Snjóhengjan
7.5.2013 | 14:58
Snjóhengjan
100 % peningar
Oft er sagt að peningar séu 97% búnir til með peningum,
það er í því að pappírast.
Það að pappírast skapar enga vöru eða þjónustu.
Þá er sagt að 3% séu til þarfa, það er til að búa til
vöru, þjónustu, atvinnutæki, fasteignir, vegi, hafnir, flugvelli
og allt sem að gagni verður.
Þá verður okkur hugsað til snjóhengjunnar, skuldanna,
sem bankarnir, fjármálafyrirtækin hafa skapað.
Eru þessar fjárhæðir, spilapeningar, orðnir til
við spilamennsku fjármagnsins?
Er ástæða til að þjóðirnar séu að eyða dýrmætum gjaldeyri,
til að borga spilamennsku fjármagnsins?
Áður en við látum okkur detta það í hug
að skipta þessum spilapeningum í gjaldeyri,
þá skulum við hugsa í tvö til fjögur ár.
Líklegt er að þegar við skiljum fjármálakerfið
og kreppufléttuna, að þá sjáum við snjóhengjuna
í nýju ljósi.
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229647/
Nú er að lesa og læra,
og taka hugleyðslu bað.
Hvað var það nú aftur.
http://www.herad.is/y04/1/2012-02-18-1916-hugsanaferli.htm
Við nýtum okkur reynslu undanfarandi ára, og greiðum ekki
eitthvað sem við eigum ekki að greiða.
Þess vegna leitum við að upplýsingum og skilningi,
áður en við tökum ákvörðun.
Það er lítið gaman að sitja uppi með ákvörðun,
sem allir sjá eftir tvö til fjögur ár,
að var ekki vel ígrunduð.
Vitundarvakning er undanfari skynseminnar.
Egilsstaðir, 07.05.2013 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.