Er þetta venjuleg efnahags árás, eins og á the Colonial Scrip í nýlendunum 1750, eða árásin á Ísland 2008, eða árásin á Grikkland. Í öllum tilfellum, eru einkaaðilar að setja sínar gerðir eða skuldir á Ríkið, fólkið.

 

Sett á blogg: Einar Björn Bjarnason

Venezúela fjarlægir 5-núll af gjaldmiðli sínum - tengir hann síðan við ímyndaðan gjaldmiðil

000

Þetta má skoða. Nú virðast forustumenn landana fá til sín bestu menn, til að búa til fjárhags bókhaldskerfi fyrir löndin, og fyrirmyndin er lýsing Benjamíns Franklíns á fjármálakerfinu í Nýlendunum í Ameríku, 1750, og er slóð á það hér fyrir neðan.

Þeir notuðu Colonial Scrip seðla, það er fyrirfram prentaðar bókhaldsnótur, sem við höfum kallað peninga , og reyndist kerfið mjög vel.

Hér er ekki ætlast til að aðilar lesi nema, þetta hér næst neðanvið, það eru grundvallar atriðin.

Nýr gjaldmiðill?

Gjaldmiðill, er bókhald.

Hér komi Benjamín Franklín - slóð

Kennsla í góðri peninga, bókhalds stjórnun. Allir læri og hjálpi til við endursköpun fjármála bókhaldsins, peninganna, ekki síst að hjálpa þeim sem eru fastir í gamla peningatrúarkerfinu. Peningur er bókhald, skrifuð tala.

16.3.2018 | 20:08

Framhald, sýnishorn

Þið hafið ekki of marga verkamenn, þið eruð með of lítið af peningum í umferð og þeir sem eru í umferð bera eilífa byrði ógreiðanlegrar skuldar og okurs.“

 Í ljósi alls þessa spurðu kunningjar Franklins hvernig hann gæti útskýrt þessa ótrúlegu velsæld í nýlendum Nýja Englands.

Franklin sagði við þá: „Þetta er einfalt mál! Við gefum út okkar eigin pappírspeninga.

Þeir eru kallaðir „nýlenduseðlar“ Colonial Scrip. Við gefum þá út til að borga umsaminn kostnað og framlög eins og ríkisstjórnin ákveður.

Við fullvissum okkur um að þeir séu gefnir út í nægilegu magni til að vörurnar flytjist auðveldlega á milli framleiðanda til neytanda.

Með öðrum orðum: Við gætum þess að það séu alltaf nógir peningar í umferð fyrir hagkerfið.

Á þennan hátt, með því að búa sjálf til okkar eigin pappírspeninga, þá stjórnum við kaupmættinum og þurfum ekki að borga neinum vexti.

Því sjáið til, lögmæt stjórnvöld geta bæði varið peningum og lánað peninga í umferð og dreifingu á meðan bankar geta aðeins lánað táknræna upphæð af skuldaviðurkenningum sínum, því þeir geta hvorki gefið frá sér né eytt nema örlitlum hluta af því fé sem fólk þarf á að halda.

Þar af leiðir að á meðan bankarnir ykkar hér á Englandi setja peninga í umferð þá er alltaf höfuðstóll sem þarf að greiða til baka með háum vöxtum. Afleiðingin af þessu er að það er alltaf of lítið peningamagn í umferð til að geta ráðið verkamenn í fullt starf.

 

Franklin hefði ekki átt að vera svona örlátur á ráðleggingar sínar sem bárust brátt til eyrna valdamikilla enskra bankamanna.

Þeir voru fljótir að nota áhrif sín til að láta breska þingið setja lög sem bönnuðu nýlendunum að nota nýlenduseðlana sína.

Nýju lögin skipuðu svo fyrir um að aðeins skyldi nota gjaldmiðil sem væri innleysanlegur í gull- og silfurmyntum sem bankar á Englandi létu í té í of litlu magni.

Og þar með byrjaði sú plága peninga sem eru grundvallaðir á skuld, sem hafa æ síðan fært amerísku fólki miklar þrengingar, sem og fólki í Evrópu.

Fyrstu lögin til að koma reglu á nýlendupeninga voru sett í breska þinginu árið 1751 og síðan var aukið við þau 1763.

Franklin greindi frá því að aðeins ári eftir að bannið við notkun á nýlenduseðlunum, Colonial Scrip,  kom til framkvæmda þá voru götur nýlendanna fullar af atvinnulausu fólki og betlurum, alveg eins og hann hafði séð á Englandi, því það var ekki til nóg af peningum til að borga fyrir vörur og vinnu.

(Munum, það var ekki til nægjanlegt bókhald, peningar, til að það mætti færa bókhald um vinnu fólksins.jg)

Með nýjum lögum ensku bankanna hafði fjármagn í umferð verið skorið niður um helming.

Franklin bætti því við að þetta væri „hin upprunalega og sanna ástæða fyrir amerísku byltingunni“ en ekki skattar eða lögin um stimpilgjald, eins og börnum okkar hefur verið kennt í margar kynslóðir í „sögu“bókum.

Svo kynslóðum skiptir hefur fjármálamönnum (bankamönnum) tekist að fjarlægja úr sögubókum allar upplýsingar sem geta varpað ljósi á þeirra eigin ráðabrugg og sviksemi sem verndar vald þeirra yfir fólkinu.

