Eldur og brennisteinn

Ég hitti Kolbein kaptein í morgun.

Hann sagði „eldur og brennisteinn“ og urraði gríðarlega.

 

Þú ætlar ekki að láta þér segjast og láta af heimskunni.

Hvaða læti eru þetta maður, sagði ég.

 

Það stendur í Dagblaðinu, þann 11.06.2015 að Kröfuhafar gefi eftir mörg hundruð miljarða,

og að „Stöðugleikaskattur“ myndi skila 850 miljörðum.

Einnig er sagt að skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um þriðjung.

Og svo kom þetta venjulega hjá Kolbeini kapteini, „eldur og brennisteinn, urr.

 

Þetta eru ekki skuldir ríkisjóðs, þetta eru skuldir einkabankana sem voru settar yfir á ríkið.

 

Nú þykjast einkabankarnir ætla að greiða í skatt upp á 850 miljarða, „eldur og brennisteinn.“

 

Banki getur aldrei greitt skatt, fjármálastofnunin skrifar bara bókhaldstölu, sem er ávísun á þína vinnu og þinn gjaldeyrir, „eldur og brennisteinn.“

 

Þú ert þöngulhaus, „eldur og brennisteinn.“

 

Ég Kolbeinn kafteinn sjálfur, leit í DV frá því ´12.-15.06.2015, og þar stendur.

000

Framlag „hrægammasjóða“ til ríkissjóðs, allt að 700 miljarðar, „eldur og brennisteinn.“

Hvernig getur „hrægammasjóður“ sem hringlaði í peningabókhaldi, og hugarskilningi þínum, borgað eitthvað, með bókhaldi, sem er ávísum á þinn gjaldeyrir og þína vinnu, „eldur og brennisteinn.“

000

Ekki nóg með það.

Þú seldir einnig „Hrægammasjóðunum“ bankana og þá gátu „Hrægammasjóðirnir búið til bókhald sem var ávísun á þína vinnu og þinn gjaldeyrir, þú kallar það „peninga,“ „eldur og brennisteinn.“

000

Þarna skrifuðu bankarnir, „hrægammasjóðirnir“ hundruð eða þúsundir miljarða bókhald fyrir þig, til að leggja veg, byggja höfn, byggja fjölda hótela, og öll voru þessi verkefni harla góð, „eldur og brennisteinn.“

000

Allt þetta „peningabókhald“ varð þá eign bankana, sem þú „seldir,“ gafst hrægammasjóðunum.

000

Þú getur aldrei selt banka, hann skrifar töluna aðeins í bókhaldið, og krónutalan er aðeins ávísun á þína vinnu og þínar eignir.

Og síðan heldur bankinn áfram að prenta bókhald, og vill að sjálfsögðu fá allan gjaldeyri sem þú getur skapað með sjávarútveginum, ferðaþjónustunni, stóriðjunni og líka allan gjaldeyri sem þú tekur að láni.

000

Þú ættir að þekkja þetta.

Það var allt hirt af þér 2008.

000

Skuldir einkabankana voru settar á ríkið.

Eignir heimilanna og fyrirtækjanna voru hirtar með Kreppufléttunni.

000

Kreppufléttan, endurtekið

Hvað þarf ég að tyggja þetta lengi í þig, „eldur og brennisteinn“

000

Æ, heyrðu mig Kolbeinn kapteinn.

Ég skal reyna að læra þetta, og ég skal líka fara með faðirvorið mitt og biðja um meiri skilning.

Urr, urr, „eldur og brennisteinn.“

Laga seinna.

Egilsstaðir, 12.06.2015 Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband