Hugsun 04.12.2022 - Ekki dettur nokkrum í hug að yfirmenn á spítölunum hafi vísvitandi verið að ná stjórn á samviskusömum, gáfuðum hjúkrunarkonum með því að setja þær í vandamál sem þær gátu ekki leyst og urðu að gefast upp? Þær voru ekki til vandræða á meðan. Voru kandídatar settir á þriggja sólahringa vaktir? Þeir fengu þá reynslu af vinnuálagi.
Þei sem stjórnast af líkamanum sofna, þeir sem stjórnast af andanum geta ofkeyrt líkaman.
Sönn skáldsaga.
Samsettir áratugir ýmsir vinnustaðir.
Við sem eru ekki bestir í öllu þökkum hinum ýmsu forstöðumönnum fyrir að láta okkur hafa vinnu og þá lifibrauð.
Skrifa ritskoðað og lítið, við erum ófullkomnir.
000
Starfsmenn á spítala segja upp.
Ef engin mætir til að leysa þá af eru þeir látnir vera áfram og fá þá ekki hvíld.
Of mikil þreyta, líkaminn nær ekki að endurnýja sig og þá áfram þreyta. er það kulnun?
Viðbót 04.12.2022 Upp úr þessu fór ég að fá gula slikju á andlitið, ég hugsaði, er gul-grænn. Eitursóti, notaður í vinnu 15 til 18 ára, tríklór notaður í vinnu við að hreinsa stóra rafala og rafmótora 20 ára + ? Tróðum sigarettu tóbaki í holur á tönnum í frmhaldsskólanum, engin tannlæknir.
Þetta er minn skilningur.
Kulnun í starfi?
Vandamál í rekstri, mönnun, gömul hönnun, blindgötur, ekki dæma, gleyma.
Yfirmenn voru að kljást við slæm vandamál.
Var á frívakt, vaknaði neðst í stiganum, hafði verið settur í peisu og buxur og þeir voru að drösla mér sofandi upp neðst í stiganum, upp í rafmagnstöflu húsið í 8 til 10 metra hæð.
Vegna undanfarandi vikna erfiðleika í rekstri var ég svefnlaus og mjög þreyttur, þeir gátu ekki vakið mig, svefnstaður, ef til vill 200 metra eða 2 kílómetrar frá, man það ekki það fór eftir ástæðum.
Ef það þurfti að opna bakið á rofskáp ca. 2,5 metra háum, og fullir af mótorrofum, þá komst heitt loftið inn í skápinn sem var kældur niður með úti lofti.
Heita loftið kom við kældu hluta skápsins og vatnsdropar mynduðust og rafstraumurinn fór strax út í járnið, og við fengum töluverða sprengingu.
Ef vindurinn úti var úr réttri átt og þurrviðri, tókst okkur að tengja vírana áður en það varð skammhlaup frá rafkerfinu og út í járn gindina.
Þetta var mjög óþægilegt en þarna hefði þurft vegg utan við skápabúrið.
Vinnuaðstaðan var vandamál.*
Ég fór rólega upp í rofahúsið og hélt mér vel í handriðið, og gerði við einhverja bilun á 10 til 15 mínútum.
Ég fékk klapp á bakið, og farðu nú strax og hvíldu þig.
Mig minnir að þarna hafi verið liðin 1 klukkutími af 8 tíma frívaktinni.
Ég gat ekki sofnað neitt á frívaktinni, og svo tók við 8 tíma vinnuvakt.
Hvað vakan var orðin löng man ég ekki, en þetta var alls ekki óvanalegt.
Auðvitað misstu menn oft heilsuna ef áraunin var of mikil.
Svona vinnu aðstaða var ekki óalgeng eins og þegar karlarnir á gömlu togurunum voru í aðgerð á aflanum og duttu niður í fisk kösina sofandi.
Þá var engin hvíldartími, allir reyndu að bjarga aflanum.
Það að fá að vinna á togara var ávísun á góðar tekjur og reyndu menn að gera allt til að halda starfinu.
Við vorum fangar tíðarandans.
Auðvitað erum við Jón og Gunna oft erfið.
Þeir sem reyndu að vera samviskusamir, keyrðu sig oft í þrot og er það ef til vill stundum kallað kulnun í starfi?
000
*Bætt við.
Það að setja rafmagnsrofana alla í mitt húsið ofan við tækin, og rafleiðslurnar beint út í rennurnar og svo niður í hvern rafmótor var mjög frjó hugsun.
Það var mjög gott og þægilegt.
Það þurfti að bæta við veggjum utanum rofa kápana.
Þessu var öllu breitt síðar og rofa skáparnir voru færðir niður á gólfið og var umgengi þar beint af gólfinu þægileg og nýttist ár eftir ár.
000
Egilsstaðir, 07.09.2022 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.