Sett að hluta á blog: x er að vinna þetta í öðru umhverfi
Við verðum að læra nýja hugsun.
Peningurinn er einfaldlega bókhald.
Maður án vinnu er tap.
Maður í vinnu, gerir gagn.
Maður án tekna, verður að fá að borða.
Maðurinn verður oft að taka vinnu, sem er til ógagns.
Þá fer hann að þjóna þeim sem eru að lifa neikvætt.
Það er að brjótalögin.
Ég var einhversstaðar með blog sem sagði að send hefðu verið boð til þjóðanna um að þær skildu undirbúa sig undir að skrifa sitt fjármálabókhald sjálfar,
Þá verður það eins og fyrr á árum, áður en við vorum tekin í Alþjóðabankann.
Þegar við fórum allfarið að taka lán í Alþjóðabankanum, til að mega prenta íslenskar krónur.
Áður gekk allt af sjálfu sér. Ef að tekjur af síldinni og fiskinum allmennt minkuðu um helming, þá felldum við gengið um helming, og allt var í lagi, debet kredit.
Sá sem var innundir hjá stjórnmála flokkunum, (ég kallaði þá dindlana fjóra, og ég sá fimmti) fékk lán fyrir bíl, átti hann í eitt til tvö ár, borgaði vexti 2-4%?
Þá seldi sá bílinn, fyrir helmingi hærra verð en hann var keyptur á nýr. Nýr bíll kostaði þá meira en helmingi meira, en nú átti flokksmaðurinn sjóð og gat því borgað næstum hálft verð á nýjum bíl.
Þetta var leikið við húsakaup líka.
Þá reyndu allir að halda verðbólgunni við til að geta stundað þennan leik.
Hinir sem voru ekki innundir hjá flokkunum, stjórnvöldum fengu ekki svona lán.
Þessvegna varð verðtryggingin til, og þá gátu stjórnmálamenn og vinir ekki lifað þannig á verðbólgunni.
Verðbólgan leysti mörg vandamál, eins og þegar síldin hvarf. Þá urðu skuldir minna vandamál, verðgildi þeirra gat farið niður um ca. 80% á 10 árum.
Fyrst eftir stríðið, 1945 kostaði landbúnaðar jeppinn rétt yfir 5000 krónur, en rúmu ári seinna, +/- 6 mán, var hann komin í rúmar 20.000 krónur.
Sá sem lagði peninga í bankann, tapaði þeim jafn hratt og skuldirnar minnkuðu hjá lántakanum.
Ekki má gleyma að kaupið hækkaði í einhverjum takti við verðbólguna. Nú eru liðin 75 ár en ég held að þetta sé nokkuð rétt.
Egilsstaðir,
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.