70 kílómetra langri vörubílalest keyrt yfir Kanada, frá Vancouver til Ottawa, að mótmæla Covid skyldubólusetningu vörubílstjóra og bólusetningapössum komin á áfangastað. Mótmælin í dag og morgun við þinghúsið í Ottawa. Umferðarvandi.

https://frettin.is/

,,Frelsislestin” komin til Ottawa – þrísprautaður Trudeau í einangrun

thordis@frettin.is29. janúar 2022 17:47ErlentLeave a Comment

Hluti af um 70 kílómetra langri vörubílalest sem hefur keyrt þvert yfir Kanada, frá Vancouver til Ottawa, til að mótmæla Covid skyldubólusetningu vörubílstjóra og bólusetningapössum er komin á áfangastað. Vörubílstjórum sem fara yfir landamæri Kanada og Bandaríkjanna er gert að sæta tveggja vikna sóttkví þegar þeir koma aftur til Kanada.

Mótmælin áttu að fara fram í dag og morgun við þinghúsið í Ottawa og hafa valdið töluverðum umferðarvanda að sögn lögreglunnar í Ottawa. Vörubílstjórum sem fara yfir landamæri Kanada og Bandaríkjanna er gert að sæta tveggja vikna sóttkví þegar þeir koma aftur til Kanada.

Hvar sem lestin hefur verið á ferð hafa Kanadamenn safnast meðfram vegum og á brúm til stuðnings ,,frelsislestinni" þrátt fyrir hörkufrost víðast hvar.

Myndbönd og fréttir af þessum sögulega viðburði er hægt að fylgjast með á Twitter og fleiri samskiptamiðlum. Yfirlýsingu frá skipuleggjendum, um markmið og tilgang, má lesa hér.

Vörubílstjórarnir eru staðráðnir í að vera í Ottawa og mótmæla þar til bólusetningaskyldunni verður aflétt.

Forsætisráðherrann, Justin Trudeau, hefur sagt, þrátt fyrir lengstu bílalest sögunnar og mikinn fjölda stuðningsmanna, að þessi hópur endurspegli ekki skoðanir kanadísku þjóðarinnar.

Það vill svo til, að Trudeau sem er þríbólusettur, er þessa dagana í eingangrun þar sem hann á að hafa verið útsettur fyrir smiti. Sumir vilja þó meina að hann sé einfaldlega í felum.

Fréttir og viðtöl frá Ottawa er t.d. hægt að sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband