Varðar blog: Jón Magnússon
23.2.2020 | 10:34
https://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/2246166/
Þetta er skemmtileg grein hjá þér Jón Magnússon, skíring á fjölheimum, multiverse, vinnslugetunni er stjórnað.
Margt hefur verið skrifað um að við búum í sýndarveröld, og hafa menn reynt að áætla hvað mikla vinnslugetu þyrfti til að hafa allann heiminn í tölvu kubb.
Þá er reynt að hugsa um hvað þú þarft að sjá, og hvað nægir þér að skynja og meðtaka.
Þú þarft ekki nema eitthvað sem er talið nægjanlegt fyrir þitt líf.
Með því að minnka það sem þú þarft að skynja, þá þarf minni vinnslugetu.
Þarna erum við komnir inn í fjölheima, multi verse, og spurning, strengjakenningu,
Þarna getur þú verið í heimi, sem er ekki samstæður við heim næsta manns.
Vinnslugetan, tekur inn nýtt ferli, og þá spyrjum við, fellur eitthvað út í staðinn.
Ég skrifaði eitthvað út frá grein um þessi málefni, ein hvern tímann, og þá var meðal annars minnst á tölvuleik, þar sem aðilinn gekk um og horfði á heiminn fyrir framan sig, og um leið og hann snéri sér við , þá hvarf heimurinn sem hann var áður að horfa á.
Þá var hægt að minnka vinnslugetuna.
Það sem hann var að horfa á var aðeins til í augnabliks skynjun hans, það er í sýndarveröld.
Þetta er mjög athygli vert, og við hyggjum að því, höfum það á bak við eyrað, þegar við skynjum eitthvað þessu tengt.
Egilsstaðir, 28.02.2020 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.