Ég hef skrifað um þetta eins og köttur í kringum heitan graut, ég ritskoða mig.
Ein furðulegasta uppgötvun skammtaeðlisfræðinnar
er sá að veruleikinn er aðeins til þegar hann er skoðaður,
og að engar agnir eru til þangað til þær eru skoðaðar.
Þá sér augað okkar myndina í eternum, fyrir 1900 +- 30 ár, svo í tóminu hans Einsteins og eftir 1980 +- 20 ár í súpuni, sem þá var kennd sem staðreynd.
Double slit experiment, tveggja rifu tilraunin.
slóð
Jónas Gunnlaugsson | 2. júní 2019
Þá sér augað okkar myndina í geislaskjánum sem Nikola Tesla talaði um, í víðunni, víðáttunni, sem er aðeins til í auganu hjá okkur.
Erum við þá settir eða höfum valið að fara í sýndarveruleika námskeið, skóla, sem á að geta hjálpað okkur í lífinu?
Erum við þá hér til að þroskast?
000
Ég get fullyrt að himnaríki er raunverulegra en það sem við köllum veröldina.
Emanuel Swedenborg
000
Veröldin er andleg.
Nikola Tesla
000
Erum við hjörð, stóð?
000
Hvað sagði Jesú?
Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.
000
Þá segjum við, hver getur þá orðið hólpinn, við erum sköpuð með girndunum.
Bíddu við, getur verið að sá sem ekki nær eða vill ná tökum á girndunum, eða biður um hjálp til þess, sé þá fastur í girndunum?
Erum við leidd frá lausninni með aðstoð girndana?
Jafnvel þegar við komum hinumegin, þá séu þar veiðimenn, sem nota þessa beitu, til að snara okkur?
Þarna er ég aðeins að leita að ástæðunni, fyrir því að reynt er að segja okkur að við verðum að losna frá girndinni, annars ná veiðimennirnir okkur.
Þetta er einföld skýring.
000
Mundu að veröldin er andleg.
Nú skoðum við aftur það sem Jesú sagði.
Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.
Þá virðist sem að það sem er gert í andanum, huganum, af viljanum, sé allt, efnislíkaminn er aðeins þræll, eða þú ert andinn, sem býrð í honum.
Við höfum ekki endilega skynjun þar, við höldum að þetta sé aðeins okkar hugmynd, en sá sem við hugsum til getur skynjað það líka að einhverju leiti.
Hvað við skynjum, fer eftir þroskanum.
Jarðlíkaminn er aðeins sýndarveruleiki frá, það er spurning? Næstu vídd?
Þegar við förum að skilja þetta, þá verðum við að fara að stjórna andanum, hugsuninni og viljanum.
Þetta býður upp á marga möguleika, og við verðum að fara varlega.
Munum galdra brennurnar, við verðum að læra um hvað þetta snýst.
Efnislega þekkingin er mjög góð, eins og Nikola Tesla sagði,
Ég fór að leita lausna, af því að fólkinu leið svo illa, ég hugsaði upp virkjun í Niagara fossunum, rafala, spennistöðvar, háspennulínur hundruð og síðan þúsundir kílómetra langar, til að lýsa upp bygðirnar fyrir fólkið, mín orð.
Áður en maðurinn var uppfærður, (endurfæddur?) vissi hann oft ekkert um þennan anda, og enn síður um eðli hans og þroska.
Man, before he is being regenerated, does not even know that any internal man exists, much less is he acquainted with its nature and quality.
Emanuel Swedenborg
Egilsstaðir, 08.04.2020 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.