Vogunarfléttan

 

 

Vogunarfléttan

Stundum er sagt að eftirlaunaþegar landana hafi sent sína peninga sem þeir unnu fyrir með miklu erfiði, til hinna ýmsu landa, til fjárfestinga.

Þá verðum við að muna að fjármálakerfi heimsins, bjó til peninga, 3% til alls athafnalífs á jörðinni.

Verðbréfasala og sala á gjaldeyri fram og til baka bjó til 97% af peningunum og á bakvið það var ekkert.

Þessir peningar voru sem innstæður í bönkum og sjóðum, það er þeir voru bókfærðir og þannig til.

Hinir ýmsu aðilar sendu þessar bókfærðu kvittanir, fyrir inneignum til hinna ýmsu landa, sem notuðu peningana til að byggja atvinnuhúsnæði, verksmiðjur og íbúðarhús.

Þá verður til verðmæti á bak við þessa peninga sem voru ekkert, það er þeir voru hluti af 97% af peningaútgáfunni sem ekkert var á bak við.

Allt verðmætið í atvinnuhúsnæðinu, verksmiðjunum og íbúðarhúsunum kom frá öllum öðrum en „peningunum," það er fjárfestinum.

Eins og við vitum er peningur bókhald.

Nú skoðum við tímabilið þegar bankakerfi heimsins lokaði á öll lán, þá urðu mjög margir að selja,

Þeir fengu ekki fyrirgreiðslu til að halda áfram.

En, þá vildu bankarnir ekki lána svo að engin gat keypt.

Þá reyndu menn að selja á 80% verði, og enn gat engin keypt, bankinn veitti enga fyrirgreiðslu.

Næst var reynt að bjóða eignirnar á 50% verði, og það var sama sagan, bankinn veitti enga fyrirgreiðslu þannig að ekki var hægt að selja.

Nú sagði bankinn, þú ert að reyna að selja á 50% verði, þá er þín eign töpuð, þú áttir til dæmis 20%, 30%, eða 49%, í eigninni en nú er það tapað.

Ég tek eignina sagði bankinn.

Þarna er veðið til lífeyrissjóðsins, lífeyrisþegans farið til bankans.

Nú er sagt að veðin séu lítilsvirði, og boðin hinum ýmsu aðilum til kaups, það er „vogunarsjóðum."

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229647/

 

Þarna er fjármálakerfið búið að gera eignirnar verðlausar, og selja þær til vogunarsjóða.

Það er „fjármálakerfið" hirti allt saman, frá eigendum bókfærslupeningana.

Voru þeir sem skipulögðu verðfallið á eignunum, þeir sem áttu vogunarsjóðina?

Þetta er til reyna að skýra atburðarásina.

Hér ættu að koma slóðir, þar sem ég er að reyna að skýra þetta sama ferli.

Að hluta eru slóðirnar hér til vinstri, undir höfundur. 

Nú verð ég að hætta.

Egilsstaðir, 08.10.2013 Jónas Gunnlaugsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög athyglisverðar pælingar. Gott að einhver hefur rökhugsun til að horfa svona á málin. Takk fyrir.

E (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband