Sveitarfélögin fengu lán frá ríkinu, og gátu keypt löndin í kring um byggðirnar. Nú hefði byggðin í kring um Jökulsá á Fjöllum átt að kaupa landið sitt, með stuðningi Ríkisins og settar reglur um notkun og meðferð landsins.

Sett á blog:      Geir Ágústsson

Þar fauk koltvísýringssparnaðurinn

000

Jón Steinar, ef ég rifja upp frá gamalli tíð, þá fengu sveitarflögin lán frá ríkinu, (muna að lán er aðeins skrifuð tala,) og gátu keypt löndin í kring um byggðirnar.

Þá átti Ríkið bankana og þá alla peninga sem bankarnir bjuggu til, og þá varð mikil eignamyndun i íslenskri eigu.

Vextir voru lágir, ég man ekki, 2 til 4%, og verðbólgan át skuldina.

Ýmsar byggðir keyptu landið sitt, og var það gott.

Nú hefði byggðin í kring um Jökulsá á Fjöllum átt að kaupa landið sitt, með stuðningi Ríkisins og settar reglur um notkun og meðferð landsins. 

Eins er með allar jarðirnar í kring um Finnafjörð og upp af Vopnafirði. 

000

Byggðirnar skipuleggi lóðir fyrir íbúðarhús, atvinnurekstur og sumarhús. 

Byggðin mætti alls ekki selja eða veðsetja landið. 

Nú eru allar reglur settar, til að stórfyrirtækin blómstri. 

Í þessari tilbúnu influensu kreppu núna á engin út um sveitirnar að missa ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin fyrir næsta tækifæri. 

Fólkið sem vill reyna er guðs í gyldi.

Muna að stórfyrirtækin flytja allar tekjur heim, og rekstrarfyrirtækið er alltaf skuldsett í topp í banka fyrirtækisins þá tapar fyrirtækið engu. 

Stórfyrirtækið leggur 10 milljarða inn í bankann sinn, og þá leggur bankinn 100 milljarða sem stórfyrirtækið leggur í einhverja góða fjárfestingu. 

Nú, vegna 100 milljarðana sem bankinn lagði inn á nýju fjárfestinguna, þá má bankinn, banki stórfyrirtækisins lána út 1000 milljarða, mikið gaman. 

Muna að kreppan 2008 var tilbúin líka.

Skáldsaga

Heimsbankinn hafði lánað til fjögurra ára til íslensku bankana og sagt að þeir mættu lána til 20 ára, það yrði alltaf lánað áfram.

Allt í einu sagði heimsbankinn, það er engin peningur til og lokaði fyrir lánveitingar.

Þá gátu bankarnir ekki greitt allt upp og voru bókhaldslega komnir á hausinn.

Öllum bönkum heimsins var hjálpað en ekki þeim íslensku.

Yfir stjórn fjármálakerfisins tók þá gáfulegu ákvörðun, að hugsanlegt söluverð eigna yrði viðmið, þegar eignir bankana yrðu metnar.

Síðar var ákveðið að hætta að lána út frá bönkunum, til að búa til skort á peningum, bókhaldi úti í þjóðfélögunum, til að þjóðfélögin stöðvuðust.

Þá misstu allir tekjurnar og urðu að selja eignir, fasteignir og fyrirtæki.

Þá urðu allir að selja en bankinn lánaði engum til að kaupa, bankinn væri tómur.

Allir urðu að semja við bankann eða voru boðnir upp.

Bankinn fékk þá allar eignirnar eins og að var stefnt. 

slóð

Þarna urðu 228 milljarða dollara vandræði að 4 trilljarða... - jonasg-egi.blog.is

En nú skeði það skemmtilega, að allar eignirnar sem bankarnir áttu voru verðlausar vegna ákvörðunar yfirfjármálavaldsins, um að söluverð eigna væri mat á eignum bankana, fjármálafyrirtækjanna.

Menn skildu ekkert í þessu og hugsuðu og hugsuðu.

Hver er skemmdaverka maðurinn hver er að eyðileggja fjármálakerfið?

Menn hugsuðu og hugsuðu, eins og bangsinn í 100 metra skógi en engin skildi neitt í þessu mikla skemmdarverki.

Þá varð bankamönnum það til happs að Lína langsokkur átti leið í bæinn.

Hún Lína var strax kölluð á fund í viðskipta ráðinu, elítu ráðinu í Sviss.

Já, já sagði Lína og togaði í annað eyrað.

Hver getur verið svona klókur að setja alla banka á hausinn?

Hver gat sett reglur þannig að bankarnir fóru á hausinn?

Spekingarnir í há yfir heims bankaráðinu, litu hver á annan og voru eitt spurningamerki.

verð að hlaupa og skoða þessar línur hér að neðan seinna.

Við gætum að því að staðfest mögulegt söluverð sé verðmæti eignanna, við hnykktum vel á þessu hérna um árið, svo að bankarnir væru ekki með óseljan-legar eignir sem hluta í eignasafninu.

Já, já, sagði Lína, þarna kemur það, þið bjugguð til kreppuna og gerðuð allar eignirnar verðlausar, með því að hætta að lána út peninga, hætta að skrifa, prenta bókhald.

Það gerðuð þið til að þið gætuð náð eignunum af fólkinu eins og þið gerið með öllum kreppunum.

Þann 02.03.2009 breytti þingnefnd bankabókhalds reglunum þannig að eignir bankana héldu verðmæt í bankabókhaldinu.

Þá héldu eignirnar verði sínu í eignasafni bankanna, þótt við í fjármálakerfinu gerðum eignir fólksins verðlausar á meðan við hirtum þær af fólkinu með kreppunni.

Já, Lína langsokkur er engin asni, hefur hún innsæi, líkt og Einstein, Nikola Tesla og Jesú töluðu um?

000

Greind á enga möguleika þegar uppfinningar eru annars vegar.

Hugurinn þarf að taka undir sig stökk

– maður getur kallað það innsæi eða eitthvað annað –

og þá fæst niðurstaða án þess að maður viti hvernig eða hvers vegna. -

Albert Einstein

000

Andlegir hæfileikar eru gjöf frá Guði, guðlegri veru,

og ef við einbeitum huga okkar að þeim sannleika

öðlumst við samhljóm við þennan æðri mátt. -

Nikola Tesla

000

Jesú sagði, leitið og þér munið finna.

000

Við þessir venjulegu, sem trúum á efnisheiminn, en höfum ekki yfirsýn eða innsæi klúðrum oft málunum vegna heimsku.

Fólkið notar peninga, fjármálabókhald til að halda reglu á viðskiptum í þjóðfélaginu.

Fjármálabókhaldið, peningarnir, skrifuð tala, eign frá sjóði 0.

Engin vandræði,

slóð 

Þarna urðu 228 milljarða dollara vandræði að 4 trilljarða dollara vandræðum, þegar hugsanlegt núsöluverð eigna var bókfært sem verðmæti eigna bankana. Þá fóru margir bankar á hausinn, og Bandaríkin björguðu mörgum, en ekki þeim íslensku.

 

Egilsstaðir, 03.04.2021   Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband