Sett á blogg, hjá Páli Vilhjálmssyni.
000
Það var smá pirringur í athugasemdunum.
Nú er að biðja fyrirgefningar í allar áttir.
Og hér, "whoever preserves a single soul of Israel," gæti það ekki verið maður andans, skaparinn í okkur öllum?
Auðvitað eru fleiri víddir, og skaparinn í okkur er mun lífseygari í víddunum en staðreyndatrúarmaðurinn í okkur.
Það ætti að sjást í bloggunum mínum að ég trúi, sé ekki betur en heimurinn sé búinn til úr orku, og þá er efni sem fastur punktur ekki til.
Allt bendir til að við búum í sýndar heimi sem verður til þegar við lifum lífinu.
Það er lítið gaman að búa til slæman heim.
Gangi ykkur allt í haginn, og lesum til dæmis eitthvað um
The Holographic Universe (Part One)
http://www.youtube.com/watch?v=lMBt_yfGKpU
og Many Worlds Theory - Do parallel universes really exist ...
Þá síast það til okkar allra.
Það er mjög sterk trú, akademíska trúin.
Nústaðreyndatrúin er stöðnun, afturför.
Skapararnir og Nú staðreynda trúar fólkið.
Eitthvað af þessu tíndist í athugasemdinni, set það hér inn.
Egilsstaðir, 22.02.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 22.2.2016 kl. 20:39
Athugasemdir
Sæll Jónas!
Ég deili skoðun þinni um sýndarheim en ef til vill ekki
með nákvæmlega sama hætti og þú setur það fram.
Þó hefur þú gott lag á að koma þessu sjónarmiði til skila
og að vekja menn til umhugsunar.
Í fræðum Búdda kemur það heiðskírt fram að
allt sé 'mayja' eða sýndarveruleiki, missýning
eða töfrar sem og líf okkar.
Við göngum þvi fram og hrærumst í sýndarveruleika
rétt eins og þú svo glögglega nefndir.
Sagt er að hver maður eigi sér sína blindu hlið.
Það er sú hlið hans sem flestir þekkja nema maðurinn
sjálfur.
Hégómi er það svo við hliðina á því að ganga slíka braut
og ekki síður fyrir þá sök að heimarnir liggja mjög sennilega
saman og jafnvel samgangur þar á milli meiri en menn gera sér grein fyrir.
Það er þetta sem gerir lífið að kraftbirtingarhljómi
alls sköpunarverksins þar sem allt á sinn stað og
kviknar og sloknar og kviknar aftur og er samstíga
hverjar sem fjarlægðirnar eru því allt fylgir það sama takti
hvort sem kólfurinn í Líkaböng slær höggin þrjú eða
þau fleiri eða færri.
Húsari. (IP-tala skráð) 25.2.2016 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.