Sá sem ræður orkulindunum ræður orkuverðinu.
16.3.2012 | 22:46
Við höfum selt jarðvarma orkuna til almennings á kostnaðarverði,
af því að við áttum orkulindirnar sjálfir
Sá sem ræður orkulindunum ræður orkuverðinu.
Ef einkaaðilar eiga orkulindirnar, verður orkan seld á heimsmarkaðs verði.
Jarðhita orkusvæði er mun verðmætara en olíulindir.
Olíulindir tæmast, en í jarðhita svæðinu borar þú dýpra,
og dælir vatni niður, og getur haldið áfram nýtingunni.
Þegar hlutabréf eru seld, er miðað við undirliggjandi verðmæti,
á heimsmarkaðsverði.
Þá verður að selja orkuna á heimsmarkaðsverði líka.
Þá er spurning hvort við getum rekið sundstaðina,
ef við verðum að greiða olíu verð fyrir orkuna.
Það þarf að koma í veg fyrir að sveitastjórnir geti
selt jarðhita orkulindirnar.
Þær þurfa að vera í almanna eigu, og ekki hægt að leigja,
selja eða taka þær upp í skuld.
Venjan er að sveitarstjórnum er lánað til að byggja íþróttahús, skóla, leikskóla,
bara nefndu það og síðan er mjólkurkýrnar (orkulindirnar)
seldar upp í skuldina.
Þetta er venjubundin aðferð til að ná í verðmæti frá sveitarfélögum eða ríkinu,
nú í kreppunni, (hugarkreppunni), og áður.
Sá sem kaupir, lætur fyrirtækið greiða kaupverðið,
síðan greiða jarðhita-orkunotendur upphæðina
á 5 árum og svo alltaf á 5 ára fresti.
Við erum ekki á móti einkarekstri, en við viljum halda stjórnunarrétti,
ígildi eignarréttar á landinu, vatninu, orkunni, fiskinum, olíunni,
það er auðlindunum.
Ef til vill er ekki svo vitlaust að þjóðin leysi til sín auðlindir, með mínus skatti,
á 10 til 15 ára fresti, og endur skoði nýtinguna að bestu manna yfirsýn.
Þeir sem væru að nýta réttinn, á hverjum tíma, yrðu að hafa forgang.
Hér er hætt við að verðið verði sprengt upp
og því best að við eigum allt saman.
Við höfum selt jarðvarma orkuna til almennings á kostnaðarverði,
af því að við áttum orkulindirnar sjálfir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.