Við búum í heimi sem er andlegur, og erum látnir halda að hann sé efnisheimur. Af hverju? Ef til vill er verið að kenna okkur að vera ekki flögrandi úti um allt en læra að vera fastir í punkti, miðju, og þaðan getum við náð í alla eiginleika sem vit og þroski okkar skilur eða getur látið sér detta í hug að leita eftir.
000
Nú semjum við frið með skilmálunum, lögunum sem kallinn með skeggið gaf okkur.
Skilmálarnir, lögin voru, tönn fyrir tönn og auga fyrir auga.
Jesú sagði ég er kominn til að uppfylla lögmálið, ekki einn stafkrókur fellur úr gildi. (skoða, þetta er eftir minni).
Þá skoðum við, sá sem fyrirgefur öllum allt, verður fyrirgefið allt.
Þú skalt ekki halda að þú getir framið óhæfuverk í trausti þess að þú getir á eftir sagt, ég fyrirgef öllum allt, eins og að fá aflátsbréf fyrir fram.
Munum að fortíðin, nútíminn og framtíðin eru nú, allt er í heilmyndinni, heilmyndunum.
Ef við bætum okkar ráð batnar heilmyndin, heilmyndirnar, fortíðin, nútíðin og framtíðin sjálfvirkt.
Hér verðum við að hugsa, með leitun (þá) kemur lausn.
Egilsstaðir, 23.12.2023 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.