Það eru tveir kostir. Annar að láta fjármálafyrirtækin, hafa okkur í fjósinu, eins og húsdýrin, og mjólka okkur. Hinn er að breyta lögunum, strax, og breyta lögunum stanslaust, þangað til að við sjáum að lögin skila þeim árangri sem stefnt er að.

Alþingi setti lög, sem gerði fjármálakerfinu kleift að hirða allt af sumum og töluvert af öðrum, íslendingum 2008 til 2017 +?

Þessi flétta er ennþá í gangi.

 Kreppufléttan, endurtekið

Alþingi hefur ekki sýnt neina tilburði í þá átt að breyta lögunum, til að ekki sé hægt að snuða þjóðina, ríkið, fyrirtækin, heimilin og einstaklingana.

Ég skil það vel að við skiljum takmarkað í þessu.

Hvernig væri að við öll leitum að kennslu og lærum, þannig að ekki sé hægt að plata okkur.

Þingmennirnir verða að fá einhverja í  kring um sig til að kryfja málefnið.

Ef að þið þingmennirnir, látið lögin vera þannig að hægt sé að féfletta fólkið, þá er trúleg skilningsleysi  um að kenna.

Við sigum almenningi ekki á þingmennina, en þeir verða að læra, eins og við öll.

Það eru tveir kostir.

Annar að láta fjármálafyrirtækin, hafa okkur í fjósinu, eins og húsdýrin, og mjólka okkur.

Hinn kosturinn er að breyta lögunum, strax, og breyta lögunum stanslaust, þangað til að við sjáum að lögin skila þeim árangri sem stefnt er að.

Við stefnum á að fólkið og heimilin, hafi forgang.

Til að svo megi verða, verða atvinnuvegirnir og framleiðslan að ganga vel.

Hlúa að skólakerfinu, heilsugæslunni og innviðum þjóðfélagsins.

 

Ég er fjármálakerfið

Egilsstaðir, 25.03.2017  Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HVAÐ ÞARF TIL- þeir hafa stjórntaumana- við fáum alltaf eftirá frettir !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.3.2017 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband