Til hvers eru peningar

  

 

Til hvers eru peningar?

 

http://www.herad.is/y04/1/2012-12-24-peningar.htm

 

Til að skilja það, skulum við hér nota seðla,

það er tölu ritaða á pappír.

 

Þjóðfélagið okkar hér, eru fjórir menn,

bóndi, fiskimaður, verkmaður og reddari.

 

Bóndinn er með landbúnaðarvörur,

fiskimaðurinn er með sjávaraflann,

verkmaðurinn er tilbúinn að leysa allskonar verk af hendi, verktaki

og reddarinn er hugmyndasmiður, kennari

og allt mögulegt.

 

Þeir hafa reynt að hafa vöruskipti,

og hefur það reynst allflókið.

 

Þá dettur þeim í hug að búa til miða með tölum á,

og fær hver maður 100 kr.

 

Þeir ákveða að setja fast verð á vörurnar. ***

 

Nú gat bóndinn keypt fisk af fiskimanninum,

þó að fiskimanninn vantaði ekki búvörur.

 

Þarna komust viðskipti í gang,

þótt að sölumaður vöru eða þjónustu,

þyrfti ekki að nýta vörur eða þjónustu í bili.

 

Seðlarnir voru notaðir til að hver og einn gæti selt

sína vöru, eða þjónustu og keypt sínar nauðsynjar síðar.

 

Þú átt að leita á netinu að besta peningakerfinu fyrir okkur.

Þú hefur tungumálakunnáttuna og mikla þekkingu.

 http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1270606/

Egilsstaðir, 24.12.2012 jg

 

 

***Því urðu þeir að breyta seinna,

til að framleiðslan svaraði eftirspurn hverju sinni.

Þá byrjuðu þeir að semja um verðið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Because it is through the limitation of our money incomes that

we feel the restrictions which our relative poverty still imposes on

us, many have come to hate money as the symbol of these restrictions.

Actually, money is one of the greatest instruments of freedom

ever invented by man. It is money which in existing society

opens an astounding range of choice to the poor man – a range

greater than that which not many generations ago was open to the

wealthy.

Paragraph taken from the condensed version of The Road to Serfdom published in the Reader's Digest.

Merry Christmas from Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 24.12.2012 kl. 02:52

2 identicon

Þakk fyrir athugasemdina.

Mér sýnist þetta vera allt rétt sem þú skrifar.

Öll tækni og framfarir virðast byggja á þessu skiptakerfi, sem peningarnir gera mögulegt.

Ég er aðeins að reyna að auk skilning minn og annarra á peningakerfinu.

Gangi þér allt í haginn.

Gleðileg jól og nýtt ár.

Jónas Gunnlaugsson

Fléttan

Ámynning - Eignirnar færðar úr fasteigninni yfir í töluna sem bankinn skrifaði í tölvuna hjá sér.

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband