Hvernig verður fyrirtæki til sem stýrir verðlagningunni?
Fyrst verð ég að ná töluverðri markaðshlutdeild.
Það geri ég með því að selja á lágu verði og semja við aðra um sameiginleg innkaup.
Næst segi ég við heildsalann.
Ég vil fá afslátt.
Heildsalinn segir að álagningin sé svo lág að ekki sé hægt að veita meiri afslátt.
Þá segi ég að ef þú ætlar að hafa viðskipti við okkur vil ég fá 5% lægra verð en aðrir viðskiptavinir hjá þér.
Heildsalinn sagði Nei það gengur ekki, það er ekki sanngjarnt.
Þá fór ég annað og fékk vörurnar þar og fékk ef til vill engan afslátt þar.
Fyrri heildsalinn kom og vildi fá viðskiptin aftur og ég fékk 3% í afslátt.
Ég hélt áfram að segja að ég vildi fá 20% lægra en aðrir viðskiptavinir.
Þetta endaði með því að heildsalarnir stilltu verðið þannig að ég fékk vörurnar á 20% lægra verði en aðrir viðskiptavinir.
Þarna var ég búinn að neyða heildsalana til að selja samkeppnisaðilum mínum, vöruna á 20 % til 30% hærra verði.
Núna get ég alltaf selt vöruna á lægra verði en aðrir.
Það er ekki ég sem minkaði álagninguna eða gróðann hjá mér.
Ég neyddi heildsalana til að hækka um 20% eða 30% hjá samkeppnisaðilum.
Er ég ekki sniðugur?
Allir klappa mér á bakið og segja að ég sé einn af burðarstólpum þjóðarinnar.
Eru þetta sanngjarnar leikreglur?
Fólkið sækir sér þekkingu til að ég geti ekki spilað svona á fólkið.
Ég set hér fram prósentur til skýra málefnið, en upphæðir veit ég ekki um.
Þarna er verið að reyna að gera sér grein fyrir hvernig liggur í málinu.
Egilsstaðir, 04.03.2016 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.