Misjafnar eru talenturnar.
29.5.2015 | 12:34
Misjafnar eru talenturnar.
Sett á bloggið hjá Halldóri Jónssyni
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/1761898/#comment3574266
Ég er seinn að lesa, og þá kemur einhver snillingurinn og fræðir mig í fáum orðum.
Til dæmis ert þú Jón Valur að fræða mig um Biblíuna, og nefnir bókmenntaform, lagabálka, sagnfræði, ferðasögur, ljóð og ljóðabálka, fræðslurit, bréfaformið, dæmisöguformið, ævisöguformið, kraftaverkasögur, ræður, og Opinberunarbókarformið.
Þarna hefur þú lært ýmislegt sem er gaman og gott fyrir mig að læra af þér.
Einhvern tíman var sagt að Coce auglýsti fjórum sinnum á ári. Þá var talið að fróðleikurinn rynni út úr heilabúinu þannig að auglýsandinn varð að fylla á heilann með hæfilegu millibili.
Þetta segir okkur að þið sem hafið tileinkað ykkur hinn ýmsa fróðleik, verðið að fylla á okkur hina ca. Fjórum sinnum á ári.
Ef þið fyllið ekki á heilan hjá okkur, með ykkar hugmyndafræði, þá gerir einhver annar það með sinni hugmyndafræð.
Ekki er öll hugmyndafræði jafn góð.
Þú þarft að fylla á heilana okkar af kurteisi, með ást og umhyggju að leiðarljósi.
Og þú Mofi, þetta er til þín líka.
Við þurfum líka fræðara í dag.
Hér á að koma bros.
Egilsstaðir, 29.05.2015 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.