Neytendur græddu á að nota jarðvarma, í stað olíu.

http://www.herad.is/y04/1/2010-11-18-Neytendur-graeda-a-orku.htm 

Neytendur eru alltaf að græða á sínum eigin orkufyrirtækjum.

Upplýsingar frá Orkustofnun.

Neytendur græddu á að nota jarðvarma, í stað olíu.

Árið 2009 var ágóði neytenda 67 miljarðar króna,

á að nota hitaveitu frá eigin hitaveitum.

Árin 1970 til 2009 var ágóði neytenda 1330 miljarðar króna.*

Hér þarf að berja inn í þjóðina, að hún eigi sjálf orkufyrirtækin,

og stjórni þeim til hagsbóta fyrir fólkið í landinu.

Þessi könnun Orkustofnunnar, sýnir hve vel hefur til tekist.

http://os.is/gogn/Skyrslur/OS-2010/OS-2010-04.pdf

Íslendingar, með Alþingi og Ríkisstjórn í forustu,

hafa stórgrætt á að nýta orkulindirnar,

á vegum sveitarfélaga og ríkisins.

Nú í kreppunni hafa aðilar reynt að sölsa undir sig orkufyrirtækin.

Sveitarfélögin hafa legið á hnjánum vegna kreppunnar,

og þá hafa aðilar neytt færis að ná fyrirtækjunum

frá fólkinu.

Við verðum að muna að hafa gjaldskrána þannig,

að fyrirtækin safni ekki skuldum.

Sá sem vill lækka gjaldskrána er oft að reyna að eyðileggja fyrirtækið,

svo að hann geti náð því frá fólkinu.

*Hér er notað “uppvirtur, núvirtur sparnaður.”

http://www.herad.is/y04/1/2010-08-01-Storgrodi-eigenda.htm

http://www.herad.is/y04/1/2010-07-23-tad-skiptir-ollu-ad-eiga-orkulindirnar.htm

http://www.herad.is/y04/1/2009-11-15-Latum-ekki-heimskuna-taka-af-okkur-oll-vold.htm


icesave-2 - Hótun

 http://www.herad.is/y04/1/2010-11-17-icesave-2.htm

Nú eru fyrirtækin látin segja.

Fyrirtækin fá ekki lán nema að þið greiðið ICAVE.

Þá getum við fyrirtækin tekið lán, og svo greiðið þið Íslendingar lánin,

með næsta, ICAVE-2.

Við getum að sjálfsögðu styrkt Veraldarbankann, Evruna,

og þá sem eiga í vandræðum, ekki minna en Evrópa gerir,

helst aðeins meira á mann.

Þá byrjum við á því að Bretar greiði eftir óháðu mati, tjónið sem varð,

þegar þeir stöðvuðu íslensku bankana,.

Þá urðu veðin fyrir útlánum íslensku bankana ónýt að hluta.

Næst metum við á sama hátt, tjónið sem hlaust af því að Bretar lögðu hald

á íslenska gjaldeyrissjóðinn.

Þá gátu Íslendingar ekki greitt fyrir nauðsynjar, mat og lyf.

Næst neyddu Bretar, “Evrópa,” Íslendinga til að skrifa upp á snepil,

letter of understanding, um að Íslendingar skulduðu

Bretum og Hollendingum geysilegar upphæðir.

Auðvitað skrifuðum við undir til að fá mat og lyf.

Þetta orsakaði mikil vandræði fyrir íslensk fyrirtæki og íslenska ríkið.

Hér þarf að fá óháð mat á skaðanum fyrir allt íslenska fjármálakerfið.

Það sér hver heilvita maður að fjármálakerfi veraldarinnar,

er ekki skipulagt fyrir þjóðirnar, fólkið.

Henry Ford og Thomas Edison héldu fund í desember 1921

og sendu tvær greinar í “The New York Times,

aðra 04.12.1921 og hina 06.12.1921.

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/debtslavery/debtslavery.html

Þarna reyna þeir að fá stjórnvöld til að breyta fjármálakerfinu,

þannig að einkabankarnir leggðu ekki 120 % til 150 %

á alla fjármögnun í veröldinni.

Bankarnir vildu ekki sleppa þessum tekjum,

og þeim völdum sem þetta færði þeim.

Nú ættum við að dreifa þessum fróðleik um veröldina,

og laga þetta með mikilli festu og

með mikilli ást og umhyggju.

Egilsstaðir, 17.11.2010, Jónas Gunnlaugsson

.

