Enginn hlýnun hefur átt sér stað þar síðustu 90 árin!
Ein besta slík veðurstöð á landinu fyrir slíkan langtímasamanburð er veðurstöðin á Stórhöfða.
Enginn gróður er nálægt henni, þar er afar vindasamt og svæðið er umkringt sjó á alla vegu.
Þegar mælingar úr þessum veðurmæli eru hins vegar skoðuð þá kemur dálítið áhugavert í ljós.
Enginn hlýnun hefur átt sér stað þar síðustu 90 árin!
000
Ársmeðalhiti við Stórhöfða í Vestmaneyjum í hundrað ár.
Af facebook hjá Jóhannes Loftsson,
eftir ábendingu frá
Geir Ágústsson
000
Bláa línan er hitinn á Stórhöfða síðustu 100 árin.
Enginn hlýnun hefur átt sér stað þar síðustu 90 árin!
Klikka á mynd, þá stærri
000
Ársmeðalhiti við Stórhöfða í Vestmaneyjum í hundrað ár.
Af facebook hjá Jóhannes Loftsson,
000
eftir ábendingu frá
Geir Ágústsson
000
Jóhannes Loftsson Frjálshyggjufélagið
HVAR ER HLÝNUNIN?
Eitt stærsta vandamálið við að skoða gömul veðurgögn til að sjá hitabreytingar yfir lengra tímabil er að hitamælingar breytast vegna aukins þéttbýlis, t.d. hita af malbiki eða aukinnar skjólsældar vegna gróðurs eða húsa og við það hætta veðurmælingar smám saman að verða samanburðarhæfar og fara að sýna of mikla hlýnun. Vanda þarf því til þegar slíkar langtímaveðurstöðvar eru valdar. Ein besta slík veðurstöð á landinu fyrir slíkan langtímasamanburð er veðurstöðin á Stórhöfða. Enginn gróður eru nálægt henni, þar er afar vindasamt og svæðið er umkringt sjó á alla vegu. Þegar mælingar úr þessum veðurmæli eru hins vegar skoðuð þá kemur dálítið áhugavert í ljós. Enginn hlýnun hefur átt sér stað þar síðustu 90 árin!
Sumir gætu haldið að þetta væri bara tilviljun, og NASA gekk meira að segja svo langt í úrvinnslu sinni á íslenskum mæligögnum að stofnunin trúði þeim ekki og lækkaði eldri mælingar og hækkaði hitann á ísárunum það mikið að þau hurfu.
Á sama tíma var hins vegar náttúran líka að gera sínar eigin óháðu hitamælingar. Hlýindin fram að 1960 voru nefnilega það mikil að þau náðu nánast að bræða jökulinn OK. Jökullinn varð hins vegar aftur til í kuldakastinu sem NASA þurrkaði út. Það kuldakast var það mikið að það er fyrst nú um 60 árum síðar sem að jökullinn nær horfinn. Uppsöfnuð hlýindi á íslandi á tímabilinu eru því engin. Sem staðfesta það sem Stórhöfðamælingarnar segja.
Það er einnig til marks um kaldhæðnina í þessu að þegar OKjökullinn bráðnaði síðasta þá var útblástur manna ekki nema rétt um fjórðungur af því sem hann er í dag. Allur sá útblástur sem hefur bæst við síðan þá virðist þannig hafa verið veðurfarslega til einskis og skilað okkur Íslendingum litlu.
Myndin færð ofar.
000
Egilsstaðir, 08.12.2019 Jónas Gunnlaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.