Þegar ég segi þetta.

 http://www.herad.is/y04/1/2012-02-18-1916-hugsanaferli.htm

Þegar ég segi þetta.

Til að pláss verði fyrir óbrenglaða hugsun í huga okkar,

þurfum við að setjast á þúfu, og leyfa ruslinu,

að renna úr heilabúinu í hugleiðslu og bæn.

Þá er ég að segja að þessu má líkja við tölvuna.

Þegar minnið í tölvunni okkar er orðið fullt,

kemur það oft fyrir að tölvan frýs.

Þá er eina ráðið að hreinsa út úr minni tölvunnar.

Við endurræsum tölvuna.

Þá byrjar tölvan að vinna rétt.

Þetta er nákvæmlega eins með heilan í okkur.

Þegar heilinn í okkur hefur starfað í sex daga,

er heilinn oft orðinn fullur upp í stút.

Þess vegna var þessi regla sett að halda hvíldardaginn heilagann.

Þá áttu menn að vera að einhverju leiti til friðs,

og með bæn og hugleiðslu átti að losa um ruslið,

sem safnast hafði saman í huga og heila.

Að sjálfsögðu er misjafnt hvað fólkið iðkar

af hugleiðslu og bæn,

yfir vikuna.

Þá er ekki ólíklegt að hugsanaferlið sé misjafnlega stíflað.

-

Þarna er ég að reyna að finna eðlilega skýringu.

Egilsstaðir, 18.02.2012 Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband