Við blöndum okkur ekki í stríð. Við hjálpum öllum með björgunar störfum í efnislegu veröldinni eftir getu. Þá sem með innsæi sínu reyna að bjarga veröldinni og vísa veginn til framtíðarinnar, í ræðu og riti styðjum við af heilum hug.

Auðvitað hjálpum við Ju­li­an Assange

hjá vinum okkar Bandaríkjamönnum. 

Við lærum að laga allt.

Yf­ir­rétt­ur í London samþykkir að veita Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­Leaks, leyfi til að óska eft­ir því að áfrýj­a fyrri dómi. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/01/25/miklum_afangasigri_nad_i_mali_assange/ 

000

Einhvern tíman skrifaði ég að við ættum að hafa gott samband við Bandaríkin, við þyrftum svo mikið á þeim að halda. 

Það er rétt. 

Ég þekkti þetta mál ekki nógu vel á þeim tíma. 

Það sem hann upplýsti sem blaðamaður, hefur skýrst í hugum okkar.  

Þá eigum við að veita honum lið eftir því sem við best getum, og jafnhliða að styðja Bandaríkin af heilindum sem vinaþjóð. 

Við blöndum okkur ekki í stríð. 

Við hjálpum öllum með björgunar störfum í efnislegu veröldinni eftir getu. 

Þá sem með innsæi sínu reyna að bjarga veröldinni og vísa veginn til framtíðarinnar, í ræðu og riti styðjum við af heilum hug. 

Þá tölum við máli þeirra við vini okkar og alla, og notum innsæið þeirra Einstein, Nikola Tesla og Jesú. 

Innsæið er líkt stóru bókasafni, þekkingar safni, með öllum leiðarvísum um lausnir í sköpuninni í lífheimum. 

Við gerum okkur grein fyrir að ef við erum grófir, öskrandi og eltandi girndir okkar, þá heyrum við ekki í innsæinu. 

Við verðum alltaf að hafa traustann leiðbeinanda að leiðarljósi, jafnvel fiskurinn, ránfiskurinn getur haft rafmagnsljós til að tæla bráðina. 

Það slæma getur verið í búningi ljósengils.

Við sjálfir erum ekki barnana bestir og þurfum að breytast. 

Ljónið er alltaf ljón, fast í sínu eðli. 

Þess vegna skrifar Biblían:  

Þá, segir Jesaja, mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum. Þá munu ljón og alifé ganga saman og ljónið mun hey eta sem naut.* 

Þessi hugmynd er skráð á mörgum stöðum í Biblíunni og tjáð með orðum ritarans.

Í okkur mönnunum öllum, spurning er eðlið, við víxlararnir og við óargadýrin. 

Okkur þarf að breyta eins og ljónunum og hinum rándýrunum. 

Við lærum þetta allt saman. 

Við opnum tjaldið á milli heimana. 

Gamla stjórnsýslan, við allir, verðum að leita lausna með innsæinu. 

Við megum ekki vera fastir í því að hugsa eingöngu afturá bak, við þekkjum svo lítið af  gömlu þekkingunni og margt er rangt. 

000

Wikileaks - Julian Assange

000 

*Konungur friðarríkisins

 

1  Af stofni Ísaí mun kvistur fram spretta
og sproti vaxa af rótum hans. 


2  Andi Drottins mun hvíla yfir honum:
andi speki og skilnings,
andi visku og máttar,
andi þekkingar og guðsótta. 


3  Guðsóttinn verður styrkur hans.
Hann mun ekki dæma eftir því sem augu hans sjá
og ekki skera úr málum eftir því sem eyru hans heyra. 


4  Með réttvísi mun hann dæma hina vanmáttugu
og skera með réttlæti úr málum hinna fátæku í landinu.
Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns,
deyða hinn guðlausa með anda vara sinna. 


5  Réttlæti verður belti um lendar hans,
trúfesti lindinn um mjaðmir hans. 


6  Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu
og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum.
Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman
og smásveinn gæta þeirra. 


7  Kýr og birna verða saman á beit,
ungviði þeirra hvílir hvort hjá öðru,
og ljónið mun bíta gras eins og nautið. 


8  Brjóstmylkingurinn mun leika sér
við holu nöðrunnar
og barn, nývanið af brjósti,
stinga hendi inn í bæli höggormsins. 


9  Enginn mun gera illt,
enginn valda skaða
á mínu heilaga fjalli
því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni
eins og vatn hylur sjávardjúpið.

Egilsstaðir,25.01.2022   Jónas Gunnlaugsson


mbl.is Miklum áfangasigri náð í máli Assange
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband