Bankanum er leift að segja að hann sé að lána okkur verðmætið. Bankanum er leift að eiga allt sem gert er. Bankinn er 100% á Ríkinu, fólkinu.
18.1.2021 | 18:44
Gæti þetta verið sönn skáldsaga?
Jón, Gunna, Stína, Páll og Nína, öll 12 ára fá verkefni í skólanum. Þið eygið að sýna efnahagskerfi gamlafólksins.
Þau setjast niður, og fara að velta því fyrir sér, hvernig ætti að gera þetta.
Fyrst höfum við engan banka.
Gunna vill kaupa fisk af Jóni og greiða með kartöflum.
Þá segir Jón, ég á svo mikið af kartöflum að ég get ekki tekið meira af þeim.
Við eyðum ekki meiri tíma í þetta.
Þau ákveða að Nína búi til 10 miða fyrir hvert þeirra.
Þá lætur Gunna Jón fá einn miða fyrir fiskinn.
Allir verði að fá einhverskonar vinnu til að fá tekjur, miða.
Einn er bóndi annar fiskimaður, þriðji flutningabílstjóri, fjórði verslunarmaður og svo Nína miðastjóri, bókhaldsstjóri, bankastjóri.
Þau sjá fljótt, að betra er að hafa nótur, seðla með mismunandi upphæðum og kalla þá færanlegt bókhald.
Þá er hægt að fara upp í Fljótsdal og kaupa hest með seðlum.
Sá sem seldi hestinn getur farið með seðlana og keypt vöru í versluninni.
Miðarnir, seðlarnir ganga á milli manna og allir nota þá til að skiptast á verðmætum.
Nína bjó til miða eftir þörfum.
Ef einhversstaðar var laust fólk, þá fékk ríkið miða, bókhaldsmiða, peninga, og greiddi bókhaldsmiðana, peningana til fólksins, starfsfólksins.
Þá fékk þetta fólk miða, peninga, bókhald til að geta lifað, og þjóðfélagið fékk tvíbreiðan veg, tvíbreiða brú og fólkið lifði á tekjunum við að gera gagn.
Mikið gaman.
Þá vildi einhver eiga bankann og hann gaf öllum brennivín, og allt gekk eins og í sögu, kominn einkabanki.
Einkabankinn þóttist lána fólkinu, tók vexti og þegar búið var að byggja allt fullt af íbúðarhúsum, atvinnuhúsnæði, bílum, húsgögnum fyrir fólkið, þá hætti bankinn að skrifa miða, peninga, peningabókhald.
Þá varð þurrð á miðum, peningum, peningabókhaldi úti í þjóðfélaginu.
Þá var ekki hægt að skiptast á vinnu og vörum, og allt stöðvaðist í þjóðfélaginu.
Fólkið gat þá ekki greitt af lánunum til einkabankans, og einkabankinn tók allt saman.
Þegar einkabankinn var búinn að ná öllu sagði hann.
Nú er nóg af miðum, peningum, peningabókhaldi, farið þið út að vinna, og eftir 5, 10, 15 ár þá hirði ég allt af ykkur aftur.
Hvað er hægt að kalla okkur fólkið, sem lætur fara svona með sig.
Við segjum ekki, fífl, asnar, illa upplýst.
Setjum sanna kennslu inn í skólana.
Þeir sem vilja blekkja okkur ráði ekki kennsluefninu.
Háskólar megi ekki fá greitt frá fjármálakerfinu, til að fjármagna prófessors embætti og ráði kennsluefninu.
Það á að kenna það sem er satt en ekki spila á lýðinn.
Bankanum er leift að segja að hann sé að lána okkur verðmætið.
En, verðmætið er hugur og hönd fólksins.
Bankanum er leift að eiga allt sem gert er.
Bankinn er 100% á Ríkinu, fólkinu.
Ef einhversstaðar er laus hönd, þá má banki fólksins, Ríkið skrifa bókhald, seðla, pening fyrir vinnu fólksins.
Byggja innviði, vegi, brýr, flugvelli, göng ef þú átt lausa hönd.
Gleymdu ekki að Big Parma greiðir helmingi meira en olíuiðnaðurinn til að hafa stjórn á stjórnmálunum, stjórnmálamönnunum.
Ef við fólkið, til dæmis stéttarfélaugin, bæjarfélögin og Ríkið kennum sannleika, þá geta stjórnmálamenn notað sannleikann líka.
Ef fólkið skilur ekki sannleika, hefur ekki verið kenndur sannleiki, þá skilur það ekki stjórnmálamanninn sem segir satt.
Læra, læra, læra.
Egilsstaðir, 18.01.2021 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.