Hérna fyrir neðan, eru Henry Ford og Thomas Edison að segja að þegar bankarnir prenta peninginn þá eiga þeir allt 100%

og svo þegar bankarnir taka vextina af prentaða peningnum, þá koma 20% (2% í 10 ár) eða 50% (2% í 25 ár) ,

eða ef til vill mun hærri vextir í dag, árið 2010

"Now, that is what Henry Ford wants to prevent. He thinks it is stupid, and so do I, that for the loan of $30,000,000 of their own money the people of the United States should be compelled to pay $66,000,000 -- that is what it amounts to, with interest. People who will not turn a shovelful of dirt nor contribute a pound of material will collect more money from the United States than will the people who supply the material and do the work. That is the terrible thing about interest. In all our great bond issues the interest is always greater than the principal. All of the great public works cost more than twice the actual cost, on that account. Under the present system of doing business we simply add 120 to 150 per cent, to the stated cost.

"But here is the point: If our nation can issue a dollar bond, it can issue a dollar bill. The element that makes the bond good makes the bill good. The difference between the bond and the bill is that the bond lets the money brokers collect twice the amount of the bond and an additional 20 per cent, whereas the currency pays nobody but those who directly contribute to Muscle Shoals in some useful way.

" ... if the Government issues currency, it provides itself with enough money to increase the national wealth at Muscles Shoals without disturbing the business of the rest of the country. And in doing this it increases its income without adding a penny to its debt.

"It is absurd to say that our country can issue $30,000,000 in bonds and not $30,000,000 in currency. Both are promises to pay; but one promise fattens the usurer, and the other helps the people. If the currency issued by the Government were no good, then the bonds issued would be no good either. It is a terrible situation when the Government, to increase the national wealth, must go into debt and submit to ruinous interest charges at the hands of men who control the fictitious values of gold."


Ég held þér uppteknum, þá tekur þú ekki eftir hvað ég er að gera.

http://www.herad.is/y04/1/2010-11-17-eg%20held%20%feer%20uppteknum.htm 

Ég held þér uppteknum, þá tekur þú ekki eftir hvað ég er að gera.

Stjórnarskrármálið, æsingur við sendiráð USA, Landsdómur, og svo framvegis,

allt gert til að fjölmiðlar geti þyrlað upp ryki í augun á þér

svo að þú sjáir ekki hvað ég er að gera.

Ef þú ert hælbítur á USA, það er sendiráðið, þá er minni hætta á að Bandaríkin geti varið þig fyrir Evrópu.

Ef Evrópa vill hegna þér þá væri gott að hafa samning við Bandaríkin til að geta flutt allar vörur til Evrópu,

eftir samningi Bandaríkjanna við Evrópu.

Þess vegna reyni ég að spilla sambandi þínu við Bandaríkin.

Þú gætir nú reynt að hugsa, og reynt að vera smá skynsamur.

Þótt þú reynir að hafa gott samband við stórveldið, sem hefur reynst þér vel,

þá þarft þú ekki að taka þátt í neinu sem er þér til vansa,

en getur stundum komið góðu til leiðar.

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/Kreppan%202008-.htm

Eg. 17.11.2010 jg


Fjölskyldur, í of miklum vandræðum til að hægt sé að hjálpa.

http://www.herad.is/y04/1/2010-11-11-furdulegt.htm 

Furðulegt

Fjölskyldur, í of miklum vandræðum til að hægt sé að hjálpa.

Heimsbankakerfið, setti allt á hausinn, við öll skildum ekkert, eltum hvert annað í sukkinu,

fólkið orðið atvinnulaust, allt kerfinu og kæruleysinu meira og minna að kenna.

Frekar en að setja allt á hausinn, á að skipuleggja hvernig fólkið kemst best út úr þessu.

Fólkið getur þá búið í húsunum og greitt rafmagn, hita og svo leiguna eftir tekjum,

og komið í veg fyrir að húsin grotni niður.

Kaupréttur, eða að færa sig í heppilegra húsnæði eftir fimm ár.

Finna gáfulega leið, eingöngu leita að lausn.

Þessi leið er best til að gæta eignanna.

Síðan má ekki gleyma því að þessir peningar í landinu eru einskis virði ef við byggjum ekki upp útflutnings tekjur,

og hættum að taka lán í eyðslu og til að halda uppi krónunni.

Alls ekki skipta krónum í gjaldeyrir nema mjög takmarkað á hver mann.

Sjálfsagt er að nota erlendan gjaldeyrir, en krónuna aðeins til heimabrúks.


Aflandskrónur

http://www.herad.is/y04/1/2010-11-07-aflandskronur-04.htm 

Aflandskrónur

Hvað eru aflandskrónur.

Eru það loft krónur.

Ég á eitt fyrirtæki.

Ég kaupi önnur 3, (þau gætu eins verið 10), best er að þau séu á hausnum, þá kosta þau lítið.

Best er að þarna sé umfangsmikill rekstur.

Næst læt ég fyrirtækin kaupa og selja hlutabréf á milli sín, til að hækka verðið á bréfunum.

Eftir 3 ár er hvert fyrirtæki metið á 300 miljarða.

Ég á ítök í bönkum.

Ég tek lán og veðset fyrirtækin fyrir 200 miljarða hvert.

Þetta gerði ég erlendis, en íslenski bankinn gat aðeins lánað íslenskar krónur.

Ég sem á þetta, gæti þess vegna verið stór erlendur banki, eða fjárfestingarfélag.

Mér finnst nú heldur ótryggt að eiga íslenskar krónur.

Ég læt Íslendinga taka gjaldeyrislán og kaupa af mér krónurnar.

Það er mun skemmtilegra að eiga gjaldeyri.

Ég myndi halda að þetta væri meira og minna löglegt, eftir alþjóðabankakerfinu.

Ég lét skrifa tölu í bankanum sem ég hef ítök í, og lánaði mér með veði í fyrirtækjunum.

Þetta er líkt og að hafa seðlaprentun í fyrirtækinu og láta svo íslensku þjóðina skipta því yfir í erlendan gjaldeyrir.

Þarna plata ég Íslendinga til að kaupa loftpeningana, sem ég bjó til í bankanum sem ég á ítök í,

og breyta því í útlendan gjaldeyri.

Var ef til vill einhver í millitíðinni búinn að kaupa aflands krónurnar, á 280 krónur dalinn $,

( íslenska krónan var seld á mun lægra gengi í Evrópu, en á Íslandi, undanfarin tvö ár)

og vill nú aftur skipta þeim yfir í Dalinn $ eða Evru.

Það er engin ástæða til að við séum að kaupa íslenskar krónur,

við getum búið þær til eftir þörfum.

Ef við tökum lán í útlandinu, þá á það aðeins að vera til að auka gjaldeyristekjur,

til dæmis vatnsaflsvirkjunar, þar sem álver eða gagnaver,

greiði kostnaðinn af virkjuninni.

Sá sem vill fá raforku til álvers, útvegi lánin í orkuverin,

og tryggingin er sölusamningur við álverið.

Ef ekki þá virkjum við ekki.

Veröldin hrópar á orku, í dag, en samningurinn verður að vera sjálfbær,

engin ríkisábyrgð, og alls ekki hærri vextir þess vegna.

Traust fólk, traust stjórnarfar, traustur samningsaðili, verði þér að góðu.

Til samninga reiðubúinn, aðeins raunhæfa.

Eg. 07.11.2010 jg

Það væri sanngjarnt að við á Íslandi vissum hvað stjórnvöld eru að gera.


Samhengi ------- Siðgæðisbrestur

http://www.herad.is/y04/1/2010-10-31-samhengi-.htm

Samhengi

Siðgæðisbrestur

Veraldarbankinn og allar hans undirdeildir í löndunum, bjuggu til mikla peninga sem ekkert stendur á bak við.

Bréf voru seld fram og til baka og hækkuðu í verði við hverja sölu.

Fasteignabréf voru seld frá stærstu bönkum veraldar þótt aðilar vissu að erfitt eða ómögulegt væri að fá þau greidd.

Svipað var með bréf í verðbréfa fyrirtækjum í hinum ýmsu löndum, ekkert á bak við þau.

Þetta var gert meðvitað og ómeðvitað, og leidd til kreppunnar, þegar menn sáu að pappírarnir voru verðlausir

og að ekki var hægt að treysta alþjóða bankakerfinu.

Bankarnir hættu að þora að hafa viðskipti sín í milli og margir urðu að hætta rekstri.

Öðrum bönkum var haldið uppi af ríkistjórnum, ekki þótti ráðlegt að láta allt kerfið hrynja.

Þessi kreppa leiddi til mikils atvinnuleysis og lægri launa hjá viðskiptamönnum bankanna,

sem gátu nú ekki greitt af skuldum í húsum sínum.

Það leiddi til að húsin féllu í verði og viðskiptavinir bankanna töpuðu miklum eignum,

og oft húsum sínum.

Siðgæðisbrestur okkar, og pókerspil bankanna bjó til kreppuna.

Kreppan setti viðskiptavini bankanna í tap stöðu, þótt viðskiptamennirnir,

hefðu farið að ráðum þessara sömu banka.

Athug þarf vel hvort að sá sem setti allt á hausinn, á að fá að ná öllum eignum

af viðskiptavinum sínum.

Á sá, sem setti allt á hausinn, að ná öllu af heimilunum?

Á sá, sem setti allt á hausinn, að ná öllu af fyrirtækjunum?

Fólkið er ekki til fyrir bankanna.

Bankarnir ættu að vera til fyrir fólkið

Ekki geta heimilin og fyrirtækin lagt sig í rúst, þó að einhver misskilin bókhaldstala,

á reikningum bankanna virðist reyna það.

Laga, verð að hlaupa.

Eg. 31.10.2010 jg


Mér kemur í huga myndband, sem segir sögu.

http://www.herad.is/y04/1/2010-10-31-%20myndband.htm 

Mér kemur í huga myndband, sem segir sögu.

Það var af öpum, simpösum, en þeir skutust inn í hóp apa af annarri tegund,

gripu þar einhvern ungan og héldu honum í fanginu.

Þetta skapaði mikil læti í hópnum sem átti ungann, þeir komu æðandi og gnístu tönnum.

Þessi tegund var sterk og með miklar vígtennur og hefði getað rifið simpasann í sig.

En simpasinn var snjall, hann stóð kyrr en hélt fast um unga apann.

Smásaman róaðist hópurinn sem varð fyrir árásinni og fór að éta ávexti og blöð,

og gleymdi að passa ungann.

Þá byrjaði simpasinn að færa sig rólega með ungann út úr hópnum og fór með hann í simpasa hópinn,

og þar átu simpasarnir ungann.

Þetta er líkt og við gerum í bönkunum, þennan áratuginn tökum við allt af þessum hóp,

þá koma fram mótmæli en svo kemst ró á aftur.

Svona hefur þetta verið svo lengi sem elstu menn muna.

Þessu þarf að breyta.

Á meðan bankinn hefur þessa umsýslu með höndum, á bankinn að sjá um að skuldin,

100% í húsnæðinu komi sem eðlileg greiðsla frá heimilinu.

Ef einhver forsendubrestur er í kerfinu, gæti bankinn aðeins horft á sinn hlut, til dæmis 60% hlut í eftirstöðvum á húsláninu,

en allt sem heimilið væri búið að greiða, sú prósenta af húsinu væri eign fjölskyldunnar.

Í USA er húsið eitt í veði fyrir hússkuldinni, við tökum það upp, en við bætum því við að ef húsið lækkar í verði,

og heimilið var búið að greiða 40% af húsinu, þá er veð bankans aðeins á þeim 60% hluta sem ógreiddur var.

Bankinn á að sjá um fjárhagslegt öryggi heimilisins, það er málið.:-))

Skoða betur

Egilsstaðir, 31.10,2010 jg


Local Money

 http://www.herad.is/y04/1/2010-10-30-Local%20Money.htm

Local Money

Lesa vel og finna kerfi sem getur nýst okkur.

Við höfum fullt af fólki sem getur hugsað, skipulagt og skapað.

Ég var að leita að svona kerfi í huganum,

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/bowtheory/slaufukenningin-06.html

Svo datt mér í hug að leita á Google, og þar kemur í ljós að þetta er marg hugsað,

og ýmsar góðar lausnir. (löngu búið að finna upp hjólið).

Nú eiga allir hver eftir sinni getu að leita að besta kerfinu fyrir okkur.

Egilsstaðir, 30.10.2010 jg

http://www.community-exchange.org/

Caught in the money trap? Break free by joining the Community Exchange System

With the impending implosion of the usury-based, global money system, now is the time to seek a new way of 'doing' money,

one not based on debt and controlled by a global monetary elite that seems happy about destroying our planet in the pursuit of profit.

Conventional money is created as debt by private financial institutions for their own profit-making purposes,

not as a public service. This is the root cause of the economic, social and environmental problems that beset us.

The amount of debt determines the quantity of money, which has nothing to do with the amount of money we need to live decent lives.

CES money is 'created' by its users so it can never be in short supply.

So long as you can offer something of value you can have from the community goods and services of like value.

Join the growing community who have discovered a new way of 'doing' money, a healthy money that will create a healthy society.

Join the Community Exchange Network on

Join the Community Exchange Network social networks on Facebook and on Ning. Join a group,

engage in discussion, leave your comments and find out from CES traders around the world

what it is like to trade without using your national currency.

Public Domain Money

CES money is public domain money. It is not 'owned' or controlled by anyone and as such belongs to the commons.

It is 'created' by the traders who use it, not by a third party outside the circuit of buyers and sellers (banks)

who do so for their own parasitic gain.

When money is proprietary it confers the money power on those who 'create' and control it;

when it is in the public domain the money power resides with its users,

who can ensure that it is used for the public good.

Recover the money power by starting a new CES exchange in your area.

Let the community decide how its efforts will be deployed instead of faceless and unaccountable individuals

who do so for their private gain at others' expense.

Money and credit belong to the commons. Recapture these powerful forces for the common good.

http://www.google.is/search?sourceid=navclient&ie=UTF-8&rlz=1T4ADRA_enIS358IS358&q=local+money+system

http://www.progress.org/currency.htm

http://desiebenthal.blogspot.com/2010/04/local-money-systems-e-currency-systems.html

http://www.madisonhours.org/

http://is-is.facebook.com/topic.php?uid=2225130907&topic=7097


Money as dept

 http://www.herad.is/y04/1/2010-10-28-money%20as%20dept.htm

Þarf að setja hér athugasemd síðar. Jg

Það er ekki allur sannleikur í einu hugvarpi, heldur hjálpar það til að auka skilning.

Money as dept

http://freedocumentaries.org/teatro1.php?filmID=214&lan=en


Alþingi Íslendinga seldi útlendingum orkulindirnar.

 http://www.herad.is/y04/1/2010-10-26-Althingi-seldi-orkulindirnar-04.htm

Alþingi Íslendinga seldi útlendingum orkulindirnar.

Alþingi samþykkti lög sem gerðu hlutafélögum kleyft að kaupa orkulindir á Íslandi.

Alþingi samþykkti lög sem gerði útlendingum kleyft að kaupa orkulindir á Íslandi.

Alþingi, eða stjórnkerfið, skipaði nefnd til að segja, eftir lögunum,

að útlendingar mættu eiga orkulindir á Íslandi.

Nefndin sagði aðeins það sem þingmennirnir sögðu nefndinni.

Ef þingmenn hefðu viljað að Íslendingar ættu orkulindirnar,

þá hefðu þingmenn sett lög um eignarétt Íslendinga.

Nefndin gerði aðeins það sem henni var sagt.

Ef þú styður þingmann, sem lét vera að koma með ný lög,

sem héldu orkulindunum í eigu Íslendinga,

þá ert það þú kjósandinn,

sem ert að selja orkulindirnar.

Með öðrum orðum þá var það Alþingi sem við kusum, og stjórnvöld,

sem létu selja Íslenskar orkulindir í hendur útlendinga.

Egilsstaðir, 15. 09. 2010, jg


Fearing-money-trusting-debt.

http://www.herad.is/y04/1/2010-10-11-fearing-money-trusting-debt.htm

Þú átt að treysta þinni eigin vinnu og hugviti, viljanum og andanum,

sem skapa öll mannanna verk.

Skuld er hugmynd.

Þú hefur treyst (láninu), skuldinni, sem einhver lætur þér í té,

en þú treystir ekki þinni eigin vinnu og hugviti,

viljanum og andanum, sem þó skapar

öll mannanna verk.

Egilsstaðir, 11.10.2010 Jónas Gunnlaugsson

Hættum að nota orðið lán, þegar einhver tekur peningaskuld á sig.

 

Að taka skuld. er að fá rör eða tengihólka í ákveðnu magni, það er kallað peningar,

til að fá aðgang að svona mikilli vinnu og svona miklu magni af vörum,

til að byggja vatnsafls raforkuver.?Jg

***

Lesa vel......

Presenting the American Monetary Act (as of July 18, 2009)

To rescue Americain the 1930s Depression, the great Henry Simons concluded:

“The mistake…lies in fearing money and trusting debt."

http://www.monetary.org/amacolorpamphlet.pdf


Fluga á vegg.

 http://www.herad.is/y04/1/2010-10-07-fluga-a-vegg.htm

Fluga á vegg.

 

Stjóri:

Heyrðu vinur, þú átt að taka miljarð að láni og kaupa hlutabréf í bankanum.

 (Heyrðu vinur, þú átt að taka miljarð að láni og leggja þá inn í bankann.)

Já vertu ekki með neitt múður, þú færð tekjur af bréfunum, og svo hækka þau líka.

 (Já vertu ekki með neitt múður, þú færð vexti af innlögninni.)

Auðvitað er lánið tryggt með bréfunum.

 (Auðvitað er lánið tryggt með láninu, lánið fer aldrei út úr bankanum.)

Bankastarfsmaður:

Ég skil þetta ekki, lendi ég ekki í vandræðum í þessari flækju .

 

Stjóri:

Nei, nei, ég skal segja þér að bankinn stórgræðir á þessu.

 

Þegar við fáum miljarðinn fyrir bréfin, þá lánum við hann út 10 sinnum,

og bankinn eignast 9 miljarða.

 

(Þegar þú leggur miljarðinn inn í bankann, þá lánum við hann út 10 sinnum,

og bankinn eignast 10 miljarða.)

Ef við látum 10 starfsmenn kaupa hlutabréf í bankanum fáum við 90 miljarða.

 Ef við látum 100 starfsmenn taka lán í bankanum fáum við 1000 miljarða.

Síðan látum við þessa miljarða ganga hring eftir hring, og mölum gull á þessu.

 

Bankastarfsmaður:

En er þetta ekki ein hringavitleysa, ég skil ekkert í þessu.

 

Stjóri:

Það gerir ekkert til, fólkið skilur ekkert í þessu, það er bara betra.

 

Við búum til peninga og eignumst allt saman.

 

Í versta lagi skammar fólkið ríkistjórnina, en við höldum öllu í okkar höndum.