Franklin, einn aðalhöfunda ameríska sjálfstæðisins, setti þetta skýrt fram: „Nýlendurnar hefðu með glöðu geði greitt svolítinn skatt af tei og öðrum vörum, hefði ekki verið fyrir fátæktina sem varð til vegna slæmra áhrifa enskra bankamanna og þingsins sem skilaði sér í hatri nýlendanna í garð Englands og síðan byltingunni.“

Aðrir miklir stjórnmálamenn þess tíma, þar á meðal Thomas Jefferson, John Adams og George Jackson, tóku undir þetta sjónarmið Franklins og seinna einnig Andrew Jackson og Martin Var Buren.

Abraham Lincoln og John Kennedy gáfu út ríkispeninga (sovereign money), James Garfield reyndi það og allir þrír létust í embætti.

Einstaklega hreinskilinn enskur sagnfræðingur, John Twells, skrifaði og fjallaði um peningana í nýlendunum, nýlenduseðlana, the Colonial Scrip:

„Það var undir því peningakerfi sem amerískar nýlendur blómstruðu svo ríkulega að Edmund Burke gat skrifað þannig um þær: „Ekkert í sögu heimsins jafnast á við framfarir þeirra og áhrifin þar af leiddu til hamingju fólksins.“

Hann bætti við: „Á slæmum degi tók breska þingið frá Ameríku þeirra eigin gjaldmiðil, bannaði alla frekari útgáfu slíkra peninga, þeir voru ekki lengur lögmætur gjaldmiðill, og skipaði svo fyrir að allir skattar skyldu greiddir í breskri mynt.

Íhugið nú afleiðingarnar: Þessar hömlur á greiðslumiðli lamaði allt atvinnulíf. Hrun tók við í þessum áður blómstrandi nýlendum, erfiðleikar börðu að dyrum hjá öllum fjölskyldum og öllum fyrirtækjum, óánægja varð að örvæntingu og náði þeim hæðum, svo ég vitni í dr. Johnson, „þar sem mannleg náttúra rís upp og krefst réttar síns“.“

Annar sagnfræðingur, Peter Cooper, tók sömu afstöðu. Eftir að Franklin útskýrði fyrir meðlimum þingsins ástæðuna fyrir velgengni nýlendanna skrifaði Cooper: „Eftir að Franklin skýrði frá raunverulegri orsök fyrir velmegun nýlendanna setti þingið lög sem bönnuðu notkun þessara peninga til að borga skatta. Þessi tilskipun, sem greinilega var bresku bankamönnunum, sem stóðu á bak við krúnuna, í hag, færði fólkinu svo marga annmarka og svo mikla fátækt að hún varð að meginorsök byltingarinnar. Afnám nýlendugjaldmiðilsins var miklu gildari ástæða fyrir hinni almennu uppreisn en te- og stimpilgjöldin.“

Í dag, í Ameríku sem og í Evrópu, erum við undir stjórnskipulagi seðla bankamanna í staðinn fyrir seðla hinna fullvalda ríkja. Þar af leiðandi: gríðarlegar skuldir almennings, endalaus vaxtakostnaður (okur), skattar sem eyðileggja kaupmátt og ræna fólk framleiðslu sinni, og afleiðingin er æ meiri styrking hins fjárhagslega einræðis.

Hvar eigum við að byrja til að leiðrétta undirferli bankamannanna?

Fyrsta skrefið í peningalegum umbótum, eins og fleiri og fleiri aðgerðahópar með menntuðu og gáfuðu fólki innanborðs berjast fyrir, er einmitt endurnýjun bankanna: skuldum skipt út fyrir skuldlausa peninga af réttkjörnum þar til bærum stjórnvöldum, bandaríska þinginu, og annars staðar; breska þinginu og áþekkum stjórnvöldum.

Það er skylda þessara ríkisstjórna að þjóna og vernda þjóðir sínar en ekki að leyfa fjárhagslegum ræningjabarónum að eyðileggja þær. Við verðum að binda endi á einræði peningaaflanna!

Það verður brátt augljóst að við þurfum að afnema seðlabankakerfið sem seðlabanka í einkaeign sem að hluta til stýrist af erlendum hagsmunum.

Bandaríska fjármálaráðuneytið verður að taka yfir sannprófun á reikningsskilum á milli banka og almennum bönkum í kerfinu okkar á ekki lengur að vera heimilt að búa til eða gefa út skuldir með aukinni innborgun á brotaforða (fractional reserve deposit expansion).

Skuldapeningakerfi gefur aldrei af sér peninga til að borga vexti svo bankarnir eignast að lokum allar eignir fólksins með því að svipta veðþola rétt til eignar sinnar vegna vanefnda á veðskuld; alveg eins og Thomas Jefferson sagði að myndi gerast.

 

Endursagt.

Thomas Jefferson sagði,

"Ef Ameríska þjóðin lætur einkabanka stýra myntútgáfunni,

peningaprentuninni, þá munu bankarnir og fyrirtæki þeim tengd, 

ræna þjóðina allri velmegun, "það er fasteignum og lífsviðurværi," 

í fyrstu með verðbólgu, og síðan með verðhjöðnun, 

og þá munu afkomendur okkar verða heimilislaus 

 "og á vergangi í landinu.""

slóð

 Kreppufléttan, endurtekið

000

The hitman?

slóð

so-called humanitarian interventions in the War on Terror - a giant facade - protecting corporate interests - how corporate media has become the propaganda arm - war machine - love hate - Trump - shared by a majority - ever been in US public office.

Jónas Gunnlaugsson | 14. október 2017

Efnahags innrás?

slóð

Þannig er Venezúela í svipaðri stöðu - að skorta lausafé, eins og Ísland var í er Ísland leitaði til AGS 2008/9.“ Er þetta ekki lík efnahagsárás á Venezuela, eins og efnahagsárásin á Ísland var 2008?

000

Egilsstaðir, 21.08.2018 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband