Remdesivir virkar ekki og er hættulegt, samt hefur Lyfjastofnun gefið því skilyrt leyfi til meðferðar á C19 hérlendis á sama tíma og stofnunin berst með kjafti, klóm og lygum gegn því að Ivermectin sé notað, m.a. hótaði Guðmundi Karli Snæbirnsyni lækni öllu illu fyrir að fjalla um rannsóknir á lyfinu á Facebook síðu sinni, sem sýndu stórkostlegan árangur af notkun þess.
"Ég var spurður að því í viðtali á RÚV [1] nýlega hvort ástæðan væri spilling, þ.e.a.s. fyrir því að lyfjastofnanir hér í Evrópu og Bandaríkjunum mæltu gegn notkun ivermectin fyrir C19 sjúklinga. Ég svaraði spurningunni ekki beint en hér ætla ég að benda á nokkrar staðreyndir í málinu þannig að lesendur geta dregið sínar eigin ályktanir."
Remdesivir, þróað fyrir ameríska skattpeninga (~10 ma ISK) af lyfjafyrirækinu Gilead, fyrst gegn ebóla en feilaði þar og var endurvakið í fyrra með skilyrtum neyðarleyfum frá FDA og EMA til notkunar á C19 sjúklinga, 5 daga meðferðarskammtur kostar í BNA rúmlega 400.000 krónur ($3.120). Segja má að lyfið hafi fallið á prófinu strax í fyrstu C19 rannsókninni í Kína, þar sem fleiri dóu heldur en í lyfleysuhópnum og hætta varð notkuninni á stórum hluta lyfhópsins vegna slæmra aukaverkana. Rannsóknin var birt í Lancet í maí í fyrra. [2] Og ekki er nýjasta rannsóknin beint glæsileg, sem birt var núna í september í JAMA (Journal of American Medical Association) undir titlinum "Association of Remdesivir Treatment With Survival and Length of Hospital Stay Among US Veterans Hospitalized With COVID-19", þar sem útkoman í remdesivir hópnum er mun lakari heldur en í samanburðarhópnum, fleiri dauðsföll og lengri sjúkrahúsvist:
"remdesivir treatment was not associated with improved survival but was associated with longer hospital stays. Routine use of remdesivir may be associated with increased use of hospital beds while not being associated with improvements in survival." [3]
Önnur rannsókn sem kom út í apríl á þessu ári komst að því að remdesivir hefði 20 sinnum meiri líkur á að valda nýrnarbilun en samanburðarlyfin [4] og í maí kom út í Journal of Clinical Microbiology and Infection rannsókn sem sýndi fram á háa tíðni hjartatengdra aukaverkana, þ.á.m. hægsláttar (bradycardia) í 31% tilfellanna. [5]
Sem sagt lyfið sem notað er á Landspítalanum, eina lyfið sem Lyfjastofnun hefur veitt skilyrt leyfi til notkunar gegn C19, hefur neikvæða virkni, er stórhættulegt heilsu fólks og er í þokkabót rándýrt.
Mér er spurn á hvaða forsendum Lyfjastofnun getur varið það að heimila notkun þessa gagnslausa og hættulega lyfs á sama tíma og hún ein lyfjastofnana í Evrópu bannar læknum að skrifa út áhrifaríkt og öruggt lyf eins og ivermectin.
Ef við tökum nóbelsverðlaunalyfið ivermectin til samanburðar, þá kostar það sama sem ekkert (einkaleyfið löngu runnið út), hefur 40 ára reynslu á markaðnum sem lyf fyrir fólk (>4 milljarðar skammtar), er nánast aukaverkanalaust og hefur sýnt frábæran árangur í fjölda rannsókna bæði til meðferðar á C19, "long-C19" og sem forvörn. [6]
Þar sem efni í lyfinu binst tengisprota (s-protein) veirunnar afar vel (hlutleysir það) [7,8], það sama og tilraunabóluefnin láta frumur líkamans framleiða, má leiða að því líkum að það gagnist vel fólki sem hefur orðið fyrir alvarlegum aukaverkunum eftir að hafa verið sprautað með tilraunabóluefnunum (hef ekki enn séð rannsóknir hvað það varðar, en heyrt af mörgum slíkum tilvikum), en margar nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að tengisprotinn einn sér veldur alvarlegustu C19 sjúkdómseinkennunum - hann er frumudrepandi eitur (cytotoxic).
En hvernig ætli Lyfjastofnun verji samstöðu sína með stóru lyfjafyrirækjunum í stríðinu gegn C19 snemm meðferðum og þá sérstaklega ivermectin upp á síðkastið?
Ég reikna með að ef einhver hugaður blaðamaður kynnti sér málið og krefði stofnunina um svör, myndi hún hlaupast undan ábyrgð og skýla sér á bakvið evrópsku lyfjastofnunina (EMA) en á vef hennar má finna útskýringar sem standast tæpast skoðun. [9] Þær ganga m.a. út á útúrsnúninga hvað varðar skammtastærðir og að rannsóknirnar á bak við lyfið séu ekki nógu stórar og/eða vandaðar.
Þessar útskýringar EMA eru fullar af þversögnum - tvöfaldur staðall. Við erum í miðjum faraldri, í neyð og á þeirri forsendu er verið veita neyðarleyfi fyrir gagnslausu og hættulegu lyfi eins og remdesivir og "bóluefnum" sem byggja á tækni sem hefur enga reynslu á markaðnum með alls ófullnægjandi rannsóknir að baki hvað varðar virkni og skaðlegar aukaverkanir bæði til skamms og langs tíma - efni sem verið er að sprauta í líkama heilbrigðs fólks og barna líka, sem ekki eru í áhættuhópi.
Rannsókn þarf ekki að vera stór þegar niðurstöðurnar eru afgerandi eins og á við um tugi ivermectin rannsókna. Aðalatriðið er skaðleysið og til að rannsaka það þarf tíma, langan tíma. Ivermectin hefur 40 ára sögu hvað það varðar og öryggisprófíll þess betri en flestra lauasölulyfja á markaðnum. [11]
Í krísuástandi eins og við erum búin að upplifa bráðum í 2 ár og ekki sér enn fyrir endan á, ætti að leyfa öll lyf sem við vitum að eru ekki hættuleg. Við höfum engu að tapa, jafnvel þó lyf virkaði ekki, svo lengi sem það skaðar fólk ekki. Dr. Chris Martenson, útskýrir þessi einföldu rök betur en ég í þessu stutta myndbandi:
Horse Dewormer or Nobel Prize-Winning Medicine? - https://youtu.be/_blbVs8eBUk
Að mínu mati er alvarleiki þessa máls mikill, það varðar líf og heilsu okkar allra. Dæmi hver fyrir sig um hvort hér sé ekki um alvarlega spillingu að ræða.
Heimildir:
1. X21 Kosningahlaðvarp RÚV - https://www.ruv.is/utvarp/spila/x21-kosningahladvarp-ruv/32184/9itosm
2. Remdesivir in adults with severe COVID-19: a randomised, double-blind, placebo-controlled, multicentre trial - https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(20)31022-9/fulltext
3. Association of Remdesivir Treatment With Survival and Length of Hospital Stay Among US Veterans Hospitalized With COVID-19 - https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34264329/
4. Remdesivir and Acute Renal Failure: A Potential Safety Signal From Disproportionality Analysis of the WHO Safety Database - https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33340409/
5. New study: WHO data shows Remdesevir causes serious bradycardia among COVID-19 patients - https://covidcalltohumanity.org/2021/06/04/new-study-who-data-shows-remdesevir-causes-serious-bradycardia-among-covid-19-patients/
6. Ivermectin for COVID-19: real-time meta analysis of 64 studies - https://ivmmeta.com/
ema-advises-against-use-ivermectin-prevention-treatment-covid-19-outside-randomised-clinical-trials
7. The Binding mechanism of Ivermectin and levosalbutamol with spike protein of SARS-CoV-2 - https://www.researchsquare.com/article/rs-160254/v1
8. The mechanisms of action of Ivermectin against SARS-CoV-2: An evidence-based clinical review article - https://www.nature.com/articles/s41429-021-00430-5
9. EMA advises against use of ivermectin for the prevention or treatment of COVID-19 outside randomised clinical trials - https://www.ema.europa.eu/en/news/
10. Global ivermectin adoption for COVID-19: 36% - https://ivmstatus.com/
11. Review of the Emerging Evidence Demonstrating the Efficacy of Ivermectin in the Prophylaxis and Treatment of COVID-19 - https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC8088823/
Höfundur: Helgi Örn Viggósson, hann skipar 2. sæti á lista fyrir Ábyrga framtíð.
Egilsstaðir, 20.02.2022 Jónas Gunnlaugsson
Ausurríkismenn tala þýsku og fögnuðu sameiningu við Þýskaland 1937.
Flestir íbúar Súdetahéraðanna töluðu þýsku og vildi tilheyra Þýskalandi. Bæheimur hafði um aldir tilheyrt þýska ríkinu og hafði keisarinn um tíma setið í Prag.
Danzig var þýsk borg, en hafði verið sett undir stjórn Þjóðabandalagsins eftir fyrra stríð. Margir íbúar í hinu svo kallaða "Pólska hliði" voru þýskir.
Krafa Hitlers var að fá aftur yfirráð yfir Danzig og að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um framtíð "Pólska hliðsins". Þessum kröfum var hafnað.
Ég spyr: voru kröfur Hitlers, á árunum 1938-39, eitthvað ósanngjarnari heldur en kröfur Pútíns í dag?