Við erum eins og gripir í fjósi, látum mjólka okkur, bústjórinn segir, farið að vinna, og byggið upp heiminn. Hér eru bókhaldsfærslur, sem ég skapa, úr engu, til að þið getið lifað, og starfað og þá þjónað mér og og byggt eignir sem þið eigið um stund.

 

 

 

Þú skælir, vælir í nokkur ár, en gleymir fljótlega öllu.

Sönn skáldsaga.

Auðvitað getum við skrifað bókhaldið um vinnu allra sjálfir.

Hví skiljum við það ekki?

Ég veit það ekki, en Jesú sagði, leitið sannleikans, hann gerir yður frjálsa.

Frjálsa úr fjósinu?

000

Sett á blogg: Ómar Geirsson

Hrunið, sökudólgar og sekt.

000

Sælir.  Gaman að fylgjast með ykkur reyna að kenna hver öðrum.

Þetta er allt einfalt.

Orðið fjármálakerfi er oft misskilið.

Þetta er allt bókhald.

Við erum eins og gripir í fjósi, látum mjólka okkur.

Stjórnandinn, bústjórinn segir, farið út að vinna, og byggið upp heiminn.

Hér eru bókhaldsfærslur, peningar sem ég skapa, úr engu, handa ykkur, til að þið getið lifað, og starfað og þá þjónað mér og og byggt eignir sem þið eigið um stund.

Þegar mér sýnist að ég ætti að fara að uppskera, þá hætti ég að skrifa bókhald, og lána þá ekkert út.

Allir, reyna að greiða af lánum sínum og þá fer bókhaldið, peningarnir inn í bankana.

Þá verður þurð á bókhaldi, peningum, úti í þjóðfélaginu.

Þá dregst allt saman og menn missa vinnuna, og fyrirtækin viðskiptavini.

Þá geta hvorki fyrirtæki eða fólkið greitt af lánum sínum, og allir reyna að selja, en ég neita að búa til bókhald, lána einhverjum til að kaupa.

Þá getur þú ekki selt.

Ég læt fjölmiðla segja að nú verði að halda uppboð á eignunum, ekki gangi að aðilar komist upp með að borga ekki skuldir sínar.

Þú, þið reynið að selja á 80%, og síðan á 50%,  en ég lána engum til að kaupa.

Ég er svo góður að ég býð ykkur að taka eignirnar á 50% og að þið tapið ykkar 50% eign. Og flestir samþykkja það.

Einhverjir eru með mótþróa, og þá læt ég bjóða upp, og kaupi eignir þeirra á 2%, og fer það í kostnað við uppboðið.

Þá hafa þeir misst eignina sína og skuld mér lánin áfram.

Þegar ég hef náð flestu til mín á broti af verðmæti, læt ég endurmeta eignirnar.

Ég fjármálastofnunin, sendi út fréttatilkynningu, um að eignir mínar, hafi aukist um 500 milljarða á síðustu 5 árum.

Þú skælir, vælir í nokkur ár, en gleymir fljótlega öllu.

Þá fer ég að skipuleggja nýja næstu uppbyggingu,

og þá ert þú sáttur sem húsdýr í fjósinu áfram????????

Mikið gaman.

Gangi ykkur allt í haginn.

Auðvitað getum við skrifað bókhaldi um vinnu allra sjálfir.

Hví skiljum við það ekki?

Ég veit það ekki, en Jesú sagði, leitið sannleikans, hann gerir yður frjálsa.

Frjálsa úr fjósinu?

Kreppufléttan, endurtekið

Peningar, seðlar.

 

Egilsstaðir, 01.12.2018  Jónas Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband