Ástandið í dag
2.3.2014 | 16:27
Ástandið í dag.
Stjórna peningar Evrópusambandsins mestallri fjölmiðlaumræðu í dag?
oooo
Nú í dag sýnast fjölmiðlar sem eru hallir undir Evrópusambandið og fjármálafyrirtækin,
reyna allt hvað þeir geta til að fá fólkið til að trúa því
að Bjarni og Sigmundur Davíð,
hafi skrökvað.
oooo
Þegar þeir og aðilar þeim tengdir reyna að skýra sitt sjónarhorn,
þá reyna spyrjendur að grípa stanslaust fram í fyrir þeim,
til að koma í veg fyrir að sannleikurinn komi í ljós.
oooo
Reynt er að láta aðila segja já við einhverju,
sem síðan er hægt að snúa út úr.
oooo
Verst er þegar ríkisútvarpið sýnist taka þátt í þessum leik.
oooo
Hinir fjölmiðlarnir, sem eru háðir fjármálakerfinu,
verða að vinna fyrir sína eigendur, sína lánveitendur.
oooo
Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort að fjármagnið
getur spilað á okkur kjósendur eins og á hljóðfæri,
og náð fram vilja sínum.
oooo
Að sjálfsögðu hefur þetta verið gert áður.
oooo
Þú hlærð í dag, en gerir þú það á morgun?
Við skulum vona að við lærum góða siði, með góðu.
oooo
Í þessari hugmynd kom þetta fram.
slóð
Bankastarfsmaður:
En er þetta ekki ein hringavitleysa, ég skil ekkert í þessu.
Stjóri:
Það gerir ekkert til, fólkið skilur ekkert í þessu, það er bara betra.
Við búum til peninga og eignumst allt saman.
Í versta lagi skammar fólkið ríkistjórnina, en við höldum öllu í okkar höndum.
Fjölmiðlarnir okkar mata fólkið á þeim upplýsingum sem okkur henta.
Ef einhver stjórnmálamaðurinn vinnur ekki fyrir okkur,
þá kennum við honum um allt mögulegt og ómögulegt,
þá trúir fólkið því, og hann verður óvirkur.
Hér vil ég breyta þessu og segja, og við reynum að móta trú fólksins og gera hann óvirkan.
Egilsstaðir, 02.03.2014 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.