Á að losa gjaldeyrishöftin?

 

Á að losa gjaldeyrishöftin?

Fjárfestirinn skrifar bókhald í tölvuna og segist eiga færsluna.

Fjárfestirinn lánar þér aldrei neitt.

Þú framkvæmir vinnuna og hugsar.

Þú ert vinnan og andinn, það er skaparinn.

Hér ætti að vera broskall.

Allt kemur frá þér.

 

000

Hverjum dettur í hug að selja réttinn til að prenta bókhald, peninga fyrir okkur.

Kaupandinn pikkar töluna í tölvuna og greiðir bankakaupin.

Síðan pikkar bankakaupandinn tölur í tölvuna

og þú kemur og vinnur og hugsar,

og allt verður eign bankaeigandans.

000

Við vitum að fjárfestar komu sínum skuldum yfir á íslensku þjóðina.

Slóð:     Hent upp í hillu A4 blað

 

Nú þykjast fjárfestar eiga hundruð miljarða króna í bönkunum, sem þeir vilja koma til útlanda í erlendum gjaldeyrir.

 

Þegar við „seldum“ íslensku bankana, voru þeir greiddir með bókhaldstölu í bönkunum.

Peningur er aðeins „bókhald.“

 

Bankarnir geta búið eins mikið af íslenskum krónum með útlánum, og þeim sýnist.

Fluga á vegg.

 

Þannig geta bankarnir keypt með íslenskum krónum allan gjaldeyririnn sem við fáum fyrir fiskinn, gjaldeyririnn sem við fáum fyrir orkusöluna og vinnuna við stóriðjuna

og gjaldeyririnn sem við fáum í gegn um ferðaþjónustuna,

og flutt allt til útlanda.

 

Einnig ef við erum mjög bláeygir seljum við einnig gjaldeyri sem við höfum tekið að láni í útlendum bönkum.

 

Á meðan Ríkið, þjóðin átti bankana, þá áttum við allt bókhald, alla peninga sem bankarnir bjuggu til með útlánum.

 

Þegar kreppur komu á meðan við áttum bankana, til dæmis að tekjurnar minnkuðu um helmimg,

Þá felldum við gengið rækilega.

 

Þannig verðfeldum við bókhaldið, útlánin, peningana með gengislækkun og þá varð verðgildi bókhalds, peninga í umferð samsvarandi við tekjur.

 

Meira seinna. 

Egilsstaðir, 17.01.2015 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband