ÍSRAEL Í upphafi var orðið, orðið var guð. Hugmyndin varð efni.

ÍSRAEL Í upphafi var orðið, orðið var guð. Hugmyndin varð efni.

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/israel6.html 

ÍSRAEL

(íbúar 1979, 3.654.000.)

Í upphafi var orðið, orðið var guð. Hugmyndin varð efni.

Barnið er fullt af trúnaðartrausti, horfir upp til föður og móður,

og reynir að framkvæma eftir fyrirmyndinni.

---

Síðar fara Adam og Eva að velta vöngum, ættum við að gera þetta eða hitt, hvort er rétt.

Þau átu af skilningstré góðs og ills, og voru rekin út úr aldingarðinum Eden.

Þau höfðu sjálfstæðan vilja og leituðu leiða. Þróun, stökkbreyting, stjórnun, aðleitun eða þrá.?

Lífveran fer úr hreiðrinu þegar hún hefur aldur til.

---

Í náttúrunni virðast þeir sem hafa nautna og sykurslefu í skilningarvitunum,

síður varast umhverfi sitt.

Yfir fengitímann varast dýrin síður rándýrið.

Sá sem er með sykurslefu finnur ekki annað bragð svo vel sé.

Í Nóaflóðinu, náttúruhamförum, og öðru slíku, varast menn betur ef öll skilningarvit eru í lagi.

Ef hávaðinn er mikill heyrist viðvörunarflautið ekki.

Nói hafði eyra að heyra, og bjargaðist á Örkinni.

---

Babelsturninn var reistur, fólkið gat gert mikla hluti, og oftast tókst einum að reyra sína skoðun á alla.

En fjarlægðin og samskiptaleysið varð þess valdandi, að tungumálin tóku að þróast sitt í hverja áttina,

og þá urðu til margskonar menningarheildir, sem kepptu hver við aðra, og flýttu þróun.

---

Abraham kom nokkru eftir 4000 fyrir Krist,

frá Úr í Kaldeu (Irak?) til Kanan, nú Israel. (Nat.Geographic kort,des.1989)

Hann eignaðist soninn Ismaiel með Hagar Egypskri konu.

Af Ismaiel eru Arabar komnir.

--

14 árum síðar eignaðist Abraham soninn Isak, með konu sinni Söru.

Af Ísak eru Gyðingar komnir.

Arabar og Gyðingar kalla Abraham ættföður sinn.

---

Landið sem nú er Israel var fyrir Krist undir yfirráðum

Egypta 1450, Davíðs/Salomons 950, Assyríu 650, Babiloníu 550, Persíu 500,

Alexanders 323, Ptolemies 300, Seleucids 198, Rom 63,.

---

Eftir Krist,

Byzantine (Kristið) 450, Umanyads (Múhamedstrú) 740, Abbasids 850,

Krossfarariddarar (Kristnir) 1140, Mamluks (Múhamedstrú) 1450,

Ottomans 1550, Bretar 1920.

---

Eftir fyrra stríð 1918, voru Gyðingar í Palestinu, og dreifðir um mörg lönd.

Þegar mjög var þrengt að þeim, og þeir myrtir í hinum ýmsu löndum,

fóru þeir að reyna að fá sitt eigið sjálfstjórnarsvæði.

---

Þegar þeir flýðu undan nasistum, var þeim oftast vísað frá flestum löndum,

og aftur inn í gasofna nazista.

Þeir voru drepnir í miljónatali.

---

Árið 1946 slepptu Bretar Palestínu,

og fengu Múhameðstrúarmenn Jórdaníu, landið austan við ána Jórdan,

en landið vestan við ána Jórdan átti að vera sameiginlegur bústaður

Gyðinga, (Kristinna) og Múhameðstrúarmanna.

---

Einræðisherrar Arabaþjóðanna í nálægum löndum, sem reyndar höfðu mörg hundruð miljóna íbúa,

sögðust ætla að reka Gyðinga i hafið, og báðu alla Múhameðstrúarmenn

að flýja út úr Israel á meðan.

---

Gyðingar hröktust frá eignum sínum í mörgum Araba löndum

og reyndu að koma sér til Israel.

---

Egyptar náðu Gasasvæðinu, og Jórdaníumenn vesturbakkanum, vestan Jórdanár,

en þar stýrði Jórdanska hernum, sem var byggður upp af Bretum,

Glubb phjassa eða Gordon, breskur hershöfðingi,

sem hafði gift dóttur sína Hússein Jórdaníu kóngi.

---

Þarna höfðu Palestinumenn hrakist til Jórdaníu og Egyptalands og Gyðingar til Israel.

---

Palestinumenn sem farið höfðu til Jórdaníu,

reyndu að steypa Hussein Jórdaníu kóngi, en hann hrakti þá út úr landinu,

og Líbanon þá friðsamt land, 56% Kristið og 44% Múhameðstrúar,

(St.Nord.Konv.Leks.1920), tók við Palestinumönnum.

---

Áður en langt um leið kröfðust Múhameðstrúarmenn meiri valda í Líbanon,

nú væru þeir örugglega orðnir meirihluti íbúana.

---

Síðan hefur verið stanslaus styrjöld í Líbanon.

--

Eftir nokkrar styrjaldir á milli Araba og Israelsmanna, hafa herir Araba dregið sig út úr Ísrael.

---

Ísraelar sem áður voru drepnir í miljónatali í gasofnum,

reyna að styrkja stöðu sína, því þeir geta ekkert farið,

og eru hræddir um að verða leiksoppur annarra.

---

Ef litið er á ástandið í löndunum umhverfis Ísrael, þekkist það að Kúrdar, sem þó eru Múhameðstrúar,

séu drepnir í þúsundatali á eiturgasi, en þeir búa þar í nokkrum löndum.

---

Bahajar og ýmsir trúarhópar þola miklar ógnir, stundum brenndir lifandi.

---

Í Ísrael er staðan mjög erfið og miklar ógnir á milli Múhameðstrúarmanna og Gyðinga og fátt til ráða.

---

Nú hafa þjóðir jarðarinnar færst saman, vegna tækniframfara í samgöngum og fjarskiptum,

öfugt við það sem var á dögum Babelsturnsins.

---

Allt bendir til að tungumálin þróist saman, einkum andlega, og stórar menningarheildir nái að myndast.

---

Nú ríður á að kynna allt það besta frá hverri menningarheild fortíðarinnar, til sköpunar á framtíðinni.

---

Helst væri að hugmyndagreina trúarhugmyndirnar:

Allah = Jave = God = Guð = ,.

Kærleiksboðskapurinn = það besta í Múhameðstrú = það besta í Gyðingdómi = ,.

Já á Hebresku = yo = já á Arabisku = já = yes = nai = amen =.

---

Ekki búa til kássu, en já sé já, nei sé nei, Guð sé Guð, amen.

---

Hann skyldi þó aldrei vera þarna, karlinn með skeggið, Hinn Alvaldi, Himnafaðirinn, Hinn Eilífi,

sá andskoti sem oft er á vörum þínum, þegar þú gerir verstu verkin þín.

---

Guð minn, hjálpaðu mér, vertu mér syndugum líknsamur.

---

Hvar eru gömlu (réttu) göturnar, leið þú mig.

 

Heldur þú þig geta fundið mig, með speki þinni, hugsun og klækjum.

Leita þú, knúðu á, fyrir þér mun upplokið verða.

---

Fóturinn í gifsinu stirðnar og rýrnar.

Þegar hann getur æft sig aftur liðkast hann og styrkist.

Íþróttamaðurinn liðkast og styrkist, verður stærri og sterkari, fær það sem hann sækist eftir.

Sá sem ekki æfir, ekki leitast við að bæta sig, notar ekki það sem honum var gefið, tapar því.

Jafnvel það sem hann hefur verður frá honum tekið, hann rýrnar.

---

Leita þú, knúðu á, fyrir þér mun upplokið verða.

Æfðu ástúðina og umhyggjuna og settu eitthvað mýkjandi á hatrið.

---

Jónas Gunnlaugsson Egilsstöðum, fyrir 04.09.1988

jonasg@ismennt.is

heim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Jónas.

Athyglisvert sem þú skrifar um að tungumálin þróist saman því þetta er þegar staðreynd hvað varðar latínu nútímans, frönsku, spænsku og ítölsku.

Málfræðin er gjörbreytt þar sem einungis örfá orð taka fallbeygingu og þá helst í nefnifalli og þolfalli og einstöku einungis í eignatfalli.

Þetta er þeim mun athyglisverðara þegar haft er í huga föllin sem prýddu t.d. latínu áður og fyrr.

Guðni Björgólfsson, 18.5.2024 kl. 12:07

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Komdu sæll og blessaður Guðni Björgólfsson 

Þetta er fróðlegt að heyra. 

Ert þú tengdur Húsara sem hefur lengi verið á blogginu? 

Egilsstaðir, 20.08.2024   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.8.2024 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband