.2012 | 00:26
000
Klikka á slóðina.
Velt vöngum um Bíblíuna. Tönn fyrir tönn. Fyrirgefning fyrir fyrirgefningu. EINFALT
29.5.2015 | 05:45
000
Biblían er skrifuð af mönnum, af öndum, ekki eru allir andar góðir,
Gott er að líta á Biblíuna sem mannkynssögu, á meðan við skiljum lítið.
Í dag er allt í vandræðum, af því að við vanræktum það
sem Kristur var að reyna að kenna okkur.
Hann er ferjumaðurinn, á líkan máta og stjórinn í geimstöðvar ferðunum.
Þú kemst ekki með, nema að þú farir eftir reglunum.
000
Matteusarguðspjall 5
Fjallræðan
1Þegar Jesús sá mannfjöldann gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann og lærisveinar hans komu til hans. 2Þá hóf hann að kenna þeim og sagði:
3Sælir eru fátækir í anda
því að þeirra er himnaríki.
4Sælir eru syrgjendur
því að þeir munu huggaðir verða.
5Sælir eru hógværir
því að þeir munu jörðina erfa.
6Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu
því að þeir munu saddir verða.
7Sælir eru miskunnsamir
því að þeim mun miskunnað verða.
8Sælir eru hjartahreinir
því að þeir munu Guð sjá.
9Sælir eru friðflytjendur
því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
10Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir
því að þeirra er himnaríki.
11Sæl eruð þér þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. 12Gleðjist og fagnið því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina sem voru á undan yður.
Salt og ljós
13Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.
14Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. 15Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu. 16Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.
Nýtt lögmál 17Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. 18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram.
19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki. 20Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea komist þér aldrei í himnaríki.
000
Google leit: Ef þér leitið mín munuð þér Biblían
Jeremía spámaður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig
Biblian.is - Biblían
Sauðárkrókskirkja | 100 ritningarvers - Kirkjan.is
Biblían - Jeremía 29:11-14 Því að ég þekki sjálfur þær... | Facebook
Matteusarguðspjall - Snerpa
Ritningarvers Árbæjarkirkja
Kópavogskirkja | Ritningarvers og gott að kunna
astjarnarkirkja.is Minnisvers
Hefurðu hjarta til að þekkja Jehóva? Varðturninn VEFBÓKASAFN
Ástjörn - Gott efni fyrir gamla og nýja Ástirninga - A S T J O R N . I S
Egilsstaðir, 16.04.2017 Jónas Gunnlaugsson
Messa og tónleikar á skíðasvæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.