 

Fjölmiðlarnir okkar mata fólkið á þeim upplýsingum sem okkur henta.

 

Ef einhver stjórnmálamaðurinn vinnur ekki fyrir okkur,

þá kennum við honum um allt mögulegt og ómögulegt,

þá trúir fólkið því, og hann verður óvirkur.

 

Það er ekkert að óttast.

 

Heyrðu, þetta er bara okkar í milli.

 

Þakka þér fyrir að aðstoða bankann okkar, sjáumst á Árshátíðinni.

 

Egilsstaðir, 07.10.2010 Jónas Gunnlaugsson

 


KRÓNAN

http://www.herad.is/y04/1/2010-10-04-kronan-.htm 

Krónan

Trúlega er gáfulegt að nota alla gjaldmiðla eftir þörfum, en halda krónunni,

í íslenskum viðskiptum þannig að við getum prentað okkar eigin peninga,

eftir þörfum, en skipti yfir í aðra minnt sé háð miklum takmörkunum.

Gleymum ekki hér, að Bretar gátu ekki varið pundið £,

þegar árás var gerð á það fyrir nokkrum árum.

Þarna er haldið í krónuna til að glata ekki verkfærinu,

til að Íslendingar geti haft viðskipti sín á milli

óháð öðrum gjaldmiðlum.

Þarna getum við haldið öllum við vinnu, við að framleiða vöru,

sem við erum samkeppnisfær í.

Búa aldrei til krónu nema til framleiðslu á vöru sem er hægt að selja,

eða þjónustu sem hægt er að nota.

Að sjálfsögðu kennir reynslan okkur hvernig standa á að þessu,

og verður það varla verra en kreppurnar

í banka peninga prentuninni.

Athuga betur.

Eg. 04.10.2010 jg


Forsendubrestur.

 http://www.herad.is/y04/1/2010-10-03-Forsendubrestur.htm

Forsendubrestur.

Er ekki forsendubrestur á öllu bankakerfinu?

Er ekki forsendubrestur á öllum lánum?

Löglærðir menn gætu velt vöngum yfir þessu

**********

Banka-kerfinu í ESB og USA var, er viðhaldið af ríkjunum.

USA hjálpaði ýmsum í Norður Evrópu, en voru of seinir að bjarga Íslandi.

Veraldar-Bankarnir pókeruðu, það er seldu eitthvað, fyrir sem hæst verð,

þó þeir vissu að verðmætið var minna en gefið var í skin,

það er köttinn í sekknum.

Er ég að reyna að komast hjá því að nota orðið svindluðu.

Búa til hugmynd, selja hana sem dýrast, þótt aðilar vissu,

að hugmyndin var verðlaus.

Þessi póker þótti sjálfsagður, og hefur nú leitt til hruns.

Var forsendubrestur í öllu kerfinu?

Á fólkið í löndunum að þjást vegna (svikanna), pókersins?

Það voru fulltrúar bankanna sem voru látnir ráðleggja fólkinu.

Nú er eðlilegt að bankarnir skili fólkinu aftur húsunum sínum,

Og hagi greiðslum eftir þörfum.

Við þurfum hvort sem er að gæta að eignunum, best er að eigendur geri það.

Fólkið varð atvinnulaust, vegna (þessara svika), þessa pókers,

sem var kallaður flott bankaviðskipti, á sínum tíma.

Græða, græða, þótt framleiðslan væri engin, í verðbréfa braskinu.

Voru það ekki (þessi svik) þessi póker, sem felldi allt saman.

**********

Oft var svona söfnun á peningum til að auka framleiðslu.

Sagt hefur verið að þegar Bandaríkjamenn byrjuðu að tryggja sig,

fyrir langalöngu, safnaðist mikið fé.

Þetta fé var bara tölur í bók, eða seðlar, sem sagt aðeins hugmynd.

Þá voru einhverjir snillingar sem ákváðu að byggja, sögunarverksmiðju,

vatnsaflsvirkjun, áburðarverksmiðju, olíu bora og olíulindir, álverksmiðjur,

og nefndu það bara, allt sem nöfnum tjáir að nefna.

Þetta varð til þess að allt fór að blómstra Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn urðu við þetta mesta iðnríki heimsins.

Þetta er einfaldað til skilnings, en menn skildu mátt vinnunnar,

sem leiddi til framleiðslu og vöruframboðs og kaupgetu.

**********

Núna tökum við lán til að borga atvinnuleysi og enga framleiðslu.

**********

Stundum er sagt að ekki megi setja öll eggin í sömu körfu,

og ekki megi byggja fleiri álver.

Hér er smá misskilningur á ferðinni.

Þú framleiðir það sem selst, þú framleiðir það sem fólkið vanhagar um.

Við segjum ekki að við hættum að veiða fisk,

þegar við höfum veitt 30% af veiðanlegu magni,

til að hafa ekki öll eggin í sömu körfu.

Við segjum að við veiðum það sem við teljum að stofninn þoli,

það er að reyna að hámarka nýtinguna.

Þú segir ekki, ég ætla að geyma virkjanirnar til síðari tíma,

en á sama tíma villt þú fá allt frá öðrum löndum,

járn, olíu, ál og svo framvegis,

en þetta gengur til þurrðar

hjá þessum löndum.

Vatnið sem þú virkjaðir ekki fyrir 50 árum, hefur runnið til sjávar,

og er sú orka glötuð.

Þótt þú hefðir selt þessa orku síðustu 50 ár hefðir þú engu glatað.

Þú veist aldrei hvenær sagt verður, eigðu þína orku,

nú eru komnar nýjar orkulindir,

við biðjum þig vel að lifa.

**********

Hér áður var okkur boðin vegalagning í kring um landið,

flugvöllur á Héraði og flugvöllur á Melrakkasléttu.

Við vorum ragir við að taka þessu og misstum tækifærið.

Ég er ekki að segja að það hafi verið rangt að sleppa þessu.

**********

Við eigum að virkja allt sem við getum með ást og umhyggju,

til nota fyrir okkur sjálfa og umheiminn.

En við eigum að gera þetta sjálfir, þannig að aðilar eins og Alcoa eiga verksmiðjurnar,

en við eigum orkuverin, og sá aðili sem hefur áhuga á orkunni,

hjálpar okkur að útvega lánsfé fyrir virkjuninni,

sem er tryggt í samningnum.

**********

Athuga síðar,

Egilsstaðir, 03.10.2010 Jónas Gunnlaugsson


Leggja niður Landsdóm, biðja afsökunar og skammast sín.

 http://www.herad.is/y04/1/2010-09-28-landsdomur.htm

Leggja niður Landsdóm,

biðja afsökunar og skammast sín.

28.09-2010, jg


Pólitískar ákærur.

 http://www.herad.is/y04/1/2010-09-24-politiskar-akaerur.htm

Pólitískar ákærur.

Er hægt að ákæra þingmenn sem láta reka sig heim til að þeir þurfi ekki að greiða atkvæði

samkvæmt samvisku sinni

Er hægt að ákæra þingmenn sem ofsóttu aðra þingmenn þannig að þeir fóru í frí af þingi til að þeir gætu ekki

greitt atkvæði samkvæmt samvisku sinni

Er hægt að ákæra þingmenn sem greiða atkvæði með að skuldbinda þjóðina til að greiða skuldir

sem eiga sér enga lagastoð.

Svona er hægt að halda áfram.

Hvað skildu margir þingmenn sleppa.

Ekki er verra að hugsa vel, áður en við byrjum pólitískar ákærur.

Egilsstaðir, 24.09.2010 JG


Skiptir máli hver prentar, skrifar tölurnar, peninginn?

 http://www.herad.is/y04/1/2010-09-14-Skiptir-mali-hver-prentar-peninginn.htm

Skiptir máli hver prentar, skrifar tölurnar, peninginn

ath

30.000.000 - seðlar – Jón byggir hús - lendir í vandræði, á hausinn - ríki á hús upp í skuldina - ríki prentaði peninginn

30.000.000 - banki – Jón byggir hús - lendir í vandræði,á hausinn - banki á hús upp í skuldina - banki skrifaði tölurnar

Í dag búa ríkin til 3% af peningum í umferð, (trúlega minna á Íslandi) en bankar 97%

Vextir hafa eiginlega aldrei verið búnir til í þessum skilningi.

Gunna kemur með 30.000.000, 30 miljónir og leggur í bankann.

Þetta er í peningum, eða tékka , en er þó aðeins hugmynd,

verðmætið er sýndarveruleiki, virtual reality.

Ein venjan er, að nú getur bankinn lánað þessa upphæð 10 sinnum,

reyndar er þetta mjög á reyki, það eru mismunandi reglur.

Við getum hugsað okkur að í fyrsta skipti sé verið að lána peninga Gunnu,

til að byggja íbúð.

Í annað skipti af þessum 10 útlánum, er lánað 30.000.000 kr til að byggja í búð,

sem er greidd upp á einhverjum árum.

Þegar heildargreiðslan kemur í bankann, við hugsum í eingreiðslu,

þá hverfur skuldin úr reikningum bankans. En....????

Inngreiðslan, betra er að hugsa hana í seðlum, kemur í eign hjá bankanum.

Svo koma hin útlánin og greiðslurnar af þeim, samtals 9 * 30.000.000 kr,

sem öll verða eign hjá bankanum,

samtals 270.000.000 kr

Af hverju skildi vera eftirsótt að reka banka.

Velt vöngum,

Egilsstöðum, 14.09.2010 Jónas Gunnlaugsson


Peningar í umferð.

 http://www.herad.is/y04/1/2010-09-11-peningar-i-umferd.htm

Nú er sagt að ríkistjórnir búi til gjaldmiðil fyrir 3% af þeim peningum,

sem eru sagðir í umferð.

Bankarnir búa til 97% af þeim peningum sem eru í umferð.

Áður kom meirihluti peninga í umferð frá ríkistjórnum.

Það þýddi að öll skuldin var við ríkið, þannig að ríkið skuldaði engum,

þá peninga sem voru í umferð.

Nú verðum við að láta ríkin, þjóðirnar, fólkið,

eiga alla peninga sem eru settir í umferð.

Hugsanlega gætu bankar búið til peninga, ígildi peninga,

en þeir væru þá alltaf eign alþjóðar í bankakerfinu.

Þegar bankinn býr til peninga (, bankinn býr til peninga)

til að byggja hús , álver, eða hvað sem okkur dettur í hug,

á sá peningur að vera eign ríkisins.

Þá er nauðsynlegt að menn telji að framkvæmdin sé til gagns,

húsið nýtist og álverið framleiði ál sem þörf er fyrir

á samkeppnishæfu verði.

Þegar bankinn býr til peninga til að fjármagna hlutabréfa kaup,

þá er oft ekkert á bakvið bréfin, slík viðskipti eru oft þannig,

að ekkert eða lítið af eignum er í hlutafélaginu.

Jafnvel í slíkum loft viðskiptum, póker, er mun betra að þjóðirnar,

eigi loft peninginn, þá getum við afskrifað peningana.

Nú er verið að neyða þjóðirnar til að greiða loftpeninga,

sem alþjóða bankakerfi veraldarinnar bjó til.

Reynt er að láta þjóðirnar trúa því að þær hafi stjórnað peningamálunum.

“Þú skalt trúa því að rófan veifi kettinum, en ekki kötturinn rófunni.”

Að sjálfsögðu voru það reglur Alþjóða bankakerfisins, sem stjórnuðu öllu.

Velt vöngum, 11.09.2010, jg


Orkukaupandi styður fjármögnun.

 http://www.herad.is/y04/1/2010-09-11-orkukaupandi-stidur-fjarmognunn.htm

Umræða hefur verið um að við eigum enga peninga til að virkja orkuna á Íslandi.

Við leysum það þannig að ef einhver hefur áhuga á að nýta orkuna, þá styður hann við fjármögnun á virkjunum.

Landsvirkjun hefur mikla reynslu af samningum við að reisa virkjanir.

Við eigum að nota okkar menn með ráðgjafa stuðningi frá útlöndum ef það er talið gáfulegt.

Vissir hópar hafa misskilið ágóða okkar af því að nýta orkuna og framleiða vörur og þjónustu.

Það var kátbroslegt, þegar loks fékkst leifi til að bera saman álvinnslu orkuverð í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Þá kom í fjölmiðlum að orkuverð á MW til álvinnslu í Bandaríkjunum væri 50 krónum hærra en á Íslandi.

Þarna var valið MWst sem almenningur notar ekki, til að menn skildu ekki að verðmunurinn var sára lítill.

Almenningur skilur helst kWst sem er almennt notað.

Munurinn var 5 aurar á kWst

Skoða betur, 11.09.2010 jg


Bankastarfsmaður á bónus

 http://www.herad.is/y04/1/2010-09-11-Bankastarfsmadur-a-bonus.htm

Bankastarfsmaður á bónus, sem er búinn að kaupa sér villu í Ölpunum,

aðra á Krít og þá þriðju í Karabíska hafinu.

Fjölskyldan og vinirnir dásama hann, en rekstrarkostnaðurinn er mikill.

Þetta þýðir það að strax í janúar á nýju ári, er hann búinn að færa 500 milljarða

af reikningum viðskiptavina yfir til eigenda, til að fá greiddann bónusinn sinn.

Því eyðslusamari sem hann er, verður hann betri starfsmaður

fyrir bankaeigandann.

Bankaeigandinn vill alltaf greiða starfmanni sínum bónus,

það er sama hvort gróði eða tap er á rekstrinum.

Eigandinn hefur ekki áhuga á að fá tapið til sín.

Ef bankinn fer á hausinn er betra að auka bónusinn.

Enginn kröfuhafi fer fram á að lækka kaup slitastjórnar,

slitastjórnin getur haft áhrif á ,

hvað hver kröfuhafi

fær í sinn hlut.

Að sjálfsögðu borga viðskiptavinirnir allt saman.

Banka eigandi er ekki það sama og hlutabréfa eigandi í banka,

eigandinn hefur ráðandi hlut.

Velt vöngum, 15.02.2010

jg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband