Og jafnvel í öllum heiminum, er Finnafjörður þar með talinn?
Skoða myndina í þessari slóð
2.5.2019 | 11:52
slóð
Kína samtals, bætt við sig, 6 milljón ferkílómetrum, land og hafsvæði. Nær 800 km í suður og langt inn í 200 mílna landhelgi Víetnam, Indónesíu, Malasíu, Bruney, og Filipseyja. Nasistar réðu mest 3,9 milljónum ferkílómetra í Síðari heimsstyrjöldinni.
5.2.2019 | 00:05
000
Bandaríkin stefna að yfirvofandi lokauppgjöri á sjó ... en ekki með Íran
https://www.rt.com/op-ed/459608-south-china-sea-military-iran/
Enska neðar.
Höfundur greinarinnar, Darius Shahtahmasebi, er laga- og stjórnmálaskýrandi, staðsettur á Nýja-Sjálandi, sérhæfir sig um þessar mundir í innflytjenda-, flóttamanna- og mannréttindalögum.
Birt 17. maí 2019
Það er ýmislegt sem bendir til þess að Bandaríkin og Kína stefni að deilum á Suður-Kínahafi. Þegar ástæðan að baki þessu stríði er skoðuð verða hagsmunirnir miklu alvarlegri.
Á meðan heimurinn býst við mögulegu lokauppgjöri á sjó á milli Bandaríkjanna og Íran (enn eina ferðina), þá snúa vestrænir fjölmiðlar blinda auganu að hugsanlegum yfirvofandi átökum í Suður-Kínahafi sem hafa verið að byggjast upp árum saman.
Nýleg þróun
Bara í síðustu viku sigldu flotaskip frá Japan, Bandaríkjunum, Indlandi og Filippseyjum yfir Suður-Kínahaf í næstum vikulöngum heræfingum sem miðuðu að því að hemja vaxandi áhrif Kína á þessu svæði. Raunar hefur endurnýjaður vinskapur á milli Kína og Filippseyja, undir stjórn Rodrigo Duterte, verið skammvinnur og ekki gengið alveg samkvæmt áætlun.
Duterte, sem hefur gefið í skyn að hann vilji snúa landi sínu frá Bandaríkjunum og vinna nánar með Kína og jafnvel virða að vettugi alþjóðlegan dóm sem úrskurðaði Filippseyjum í hag, á erfitt verk fyrir höndum. Til dæmis verður hann að jafna reikningana við tvo fyrrverandi filippínska embættismenn sem kvörtuðu til alþjóðaglæpadómstólsins vegna aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi. Hann verður líka að eiga við það sem honum finnst vera haltu mér/slepptu mér-samband á milli Bandaríkjanna og Kína með jöfnu millibili. Ef Filippseyingar neyddust til að verja eitthvað af þeim svæðum sem þeir gera tilkall til frá Kína þá hefur Washington gefið til kynna að þeir séu skuldbundnir til að verja Filippseyjar gegn Kína vegna sameiginlegs varnarsáttmála á milli þjóðanna tveggja.
Og bara síðastliðinn mánudag gaf hæstiréttur Filippseyja fyrirmæli til margra stofnana, þar á meðal filippínska hernum, lögreglunni og strandgæslunni, að vernda sjávarrif og sjávarlíf í Scarborough Shoal, Second Thomas Shoal og Mischief Reef. Samkvæmt talsmanni forsetans, Salvador Panelo, er stjórnin nú skuldbundin til að framfylgja réttartilskipuninni.
Svo ekki sé minnst á marghliða heræfinguna þar sem Filippseyjar slógust í lið með Indlandi, helsta samkeppnisaðila Kína á Indlandshafssvæðinu, og Japan, eilífðarkeppinaut Kína, sem ætti að segja sitt um hvert þetta stefnir.
Þar að auki er herstjóri bandaríska sjóhersins, John Richardson aðmíráll, nýbúinn að láta hafa eftir sér að hann myndi vilja að ástralski og indónesíski sjóherinn létu meira á sér bera í Suður-Kínahafi og hvatti þjóðirnar tvær til að taka þátt í því sem Bandaríkin kalla hernaðaraðgerðir um frelsi til siglinga.
Hingað til hefur Ástralía hafnað að taka þátt í hernaðaraðgerðunum frelsi til siglinga í Suður-Kínahafi, innan tólf sjómílna sem Kína gerir tilkall til, þrátt fyrir að þær hafi sannarlega átt sinn þátt í því að koma Beijing úr jafnvægi á svæðinu eins mikið og hægt er. Á hinn bóginn hefur Indónesía opnað herstöð á eyjunni Natura Besar sem er við suðurjaðar Suður-Kínahafs.
Sagt er að Bandaríkin ættu ekki að reiða sig á Indónesíu. Þegar hún er ekki að leggja undir sig Vestur-Papúa virðist Jakarta hafa meiri áhuga á að berjast við staðbundna fjendur Kína í Suður-Kínahafi frekar en að bjóða Kína byrginn.
Svar Kína
Beijing, fyrir sinn hatt, tekur þessari þróun ekki vel. Í nýlegri ritstjórnargrein í dagblaðinu Global Times, sem er í ríkiseign, var gert ljóst að Kína verður að halda áfram að byggja upp sjóher til að aftra Washington frá því að valsa beint inn í Suður-Kínahaf.
Aðeins ef kínverski herinn er nógu öflugur þá voga bandarísk herskip sér ekki að fara inn á kínversk mið til að sýna krafta sína, skrifaði dagblaðið. Sterkur kínverskur her er tryggingin fyrir friði og stöðugleika í Suður-Kínahafi og jafnvel öllum heiminum.
Svo virðist vera sem Kína sé að búa til sína eigin áætlun ef svo færi að átök brytust út. Í síðasta mánuði var Kína með nokkrar heræfingar í suður- og norðurhluta Taiwan. Þetta er satt jafnvel á meðan Taiwan Relations Act (verndarsamningur milli BNA og Taiwan) þvingar Bandaríkin til að verja Taiwan gegn kínverskum hernaðaryfirgangi, þrátt fyrir þá staðreynd að Washington, að því er sagt er, fylgi stefnu Kína um eitt Kína.
Fullkomlega meðvitaðir um að Beijing þarf að vernda hernaðarstyrk sinn á svæðinu til að verja hagsmuni sína þá sýndi Kína, núna í þessari viku, tvo nýja tundurspilla, hluta af 20 skipa flota, hvert búið 256 flugskeytum. Vísað hefur verið til eins slíks flugskeytis sem hættulegasta langdræga skipaflugskeytisins í Kína sem skotið er lóðrétt; YJ-18 ASCM.
Á meðan fjölmiðlum yfirsést það algerlega gæti í raun verið ástæða fyrir því að stjórn Trumps hefur beitt sér svo harkalega gegn stáliðnaði Kína með illa séðu viðskiptastríði við Beijing. Komið hefur á daginn að lágur kostnaður á stáli er einn af þáttunum sem hefur gert Kína fært að byggja þessi herskip tiltölulega hratt. Ef til vill skýrir þetta líka hvers vegna, þegar tollar voru fyrst settir á samkvæmt 232. grein viðskiptalaganna frá 1962, að rökstuðningurinn var sá að það væri vegna þjóðaröryggis.
Gleymið Íran. Það verður meiriháttar þjóðaröryggis katastrófa fyrir Bandaríkin þegar hertur og efldur kínverskur her og sjóher með hljóðfrá flugskeyti hefur fullkomna stjórn yfir þessu landfræðilega mikilvæga svæði. Trilljónir dollara af viðskiptavörum fara um þetta svæði árlega og eru um einn þriðji af öllum vöruflutningum heimsins. Samkvæmt alþjóðatengslanefnd hefur Suður-Kínahaf um það bil 11 billjón tunnur af ónýttri olíu og 190 trilljón teningsmetra af jarðgasi.
Ímyndið ykkur það eins og lítið Írak eða Íran grafið undir sjónum sem Bandaríkin vilja ekki að Kína geri tilkall til fyrir sjálft sig.
Það er af þessari ástæðu sem Filippseyjar stefndu Kína fyrir Alþjóðagerðardóminn í Haag árið 2016; vegna gífurlegra gaslaga og gjöful fiskimið á þessu umdeilda landsvæði. Það er af sömu ástæðu að bara í síðasta mánuði hótaði Duterte senda hermenn á eftir kínverskum skipum sem sigldu nálægt eyju á svæðinu sem Filippseyjar gera tilkall til.
Þegar litið er á þær náttúruauðlindir sem eru í húfi, einkum olíu og jarðgas , þá verður ástæðan fyrir átökum skýrari.
Þið þurfið ekkert að trúa mér ég er jú bara ómerkilegur skríbent sem svo vill til að er staðsettur á Kyrrahafssvæðinu. En á móti kemur að alþjóðatengslanefnd útnefndi yfirvofandi átök á Suður-Kínahafi sem ein af helstu átökum sem fylgjast bæri með á þessu ári og skýrðu frá því að þau væru metin sem ein af helstu forgangsmálum hjá Bandaríkjunum árið 2019.
Líka ber að hafa í huga að hvað sem tautar og raular hefur nánast hver einasta hernaðarskýrsla sem hefur komið fyrir almenningssjónir verið með þungri áherslu á Rússland og Kína, á meðan varla er minnst á fyrrum ógnvalda eins og Al-Qaeda eða íslamska ríkið (IS, áður ISIS). Fyrrverandi alvarlegir skelfar, t.d. Norður-Kórea og Íran, hafa meira og minn dottið niður um sæti.
Reglubundið alþjóðlegt kerfi
Á meðan svokallað Russiagate-hneyksli, og mörg önnur tilgangslaus hneykslismál halda áfram að drottna yfir öldum ljósvakans á Vesturlöndum þá er lítill gaumur gefinn að lögunum sem voru samþykkt af Trump-stjórninni, sem gefa okkur tækifæri til að sjá ögn af því sem þessi stjórn stendur í raun fyrir. Til dæmis þá knýja ARIA-lögin, sem samþykkt voru á síðasta degi ársins 2018, Bandaríkin til að þróa diplómatíska áætlun sem felur í sér að vinna með bandamönnum og félögum Bandaríkjanna til að stýra sameiginlegri siglingaþjálfun og frelsi til siglinga á Indlands-/Kyrrahafssvæðinu, þ.m.t. Austur-Kínahaf og Suður-Kínahaf, til stuðnings reglubundnu alþjóðlegu kerfi sem kemur öllum þjóðum til góða.
Já, vegna þess að þegar ég hugsa um Bandaríkin ráðast inn í Írak, Líbýu, Víetnam, Kóreu, Afghanistan, að eyðileggja Yemen og hóta að fara í stríð við Íran, Venesúela og Norður-Kóreu, þá sé ég einmitt fyrir mér reglubundið alþjóðlegt kerfi sem kemur öllum þjóðum til góða.
Það sem er hins vegar eftirtektarvert er að lögin einblína mjög á samband Washington við Taiwan, styðja flutninga á varnargögnum til sjálfsstjórnareyjunnar. Það er að verða nokkuð ljóst að Bandaríkin vilja koma Taiwan til hjálpar ef stríð myndi brjótast út á milli Kína og Taiwan og þetta gæti verið mun líklegra en alþjóðlegir fjölmiðlar virðast láta í veðri vaka. Þetta fær varla nokkurn tímann þá umfjöllun sem það á skilið en Bandaríkin eru að búa sig undir stríð í þessum heimshluta og hefur verið að því í einhvern tíma. Ekki bara það heldur er stjórn Trumps augljóslega að fría sig allri ábyrgð, ef til þess kæmi að þetta lokauppgjör verði að einhverju áþreifanlegra, með því að láta ákvarðanavaldið í hendur bandaríska hersins, þ.m.t. hersveitir Indlands-/Kyrrahafssvæðisins.
Næst þegar það eru kappræður á milli forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum gáið að því hve oft þeir fá spurninguna: Ætlar þú að gefa bandaríska hernum í Suður-Kínahafi vald til að fara í stríð við Kína án nokkurs lýðræðislegs eftirlits?
Eða teljið bara hversu oft er yfirleitt minnst á Suður-Kínahaf, eða hersveitir á Indlands-/Kyrrahafssvæðinu eða eitthvert af fyrrnefndum bannorðum.
Eins og alltaf þá mun að langmestu leyti verða litið fram hjá mögulegu vandræðamáli þar til staðan er orðin þannig að við getum ekki bakkað. Ekki misskilja mig, stríð við Íran er draumurinn fyrir nýhaldsmennina (e. neocon) í stjórn Trump, eins og John Bolton, en tilhneiging Bolton til að blekkja okkur ætti að vera enn frekari ástæða til að fylgjast vel með jafnvel ennþá stærri deilu sem heldur áfram að stækka beint fyrir framan nefið á okkur.
000
US is heading toward a looming maritime showdown but not with Iran
https://www.rt.com/op-ed/459608-south-china-sea-military-iran/
Darius Shahtahmasebi is a New Zealand-based legal and political analyst, currently specializing in immigration, refugee and humanitarian law.
Published time: 17 May, 2019 15:01
FILE PHOTO The Ronald Reagan Strike Group ship's aircraft carrier USS Ronald Reagan conduct an exercise with the Japanese Maritime Self-Defense Force ships © U.S. Navy/Handout via REUTERS/Mass Communication Specialist 2nd Class Kaila V. Peter
- 2353
- 16
There are many indications that the United States and China are creeping towards a potential conflict in the South China Sea. When the motivations behind this war become clear the stakes become that much more serious.
While the world is drumming up a potential maritime showdown between the US and Iran (yet again), Western media is conveniently ignoring a potential looming conflict in the South China Sea, one that has been building up for years.
Recent developments
Just last week, naval vessels from Japan, the US, India, and the Philippines sailed through the South China Sea in an almost week-long military drill aimed at containing Chinas expanding influence in the region. As it happens, Chinas renewed friendship with the Philippines under the rule of Rodrigo Duterte has been short-lived and is not exactly going as planned.
Duterte, who has signalled he wants to turn his country away from the US and work more closely with China, even disregarding an international arbitration ruling which ruled in favour of the Philippines, has had his work cut out for him. For example, he must reckon with two former Filipino officials who filed a complaint with the International Criminal Court (ICC) over Chinas activities in the South China Sea. He also has to deal with what he feels is the to-ing and fro-ing between the US and China on a regular basis. Should the Philippines be forced to defend any of its claimed territories from China, Washington has signalled that it is committed to defending the Philippines against China due to a mutual defence treaty between the two nations.
And just last Monday, the Philippines high court instructed multiple agencies, including the Philippine Navy, police and the Coast Guard to protect reefs and marine life in Scarborough Shoal, Second Thomas Shoal and Mischief Reef. According to presidential spokesman Salvador Panelo, the government is now duty bound to enforce the court order.
Not to mention that a multilateral military drill, which saw the Philippines teaming up with India Chinas major competitor in the Indo-Pacific region and Japan Chinas historic rival, should tell everyone all they need to know about where this is headed.
READ MORE: US warships sail through disputed South China Sea as Trump prompts trade war escalation with Beijing
Furthermore, the US Navys operations chief, Admiral John Richardson, just went on the record to state that he would like to see Australian and Indonesian maritime forces have a greater naval presence in the South China Sea, encouraging the two nations to take part in what the US calls freedom of navigation operations.
So far, Australia has declined to take part in freedom of navigation operations in the South China Sea within 12 nautical miles of territories claimed by China, though it has certainly played its hand at rattling Beijing in the region as much as possible. Indonesia, on the other hand, opened a military base on Natuna Besar Island, which is located at the southern edge of the South China Sea.
For what its worth the US would do well not to count on Indonesia. When it isnt subjugating West Papua, Jakarta appears to be more interested in fighting with Chinas regional foes in the South China Sea rather than confronting China itself.
Chinas response
Beijing, for its part, is not taking these developments well. In a recent editorial piece, state-owned newspaper the Global Times made it clear that China had to continue to build its navy in order to deter Washington from waltzing freely into the South China sea.
Only if the Chinese navy is sufficiently strong will US warships dare not wilfully enter Chinas offshore waters to flex their muscles, the newspaper wrote. A strong Chinese navy is the guarantee for peace and stability of the South China Sea and even the whole world.
As such, it does appear that China is making plans of its own should a conflict break out. Last month, China carried out a series of military exercises on the south and north ends of Taiwan. This is true even while the Taiwan Relations Act compels the US to defend Taiwan from Chinese military aggression, despite the fact Washington purportedly adheres to Chinas One China policy.
Fully aware that Beijing will have to project its military power in the region in order to defend its interests, just this week, China unveiled two new naval destroyers, part of a fleet of 20, equipped with 256 missiles. One such missile has been referred to as Chinas deadliest anti-ship cruise missile (ASCM), the vertically-launched YJ-18 ASCM.
While completely overlooked by the media, there might actually be a reason why the Trump administration has so heavily targeted Chinas steel production industry in its ill-advised trade war with Beijing. It transpires that the low cost of steel is one of the factors that has enabled China to press ahead with building these warships at a decently-rapid pace. Maybe this also explains why, when tariffs were first invoked under section 232 of the Trade Expansion Act of 1962, the rationale was that it was on the grounds of national security.
READ MORE: Pentagon sounds alarm over military expansion of China which only has one base abroad
Forget Iran. It will become a major national security catastrophe for the US when a hardened and emboldened Chinese military and navy with hypersonic missiles has complete control of this geostrategic location. Trillions of dollars of trade pass through this region annually, representing about one-third of global shipping. According to the Council on Foreign Relations, the South China Sea has an estimated 11 billion barrels of untapped oil and 190 trillion cubic feet of natural gas.
Think of it like a small Iraq or Iran buried under the sea, which the US doesnt want China to claim for itself.
It is for this very reason that the Philippines took China to the Permanent Court of Arbitration at the Hague in 2016, due to the monumental gas deposits and lucrative fishing grounds in the disputed territory. It is the same reason that just last month, Duterte threatened to deploy soldiers after Chinese vessels sailed near a Philippine-claimed island in the region.
When you look at the natural resources, particularly oil and natural gas, which are at stake, the context for that conflict starts to make a lot more sense.
You dont have to believe me I am after all just a lowly writer who happens to be based in the Pacific region. But then again, the Council on Foreign Relations did designate the looming conflict in the South China Sea as one of the top conflicts to watch out for this year, stating that it was assessed to be a top tier priority for the US in 2019.
You also have to bear in mind that, without fail, virtually every US military report that has come to the public light has heavily fixated on Russia and China, with previous threats such as Al-Qaeda or Islamic State (IS, formerly ISIS) barely receiving a mention. Previous heavier threats such as North Korea and Iran have essentially been dethroned to a lesser status.
Rules-based international system
While the so-called Russiagate scandal, and many other pointless scandals continue to dominate Western airwaves, little attention is given to the laws that actually get passed under the Trump administration which provide us with a glimpse of what this administration is really about. For example, the Asia Reassurance Initiative Act (ARIA), passed on the very final day of 2018, compels the US to develop a diplomatic strategy that includes working with United States allies and partners to conduct joint maritime training and freedom of navigation operations in the Indo-Pacific region, including the East China Sea and the South China Sea, in support of a rules-based international system benefiting all countries.
Yes, because when I think of the US invading Iraq, Libya, Vietnam, Korea, Afghanistan, destroying Yemen, and threatening to go to war with Iran, Venezuela, and North Korea, I certainly picture a rules-based international system benefiting all countries.
More notably, however, the act also heavily focuses on Washingtons relationship with Taiwan, supporting the transfer of defense articles to the self-ruled island. It is becoming quite evident that the US will come to Taipeis aid should war break out between China and Taiwan and this may be a lot more likely than the international media appear to let on.
Also on rt.com The US just invaded an island in the East China Sea & no one noticed
It rarely gets the headlines it deserves, but the US is preparing for war in this part of the world, and has been for some time. Not only that, but the Trump administration is apparently absolving itself of any responsibility should this showdown ignite into something more concrete, by giving decision-making authority to the US military, including the Indo-Pacific Command.
The next time there is a US presidential debate between prospective candidates, see how many times one of them is asked the question: Will you give authority to the US military in the South China Sea to go to war with China without any form of democratic oversight?
Or just count how many times the South China Sea, or the Indo-Pacific Command, or any of the above-mentioned buzzwords get talked about at all.
As always, what is a potentially devastating issue will be largely ignored until we reach a point of no return. Dont get me wrong, a war with Iran is the ultimate dream for the neocons in Trumps administration like John Bolton, but Boltons propensity to deceive us should be all the more reason to play close attention to an even greater conflict which continues to progress right under our noses.
Think your friends would be interested? Share this story!
The statements, views and opinions expressed in this column are solely those of the author and do not necessarily represent those of RT.
Athugasemdir
USA-herinn gæti eflaust sigrað allar orrustur á þessu svæði
ef að hann ætlaði sér það;
en USA metur það sjálfsagt þyngra að halda ákveðnu
"JAFNVÆGIS-SAMBANDI"
við kína frekar en að æða af stað með ófriði að fyrra bragði
= Að leyfa kína að ráða á þessu svæði þó að það sé USA þvert um geð.
=Ef að eitthvert stríð byrjar á þessu svæði á milli USA og kína að þá gæti það stigmagnast út í það óendanlega.
Jón Þórhallsson, 24.5.2019 kl. 21:51
Ráðamaður í Bandaríkjunum, sagði að Bandaríkin gætu ekki verið lögregla fyrir allann heiminn.
Þá fór Kína í þetta ævintýri, að taka ólöglega, það er á móti alþjóðalögum, hafsvæði frá löndunum, sem var fullt af olíu og gasi, og fleiri og meiri orkuauðæfum, er annarsstaðar á bloggi hjá mér.
Þegar Bandaríkin, fóru að skipta sér af þessu, sagði háttsettur embættismaður í Kína, þið voruð búnir að segja, að þið ætluðuð ekki að skipta ykkur af deilum á milli Ríkja.
slóð
Kína samtals, bætt við sig, 6 milljón ferkílómetrum, land og hafsvæði. Nær 800 km í suður og langt inn í 200 mílna landhelgi Víetnam, Indónesíu, Malasíu, Bruney, og Filipseyja. Nasistar réðu mest 3,9 milljónum ferkílómetra í Síðari heimsstyrjöldinni.
5.2.2019 | 00:05
Egilsstaðir, 25.05.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.5.2019 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.