(Svo var hópur á þinginu, sem sá til þess,
að búa til flókin LÖG, ORKUMARKAÐ,
til að hægt væri að spila á fíflin. jg)
Eftir Jerry Isaacs
- maí 2002
Tekið af vefsíðunni:
https://www.wsws.org/en/articles/2002/05/enro-m10.html
Skjöl sem Federal Energy Regulation Commission (FERC) (Orkumálastofnun Bandaríkjanna) birti á mánudaginn sýna fram á að orkufyrirtækið Enron skapaði viljandi raunverulegan og ímyndaðan skort á árunum 2000-2001 í orkukreppunni í Kaliforníu til að hækka verð og ná inn miklum hagnaði á orkumarkaði ríkisins sem höftum hafði nýlega verið létt af.
Á minnisblöðum úr fyrirtækinu, sem nú er gjaldþrota, má í stórum dráttum sjá framkvæmdastjóra Enron setja fram áætlanir sem notaðar voru til að svíkja embættismenn sem voru í forsvari fyrir rafveitur ríkisins, stjórna orkuuppsprettum með klækjum og beinlínis ræna milljörðum dollara úr fjárhirslum ríkisins. Á þessu tímabili naut Enron náinna pólitískra tengsla við Hvíta húsið með Bush við stjórnvölinn sem hafnaði beiðnum frá opinberum starfsmönnum í Kaliforníu um að hefja opinbera rannsókn og setningu laga um hámarksverð.
Íbúar í stærsta ríki landsins máttu í sex daga, snemma árs 2001, þola rafmagnsleysissveiflur í kjölfar tífaldrar hækkunar orkuverðs.
Verðhækkanirnar ollu gjaldþroti banka og næstum hruni tveggja stórra orkuveitufyrirtækja og höfðu í för með sér uppsagnir þúsunda og útrýmingu margra smærri fjárfesta.
Að auki skáru embættismenn hressilega niður ýmiskonar útgjaldaliði vegna hækkunar á raforkukostnaði úr 7 milljörðum dollara frá 1999 upp í 27 milljarða árið 2000, eftir að leggja út 6 milljarða til daglegrar orkunotkunar og aðra 140 milljarða til að tryggja langtímasamning og koma stöðugleika á orkuöflun ríkisins.
Í skjölunum var minnisblað sem lögmaður starfsmanna Enron og utanaðkomandi lögfræðingur skrifuðu 6. desember 2000, daginn eftir að ríkið varð næstum alveg rafmagnslaust í fyrsta skipti.
Trúlega skrifað í von um rannsóknir og mögulegar málssóknir gegn fyrirtækinu þá lýsti minnisblaðið viðskiptaháttum sem notaðir voru til að mynda yfirbragð skorts eða vöntunar, að fara í kringum verðþak ríkisins og almennt séð hagnast á því stjórnleysi sem ríkti á markaðinum sem það hjálpaði sjálft til við að skapa sem einn af aðal flutningsmönnum um afnám hafta í ríkinu á 10. áratugnum.
Þessar aðferðir höfðu gælunöfn eins og Fat Boy, (Feiti strákur) Riochet, (Endurkast) Get Shorty, (Náið þeim stutta) Death Star, (Helstirnið) og Load Shift (Tilfærsla farms).
Ein af þessum aðferðum fólst í því að fyrirtækið keypti rafmagn af California Power Exchange (PX)(Orkuveitu Kaliforníu) fyrir 250 dollara á megavattstund hámarkið sem leyft er í ríkinu og endurseldu það til ríkja við norðurströnd Kyrrahafsins fyrir þúsund dollara.
Fullkunnugt um að þetta leiddi til orkuskorts í Kaliforníu skrifuðu lögfræðingarnir: Þessi aðferð virðist ekki hafa nein vandamál í för með sér önnur en hættu á sködduðum almannatengslum sem koma til af þeirri staðreynd að slíkur útflutningur gæti hafa leitt til yfirlýsingar Kaliforníuríkis á neyðarástandi af annarri gráðu í gær.
Samkvæmt Los Angeles Times fann Enron leið til að hagnast með því að etja báðum orkumörkuðum ríkisins hvor gegn öðrum. Fyrsti fyrirfram uppboðsmarkaðurinn sem Orkuveita Kaliforníu hélt átti að sjá fyrir helstu rafmagnsþörfinni. California Independent System Operator (CAL-ISO) (Sjálfstæður svæðisveiturekandi Kaliforníu) hélt annan rauntíma markað sem átti aðeins að þjóna því hlutverki að leiðrétta misvægi sem kom fyrir endrum og sinnum. Sá síðarnefndi varð uppspretta feykilegs hagnaðar vegna gríðarlegra verðsveiflna.
Þess var krafist af seljendum og kaupendum á rauntímamarkaðnum að þeir legðu fram daglegar áætlanir yfir framleiðsluna og farminn, þ.e.a.s. það orkumagn sem viðskiptavinir þeirra í ríkinu þörfnuðust. Um leið og reiknað var með að þessar áætlanir væru nokkurn veginn jafngildar þá var, samkvæmt minnisblaði úr einu aðalherbragði Enron sem gekk undir dulnefninu Load Shift, ætlunin að ýkja orkuþörf viðskiptavina viljandi. Þegar orkubirgðir voru litlar þá myndi CAL-ISO borga fjárfestum aukagjald fyrir að skaffa meira rafmagn en þörf var á. Enron dreifði fyrirhuguðu orkumagni og myndi síðan sjálft fá borgað bónus fyrir að taka rafmagnið úr kerfinu.
Enron setti líka meiri orku inn á dreifikerfið en það réði við til að innheimta vöntunargreiðslur frá CAL-ISO til að tímasetja orkuflutninga í hina áttina eða minnka framleiðsluna/farmáætlunina. Vegna vöntunar hafa greiðslur verið allt að 750 dollurum á megavatt þá getur oft verið arðbært að selja rafmagn með tapi einfaldlega til að innheimta vöntunargreiðslurnar, sagði í minnisblaðinu.
Í bréfi sem orkumálastofnunin (FERC) sendi segja rannsóknarmenn stofnunarinnar að skjölin lýsi hvernig undir svokallaðri Helstirnisáætlun hafi fjárfestar Enron skapað, og síðan létt af, ímyndaðri vöntun á orkuneti ríkisins. Samkvæmt New York Times lýsa skjölin einnig í smáatriðum því sem rannsóknarmenn lýstu sem megavattaþvætti þar sem Enron keypti rafmagn í Kaliforníu á lægra verði seldi rafmagnið út úr ríkinu og keypti það síðan aftur til að selja það til baka til Kaliforníu á uppsprengdu verði. Með því að selja Kaliforníuríki rafmagn frá öðru ríki gat Enron farið í kringum verðhöft á rafmagni sem keypt var í Kaliforníu.
Á meðan orkukreppunni stóð og eftirá fullyrtu embættismenn Enron að þeir hefðu ekkert gert til að gera ástandið verra. Í viðtali síðasta ár í þætti PBS Frontline sagði Kenneth Lay: Í hvert skipti sem það er svolítil vöntun eða verðhækkun þá er það alltaf leynimakk eða samsæri eða eitthvað. Ég meina, fólki líður allaf betur með það.
Embættismenn Bush-stjórnarinnar höfðu eftir fullyrðingar Enron um að vandamál Kaliforníuríkis væru vegna gallaðra áætlana um afnám hafta, sem væru ekki nógu mikið í takt við frjálsan markað, og stranga umhverfisstaðla sem takmörkuðu byggingu nýrra raforkuvera. Bush og Dick Cheney varaforseti andmæltu verðstýringu opinberlega og staðhæfðu að allar slíkar ráðstafanir myndu letja orkufyrirtæki til að starfa í ríkinu.
Nokkrum vikum eftir að minnisblöðin sem settu í stórum dráttum fram áætlanir fyrirtækisins til að ráða orkumarkaði Kaliforníu voru skrifuð, hvatti forstjóri Enron, Kenneth Lay, stærsti einstaki gefandi styrkjarfjár til pólitísks frama Bush, Bush-stjórnina, með góðum árangri, til að útnefna talsmann frjáls markaðar, Pat Wood, sem yfirmann orkumálastofnunar (FERC). Þegar það var í höfn barðist Wood á móti verðstýringu mánuðum saman á meðan kreppan fór alveg úr böndunum.
Eftir að orkumálastofnun var að lokum þvinguð til að takmarka verðhækkanir seinnipartinn í apríl 2001 lýsti Cheney opinberlega vanþóknun sinni á aðgerðunum og sagði í viðtali við Los Angeles Times: Þak á verðhækkanir hjálpa ekki. Slíkar aðgerðir vísa okkur beint í hina áttina. Eftir að ítreka að aðeins aðferðir hins frjálsa markaðar gætu leyst vandamál Kaliforníuríkis bætti Cheney við: Ég hef aldrei séð verðstýringu sem ég hef verið sáttur við. Ef ég hefði verið hjá orkumálastofnuninni þá hefði ég aldrei kosið með skammtíma verðþaki.
Á þessum tíma krafðist ríkisstjóri Kaliforníu, sem var í demókrataflokknum, og öldungadeildarþingmenn, íhlutunar ríkisins til að halda niður raforkukostnaði og ásökuðu orkuveitendur um að ráðskast með markaðinn til að auka hagnað sinn. Samkvæmt New York Times sagði öldunadeildarþingmaðurinn Diane Feinstein að hún hefði fjórum eða fimm sinnum reynt að tala við Bush um erfiðleika ríkisins en forsetinn hefði neitað að hitta hana. Í staðinn hélt hún tvo stutta fundi með Cheney sem hluti stærri hóps. Afstaða þeirra var kæruleysisleg, látum markaðinn gera það sem markaðurinn gerir, en markaðurinn var ónýtur, sagði hún Times. Á fundum með Cheney 27. mars og 12. júní sagði Feinstein: Varaforsetinn talaði en hlustaði ekki mikið. Þegar einhver lítur á úrið sitt þá er nokkuð ljóst að hann vill komst út úr herberginu.
Varðandi þá staðreynd að stjórnarformaður Enron, Kenneth Lay, fékk ótakmarkaðan aðgang að Hvíta húsinu bætti Feinstein við: Hér er fyrirtæki sem var ruddalegt, eins ósvífið, eins oflátungslegt og eins siðferðislega brenglað og nokkurt fyrirtæki sem ég get ímyndað mér. Og það hafði greiðan aðgang að þessari stjórn. En hátt settur öldunadeildarþingmaður frá Kaliforníuríki getur ekki fengið að hitta hana.
Öldunadeildarþingmaðurinn úr demókrataflokknum hafði beðið lögmanninn John Ashcroft að hefja glæparannsókn til að ákvarða hvort alríkislög eða önnur lög hefðu í raun verið brotin. En hvorki Feinstein né nokkrir aðrir demókratar stungu upp á að koma ætti til glæparannsóknar á viðleitni Bush-stjórnarinnar fyrir hönd orkufyrirtækisins.
Fyrir sitt leyti þá hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum, sem eyddu stjórnarárum Clintons í að leggja trúnað á hverja einustu hægrisinnuðu herferð til að veikja ríkisstjórnina, allt frá Whitewater að máli Monicu Lewinsky, leitast við að gera lítið úr tengslum Bush við fyrirtæki sem olli skaða í Kaliforníu, sveik fjárfesta sína og gerði þúsundir manna atvinnulausa á meðan framkvæmdastjórarnir fengu milljónir í skaðabætur.
Embættismenn Kaliforníuríkis reyna að endurheimta eitthvað af þeim 30 milljörðum sem sem Gray Davis ríkisstjóri segir Enron hafa kúgað út úr ríkinu. Það á eftir að reynast erfitt því fyrirtækið hefur sótt um gjaldþrotaskipti og selt orkudreifingardeildina. USB Warburg, fjárfestingarbankinn sem keypti deildina í febrúar, sagði að hann væri ekki skaðabótaskyldur vegna neinna lögbrota sem fyrri stjórnendur hafa ollið. Við erfðum ekki skaðabótaskylduna, sagði talskona.
Enron er ímynd spillingarinnar sem gegnsýrir fyrirtækjaheim Bandaríkjanna og veitir innsýn í andfélagslegar aðferðir sem fjármálaelítan notar til að auka við gríðarlegan persónulegan auð sinn sem kom til vegna verðbréfamarkaðssprengjunnar á tíunda áratugnum. Það gefur líka frekari innsýn í allar skottlækningarnar sem tala um afnám hafta og töfra markaðarins.
Samkvæmt minnisblöðunum var Enron ekki eitt um að ráðskast með raforkumarkað ríkisins. Lögmenn Enron sögðu að aðrir orkudreifingaraðilar hefðu líkt eftir Enron og jafnvel notað sömu viðurnefnin til að lýsa aðferðunum og þeir notuðu.
Talsmaður orkudreifingarfyrirtækis sagði í viðtali við San Francisco Chronicle að aðferðir Enron væru ekki glæpsamlegar og í raun væri fyrirtækið bara að gera það sem allir aðrir væru að gera.
Þeir könnuðu fjölmarga möguleika til að sjá hvað myndi virka, sagði Gary Ackerman frá Western Power Trading Forum. Mörg fyrirtæki gerðu þetta. Alltaf þegar til er flókið kerfi eins og orkumarkaðurinn þá á fólk eftir að pota í það og sjá hvað virkar.
Aðalástæða fyrir tilveru peningamanna er að græða eins mikið og hægt er, í samræmi við hvað er löglegt, sagði R. Martin Chavez, fyrrverandi formaður áhættustjórnunar hjá Goldman Sachs við New York Times.
Ég lifði samkvæmt þessu: Ef maður stjórnaði ekki markaðnum með brögðum, þegar maður hafði aðgang að vélabrögðum, þá var öskrað á mann.
000
19.2.2019 | 21:21
Takið sem dæmi Macedoniu með kaup mátt, 44 og Ísland með kaupmátt 164 (Þetta er kaupmáttar hlutfall) Rafið Macedonia 7 eða með skatti 9 og Ísland 16 eða með skatti 18 ( þetta er eithvert hlutfall á raforkukostnaði á heimilum)
000
California electricity crisis - Wikipedia
Enron defrauded California out of billions during energy ...
Tapes reveal Enron's secret role in California's power ...
California May Have Had Big Role in Enron's Fall - The New ...
Enron Scandal Summary - Finance | Laws.com
Egilsstaðir, 25.02.2019 Jónas Gunnlaugsson
Egilsstaðir, 17.04.2019 Jónas Gunnlaugsson
Tímabært að verja hagsmuni Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.